Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 34
segist hafa mestan áhuga á fræði- bókum og hefur þegar ákveðið að kaupa Jörund hundadagakonung eftir Sarah Bakewell og líklegt er að tungumálabókin verði sömuleiðis fyrir valinu. Hann segist einnig vel geta hugsað sér að kaupa bók um málvísindi. Katrín Ósk Þráinsdóttir segist yfirleitt mæta á markaðinn enda sé hún bókaormur. „Mér finnst líka gaman að gefa bækur,“ segir hún með fangið fullt af bókum, þar innan um eru þýddar erlendar skáldsögur sem hún ætlar meðal annars að gefa. Þar á meðal eru Undur eftir RJ Palacio og Ólæs- inginn og Víga-Anders eftir Jonas Jonasson. „Svo er ég með bækur fyrir litlar frænkur sem búa erlendis, ég vil leggja mitt af mörkum til að halda íslenskunni að þeim. Ég hef áhuga á göngum og valdi mér 25 gönguleiðir á Þingvallasvæðinu og er svo með hjólabók fyrir manninn minn sem gæti nýst honum vel.“ Bækur til fermingargjafa Baldur Þórhallsson og Felix Bergs- son eru að sanka að sér bókum þegar blaðamaður mætir þeim. Baldur hefur verið bókaormur frá unga aldri. „Ég er alinn upp við Hellu á Rangárvöllum og þá biðum við krakkarnir alltaf spennt eftir því að bókamarkaðurinn væri opnaður á kaupfélagsloft- inu. Bókamarkaðurinn stóð frá 1.  desember fram yfir jól. Ég gat ekki beðið eftir að sjá nýjustu jóla- bækurnar, keypti kannski eina og pantaði aðrar í jólagjöf.“ „Við erum bæði að kaupa fyrir okkur sjálfa og bækur til gjafa,“ segir Felix sem segist iðulega mæta á bókamarkaðinn. Meðal þeirra bóka sem hann keypti fyrir sjálfan sig eru Egils sögur eftir Pál Valsson og Stuð vors lands eftir Dr. Gunna. Úr fjötrum – Saga Alþýðu- flokksins eftir Guðjón Friðriks- son er bók sem Baldur valdi sér ásamt bókinni Stríðið mikla eftir Gunnar Þór Bjarnason. Í körfunni eru einnig bækur sem þeir segja Felix og Baldur kampakátir og kaupglaðir. Bókaormurinn Katrín Ósk Þráins- dóttir keypti fyrir sjálfa sig og til gjafa. Þóra Guðmundsdóttir var mætt ekki síst til að kaupa bækur til fermingar- gjafa. Erlín og Gerður komu saman á markaðinn í leit að bókum við hæfi. MÉR FINNST AÐ ÞAÐ EIGI AÐ GEFA BÆKUR OG KANNSKI LÁTA EINHVERN PENING FYLGJA MEÐ. Þóra Guðmundsdóttir ↣ ætlaðar til fermingargjafa, þar á meðal Vísindabókin. Þóra Guðmundsdóttir er mætt á bókamarkaðinn ekki síst í þeim erindagjörðum að kaupa bækur til fermingargjafa. „Ég er ekki fylgjandi því að gefa einungis peninga í ferm- ingargjöf,“ segir hún. „Mér finnst að það eigi að gefa bækur og kannski láta einhvern pening fylgja með. Til fermingargjafa hefur hún meðal annars valið draumaráðningabók, tilvitnanabók og Eitt þúsund tungu- mál, en blaðamaður sér einmitt nokkra gesti markaðarins skoða þá bók af miklum áhuga. „Unglingarnir eiga eftir að kíkja í þessar bækur ein- hvern tíma,“ segir Þóra af ákveðni. Í minningu mömmu Gerður Steinarsdóttir og Erlín Katla Birgisdóttir eru síðustu gestir markaðarins sem blaðamaður heilsar upp á. Erlín, sem segist lesa þó nokkuð, er að leita að bókum við hæfi. Hún á sína uppáhaldshöf- unda og nefnir Yrsu Sigurðardóttur og Stefán Mána. Gerður er að kaupa barnabækur handa barnabörn- unum. „Mér finnst gífurlega mikil- vægt að þau lesi bækur. Ég byrja að lesa fyrir þau strax þegar þau eru kornung. Það skiptir öllu máli fyrir málþroska og orðaforða. Ég er líka með tvítyngd barnabörn og lykill- inn að því að þau nái góðum tökum á íslensku er að þau lesi bækur á því máli,“ segir hún. Hin sívinsæla Pollý- anna er meðal þeirra bóka sem hún hefur ákveðið að kaupa. „Það er í minningu mömmu sem var Pollý- annan,“ segir hún. Blaðamaður og ljósmyndari kveðja markaðinn eftir að ljós- myndarinn hefur fallið í freistni og sankað að sér bókum til kaupa. Blaðamaður ætlar svo að mæta um helgina með tveggja ára bókelska frænku sína sem hún veit að mun una sér hið besta innan um bóka- flóðið. Síðasti opnunardagur er nú á sunnudag þannig að bókaunn- endur sem eiga eftir að leggja leið sína þangað hafa ekki langan tíma til stefnu. VIÐ ERUM BÆÐI AÐ KAUPA FYR- IR OKKUR SJÁLFA OG BÆKUR TIL GJAFA. 1 0 . M A R S 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 9 -D 5 4 8 1 F 2 9 -D 4 0 C 1 F 2 9 -D 2 D 0 1 F 2 9 -D 1 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.