Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Þeir eru helsti höfuðverkur þvottasnúrunnar. Sam-einaðir standa þeir – sundraðir þorna þeir. Sokkar. Svo erfitt er að sameina sokka í pör eftir þvott að
kenningar eru uppi um handanheim stakra sokka sem hafa
horfið með dularfullum hætti.
Við gefum sokkum sjaldan gaum. Það er kannski helst
þegar við eigum ekki hreint par að við veltum fyrir okkur
tilvist þeirra. En talið er að sokkar hafi fylgt manninum
lengst alls fatnaðar.
Sögu sokksins má rekja allt aftur til steinaldar. Forn-
leifar og hellamyndir benda til þess að 5000 árum f. Kr. hafi
forfeður okkar bundið skinn af dýrum um fætur sér í eins
konar sokka.
Fyrsta skriflega heimildin um sokka er kvæðið Verk og
dagar eftir gríska skáldið Hesíódos sem uppi var um 700 f.
Kr. Um er að ræða eins konar sjálfshjálpar-kveðskap þar
sem Hesíódos leggur samtíðarmönnum sínum lífsreglurn-
ar og hvetur þá meðal annars til að klæðast flíkinni „piloi“,
fléttuðum sokkum úr dýrahári, með sandölum sínum.
Elstu ullarsokkar sögunnar fundust við fornleifauppgröft
á Norður-Englandi við rústir rómverska virkisins Vindo-
landa. Parið er saumað úr ullarefni og er frá annarri öld e.
Kr. Ekki langt frá sokkunum fannst rómversk viðartafla,
eins konar sendibréf, þar sem hermaður biður fyrir kveðju
heim ásamt orðunum: „Sendið fleiri pör af sokkum.“
Bylting átti sér stað í sokkagerð árið 1589 þegar William
Lee, enskur klerkur, fann upp prjónavélina. Með henni var
hægt að prjóna sokka sex sinnum hraðar en í höndunum.
Fer tvennum sögum af því hvers vegna Lee smíðaði vélina.
Sumir segja að hann hafi viljað létta undir með ástkærri
eiginkonu sinni sem þurfti að prjóna sokka til að drýgja
heimilistekjurnar. Aðrir segja að hvati Lee hafi verið
gremja. Hann hafi átt ástkonu sem hafði svo mikla unun af
því að prjóna að hún hafði ekki tíma til að sinna honum.
Lee vildi koma áhugamáli hennar fyrir kattarnef.
Banvæn blaðra
En hvers vegna klæðumst við sokkum? Jú, auðvitað til að
halda á okkur hita. Það er þó ekki eina ástæðan. Í fótum
okkar eru 250.000 svitakirtlar. Fætur geta svitnað allt að
250 millilítrum af vökva á dag en sokkar hjálpa til við að
draga svitann í sig. Enn eru ástæðurnar þó ekki taldar.
Calvin Coolidge var yngri sonur þrítugasta forseta
Bandaríkjanna sem einnig hét Calvin Coolidge. Dag einn,
sumarið 1924, hirti Calvin yngri, þá sextán ára, ekki um að
klæða sig í sokka áður en hann hélt út í garð Hvíta hússins
til að leika tennis. En sokkar verja fætur okkar undan
núningi við skó. Ekki leið á löngu uns Calvin fékk blöðru
undan öðrum skóm sínum. Þetta var fyrir tíma sýklalyfja.
Sýking komst í blöðruna og dró meinið drenginn til dauða.
Íslenskir sokkar í skotgröfum
Árið 1915 gekk Gunnar Richardsson, nítján ára Íslending-
ur, í kanadíska herinn svo hann mætti berjast í fyrri heims-
styrjöldinni. Í bréfum til fjölskyldu sinnar heima á Íslandi
lýsir Gunnar vígstöðvunum sem ógnvekjandi stað, fullum
af „dauðum mönnum, hestum, múldýrum, brotnum
vögnum, byssum, rifflum, og fleiru“. Verst þótti honum
þó „regnið og forin“. „Skotgrafirnar eru upp fyrir hné í for
og vatni, hvergi staður til að setjast eða leggjast. Forin er
um allt, hvergi gras, allt landið tætt af sprengikúlum, stráð
dauðra manna búkum.“
Gunnar fékk stundum senda pakka að heiman með
alls kyns kræsingum og þörfum hlutum. Þakklátastur var
Gunnar fyrir „þann besta hlut sem við gátum óskað, þurra
sokka“. Hann sagði íslensku ullarsokkana miklu betri en
sokkana sem herinn skaffaði.
Vantar þig sokka?
Sokkar. Máttur þeirra er mikill. Og enn geta sokkar
bjargað mannslífum.
Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak
Krabbameins félagsins tileinkað baráttunni gegn krabba-
meini í körlum. Krabbameinsfélagið selur nú sérdeilis
glæsilega sokka til styrktar baráttunni gegn krabbameini í
blöðruhálskirtli. Þeir sem vilja leggja átakinu lið – eða eiga
ekki lengur samstæða sokka – geta keypt sér par á slóðinni
www.mottumars.is.
Sokkar sem bjarga mannslífumÞar myndi strax muna
miklu ef
stærsti
vinnustaður
landsins,
Landspítal-
inn, flyttist í
austurborg-
ina.
Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er við-kvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni
umferðaræða.
Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir
umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunar-
vandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenn-
ingssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir
heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja.
Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðis-
yfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni.
Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að
sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri
heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum
meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það
mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að
börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti
ferðast eitt í sínum einkabíl.
Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og
nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa,
mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðn-
aðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er
að eitthvað þarf að gera í málinu.
Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar
eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl,
heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu
borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og
vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að
gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira
máli en bílar.
Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan
lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til
að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt.
Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu
boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til
að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir
heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafn-
vel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt.
Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn.
Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu
góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi
stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgar-
línu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin.
Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í
kjölfarið.
Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna
nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina.
Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum
betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef
stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist
í austurborgina. Til dæmis að Keldum.
Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandan-
um, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin
er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið
til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal
annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg
eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji
og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf.
Þjóðarskömm
Hönnun&Merkingar
1 0 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
9
-9
0
2
8
1
F
2
9
-8
E
E
C
1
F
2
9
-8
D
B
0
1
F
2
9
-8
C
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K