Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 26
Þetta er í fyrsta skipti sem ég er boðaður í viðtal og það undir nafni. Hingað til hef ég bara verið „kær-astinn“ eða „kærastinn hennar Dagnýjar“!“ segir Ómar Páll Sigurbjartsson rafvirki hlæjandi um leið og hann hendist út úr RARIK-bíl við heimili sitt á Sel- fossi. Við höfðum mælt okkur þar mót. Sambýliskona hans, fótbolta- stjarnan Dagný Brynjarsdóttir, býður okkur velkomin þegar við stígum inn en biður um frest á viðtalinu í nokkr- ar mínútur meðan hún bursti tennur og þvoi framan úr sér, morgunógleði vegna óléttu sé að hrella hana og nú hafi ferðaþreyta bæst við. Ómar Páll upplýsir að þau séu nýkomin heim eftir tveggja vikna ferðalag til Banda- ríkjanna og tímamismunurinn segi líka til sín. Svartur og hvítur köttur mætir okkur, forvitinn, það er Batman. Dagný á hann. „Kettir eru nú hlöðu- dýr í mínum huga,“ segir Ómar Páll brosandi. „Ég er ekki gæludýramaður en það er Dagný hins vegar.“ Búin að æla í 14 vikur Íbúðin þeirra er í raðhúsi á einni hæð í nýju hverfi út með Ölfusánni. Allt í kring er verið að byggja og athygli vekur tveggja hæða hús sem er að rísa skammt utan við stofu- gluggann. „Þegar við fluttum inn í fyrrasumar höfðum við útsýni hér til Eyrarbakka,“ segir Ómar sem er vanur víðáttu úr Þykkvabænum þar sem hann ólst upp við sveitastörf, einkum kartöflurækt. Dagný er frá Hellu og þau eru búin að vera par í rúm tíu ár. „Ómar var fimmtán og ég sextán þegar við byrjuðum saman. Ég var í Fjölbraut á Selfossi og hann í grunnskóla á Hellu,“ rifjar hún upp. „Við kynntumst náttúrlega í skóla og fótbolta á Hellu og vorum orðin skotin en ekki byrjuð sem kærustu- par. Það komst ekkert annað að en fótbolti hjá mér.“ „Það er svo sem enn þannig í dag,“ laumar Ómar inn. Hún kveðst hafa tilkynnt honum þegar þau byrjuðu saman að hann yrði bara að vera númer tvö og hann hefði gengið að því. En hvernig líkar henni þá þetta nýja líf, að vera orðin húsfreyja á Selfossi og eiga von á barni í júlí? „Viltu að ég sé hreinskilin? Mér finnst það mjög erfitt. Vinkonur mínar eiga börn og systkini okkar Ómars, mér fannst það bara nóg, ég ætlaði jú einhvern tíma að eignast barn – en ekki alveg strax. Svo segja allir við mig eftir að ég varð ólétt: „Ó, til hamingju, þetta er yndislegur tími, þú átt eftir að glansa,“ – og ég er búin að æla í fjórtán vikur. Hugsa á hverjum morgni: Hvenær kemur þessi yndislegi tími? Það sem heldur mér gangandi er að þrátt fyrir allt er ég með mikla orku og þarf hreyfingu og þó ég hafi ekki matarlyst hugsa ég: Ég verð að borða svo ég geti farið að æfa.“ Hún kveðst æfa fót- bolta tvisvar í viku með stelpunum í meistaraflokki Selfoss. Auk þess lyfti hún þrisvar í viku og reyni að hlaupa einu sinni í viku. Hversu langt fram eftir meðgöngunni er henni ráðlagt að halda þessu áfram? „Ljósmóðirin mín er mikið tengd inn í íþróttaheiminn og hún segir að um leið og ég finni einhver veikleika- merki í grindinni eigi ég að trappa mig niður. Auðvitað verð ég að vera skynsöm og á fótboltaæfingum sleppi ég tæklingum og spila öðru- vísi leik en venjulega. En mér finnst geggjað að geta spilað.“ Aðspurður kveðst Ómar ekki hafa teljandi áhyggjur af Dagnýju og fóstr- inu heldur treysti dómgreind hennar. „Hún hefur samt lent í að gera aðeins of mikið, meira en líkaminn segir henni að gera,“ bendir hann á og það viðurkennir hún hreinskilnislega. Dagný er atvinnumanneskja í fótbolta, síðustu árin hjá Portland í Bandaríkjunum og kveðst ekki hafa verið tilbúin til að koma alveg strax heim. „En þegar ég komst að því að ég væri ólétt sagði ég við Ómar: Þú verður að lofa að koma með mér út. Þannig að planið er að fara aftur út og hafa Ómar og barnið með. Ég veit enn ekki hvert. Kannski aftur til Port- land.