Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 20
IÐNFYRIRTÆKI
TIL SÖLU
Rótgróið iðn- og þjónustufyrirtæki með 35 ára
sögu er nú til sölu.
Um er að ræða skerpingarverkstæði og rekstur
verslunar í Kópavogi. Fyrirtækið vinnur fyrir álver
og stærstu trésmíðaverkstæði landsins og hefur
leiðandi stöðu á sínu sviði. Góð vaxtartækifæri.
Rekstur fyrirtækisins er nú til sölu ásamt stórum
vélasal. Ársvelta um 45 milljónir króna og hjá
fyrirtækinu starfa tveir starfsmenn.
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 840-3425.
1 0 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r20 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð
HanDBoLti Það verða Fram og ÍBV
sem eigast við í úrslitaleik Coca
Cola-bikars karla í handbolta í dag.
Seinni undanúrslitaleikurinn,
milli Selfoss og Fram, var afar
sveiflukenndur og frábær skemmt-
un. Selfyssingar leiddu með þremur
mörkum í hálfleik, 15-12. Í seinni
hálfleik vaknaði hinn 17 ára gamli
Viktor Gísli Hallgrímsson til lífsins
í marki Fram. Með hann í miklum
ham milli stanganna náðu Framm-
arar yfirhöndinni og komust mest
þremur mörkum yfir, 19-22.
Selfoss lagði ekki árar í bát, skor-
aði fjögur af síðustu fimm mörkum
leiksins og tryggði sér framlengingu.
Framlengingin var jöfn og aldrei
munaði meira en einu marki á lið-
unum. Selfyssingar fengu tvö tæki-
færi til að tryggja sér sigurinn í loka-
sókninni en Viktor Gísli varði bæði
skot þeirra.
Í vítakeppninni nýtti Fram öll sín
víti en Teitur Örn Einarsson skaut í
stöng úr öðru víti Selfoss sem reynd-
ist dýrkeypt. Fram fagnaði sigri,
31-32.
Ótrúlegur viðsnúningur
Haukar voru lengst af með frum-
kvæðið gegn ÍBV og þegar 16
mínútur voru eftir kom Heimir
Óli Heimisson Hafnfirðingum
fjórum mörkum yfir, 20-16.
Þá sögðu Eyjamenn hingað og ekki
lengra, skoruðu níu mörk gegn
engu og náðu fimm marka forskoti,
20-25.
Haukar áttu ágætis áhlaup á loka-
mínútunum en tíminn var of naum-
ur og ÍBV fagnaði tveggja marka
sigri, 25-27. Aron Rafn Eðvarðsson
lagði grunninn að sigrinum með frá-
bærri markvörslu í seinni hálfleik.
ÍBV getur bætt þriðja bikartitlinum
í safnið í dag. ingvithor@frettabladid.is
sport
GoLF Valdís Þóra Jónsdóttir,
atvinnukylfingur úr GL, er í topp-
baráttunni fyrir lokahringinn á
Investec-mótinu í Suður-Afríku en
mótið er hluti af LET-mótaröðinni,
þeirri sterkustu í Evrópu.
Valdís fékk fimm fugla og tvo
skolla í gær en það kom henni undir
parið þegar einn hringur er eftir.
Eins og á síðasta móti er átjánda
hola vallarins að reynast Valdísi
erfið en hún hefur leikið hana á
þremur höggum yfir pari og hinar
holur vallarins á fjórum undir eftir
tvo hringi. – kpt
Valdís Þóra í
toppbaráttu
Valdís Þóra á toppi Table fjallsins í
S-Afríku. Mynd/LET/TriSTAn JonES
FótBoLti Þrítugasta umferð ensku
úrvalsdeildarinnar hefst með stór-
leik Manchester United og Liver-
pool á Old Trafford klukkan 12.30
í dag. United situr í 2. sæti deildar-
innar og Liverpool í því þriðja en
aðeins tvö stig skilja liðin að. Með
sigri í dag fer Rauði herinn því upp
í 2. sætið.
Síðan José Mourinho tók við Uni-
ted hefur liðið gert jafntefli í öllum
þremur leikjunum gegn Liverpool.
Portúgalinn fékk mikla gagnrýni
fyrir varfærna nálgun í fyrri leik
liðanna á þessu tímabili sem endaði
með markalausu jafntefli. – iþs
Fjendur mætast
á Old Trafford
Stjórar liðanna, José Mourinho og
Jürgen Klopp. nordicphoToS/GETTy
FrjáLsar íþróttir Flest af okkar
fremsta frjálsíþróttafólki tekur þátt
í bikarkeppni FRÍ í Kaplakrika í dag.
Sjö lið eru skráð til leiks í kvenna-
flokki og átta í karlaflokki. ÍR varð
hlutskarpast í fyrra, í ka r l a -
og kvennaflokki.
Meðal þeirra sem
taka þátt í dag er Arna
Stefanía Guðmunds-
dóttir sem hefur
byrjað árið frábær-
lega og sankað að
sér gullverðlaun-
um. Arna kepp-
ir í 800 metra
hlaupi. Aníta
H i n r i k s d ó t t i r
keppir í 1500
metra hlaupi en
hún setti Íslands-
met í greininni í
síðasta mánuði.
- iþs
Bikarkeppnin í
Kaplakrika
Ævintýri Fram
heldur áfram
Fram og ÍBV mætast í úrslitaleik Coca Cola-bikars
karla. Fram vann Selfoss í vítakastkeppni en ÍBV bar
sigurorð af Haukum eftir magnaðan endasprett.
Undanúrslit karla
Haukar 25-27 íBV
(13-11)
haukar: Hákon Daði Styrmis-
son 5/3, Daníel Ingason 5/1, Atli
Már Báruson 4, Adam Haukur
Baumruk 4, Heimir Óli Heimisson
2, Halldór Ingi Jónasson 2, Leon-
harð Þorgeir Harðarson 2, Jón
Þorbjörn Jóhannsson 1.
ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 8,
Róbert Aron Hostert 5, Grétar Þór
Eyþórsson 4, Agnar Smári Jóns-
son 3, Kári Kristján Kristjánsson
3, Sigurbergur Sveinsson 2, Andri
Heimir Friðriksson 1, Friðrik Hólm
Jónsson 1.
Undanúrslit karla
selfoss 31-32 Fram
(15-12)
Selfoss: Teitur Örn Einarsson
8/2, Elvar Örn Jónsson 6/1, Atli
Ævar Ingólfsson 6/1, Árni Steinn
Steinþórsson 5/1, Einar Sverrisson
2, Haukur Þrastarson 2/1, Richard
Sæþór Sigurðsson 1, Sverrir Páls-
son 1.
Fram: Matthías Daðason 8/5, Valdi-
mar Sigurðsson 7, Þorsteinn Gauti
Hjálmarsson 7/1, Arnar Birkir Hálf-
dánsson 4/1, Andri Þór Helgason
3/1, Þorgrímur Smári Ólafsson 2/1,
Svanur Páll Vilhjálmsson 1.
Leikmenn Fram fagna sigrinum á Selfyssingum og sætinu í úrslitaleik coca cola-bikars karla þar sem þeir mæta Eyjamönnum í dag. FréTTABLAðið/EyÞÓr
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
9
-A
3
E
8
1
F
2
9
-A
2
A
C
1
F
2
9
-A
1
7
0
1
F
2
9
-A
0
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K