“ Gaman í útivinnu og brasi Ómar starfar hjá RARIK og segir það eiga vel við hann. „Þetta er frábært framhald á því sem ég var vanur að gera í sveitinni, að vera úti í einhverju drullumalli og veseni. Ég hef gaman af því. Pabbi hennar Dagnýjar er hjá RARIK á Hvolsvelli og dró mig með sér í vinnuna í kringum jólin 2012. Nokkrum dögum seinna varð stór- tjón á línum í óveðri vestur á Snæ- fellsnesi, fjöldi staura brotnaði og við vorum viku í viðgerðum í snjó og erfiðum aðstæðum – ekta brasi. Haustið eftir fór ég að læra rafvirkj- un og útskrifaðist 2014 frá Tækni- skólanum. Er svo að bæta við mig rafiðnfræði og á einn áfanga eftir við Háskólann í Reykjavík. Þar næ ég í meistararéttindi.“ Ómar segir vinnu við háspennu- línur geta tekið í. „Ég finn alveg fyrir því að klifra upp í 10 til 20 staura á dag þó ég sé 25 ára og telji mig full- frískan, meðan helmingi eldri menn, sem hafa unnið við fagið í áratugi, blása ekki úr nös. Það er líka áskorun að fara í viðgerðir í hvaða veðri sem er en það á alveg við mig, að minnsta kosti þar til ég er orðinn illa þreytt- ur,“ segir hann og kveðst ekki loft- hræddur. „En við strákarnir segjum stundum að við séum fallhræddir.“ Nú vil ég vita meira um sam- bandið. Hvenær sáust þau fyrst? Dagný lítur á Ómar. „Má ég segja? Við mættum á fótboltaæfingu á Hellu, hann líklega sex ára og ég sjö og hann var alveg að drepast úr feimni. Mamma hans var með honum og sagði: „Þarna er Dagný, þú þekkir hana nú.“ Þetta er fyrsta minning mín af honum.“ Hún kveðst yfirleitt hafa verið eina stelpan í fótboltanum á Hellu. Ómar er því spurður hvort hann hafi ekki lent í gríðarlegri samkeppni um hana. „Jú, en Dagný man ekkert eftir því. Hún var bara venjuleg fótbolta- stelpa – eða eiginlega fótbolta- strákur,“ svarar hann. „Já, mér fannst ég bara ein af strákunum,“ viður- kennir hún. „Var ber að ofan alveg þangað til í sjöunda bekk.“ Rökræður yfir hafið erfiðar Áður fyrr voru það karlmennirnir sem sigldu og konur sátu heima í festum árum saman. Nú hefur Dagný dvalið mikið erlendis undanfarin ár en Ómar þurft að taka á þolinmæð- inni. Hann kveðst samt hafa reynt að heimsækja hana þegar úrslitaleikir voru, hún að útskrifast úr háskólan- um eða eitthvað annað stórt var um að vera. Einn veturinn hafi hann líka verið hjá henni í sex mánuði. „Það hafði enginn trú á að sambandið myndi endast – og við á þessum aldri. Auðvitað koma upp árekstrar þegar fólk er svona aðskilið mánuðum og árum saman en einhvern veginn Finnst alltaf gaman saman Eftir tíu ára fjarbúð hafa Dagný Brynjarsdóttir fótboltastjarna og Ómar Páll Sigurbjartsson rafvirki flutt í eigin íbúð á Selfossi og eiga von á erfingja í sumar. Hjá Dagnýju er gleðin blandin, enda er hún hrjáð af morgunógleði núna og ekki tilbúin að leggja skóna á hilluna en Ómar er nær því að upplifa drauminn um eðlilegt fjölskyldulíf. Margir héldu að sambandið mundi ekki þola fjarlægðina og tímamismuninn en annað hefur komið á daginn. Nú eiga þau Dagný og Ómar Páll von á sínu fyrsta barni. FRéttaBlaðið/EyþÓR Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Mér fannSt líka erfitt þegar vel gekk hjá henni að geta ekki verið á leiknuM og faðMað hana á eftir og fagnað Með henni Ómar ↣ 1 0 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 9 -C 6 7 8 1 F 2 9 -C 5 3 C 1 F 2 9 -C 4 0 0 1 F 2 9 -C 2 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.