Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 77
Penne pasta með kjúkling og chorizo pylsu.
Það tekur aðeins fimmtán mínútur að útbúa þennan góða pastarétt sem er uppá-
hald margra. Í uppskriftinni er
notað penne pasta en það má
auðvitað nota það sem manni
finnst best. Uppskriftin miðast
við tvo.
300 g kjúklingur, skorinn í bita
1 haus spergilkál, tekinn í
sundur
80 g chorizopylsa, skorin í bita
1 laukur, smátt skorinn
Olía til steikingar
1 dl vatn
2 dl rjómi
1,5 tsk. cayennepipar
Salt og pipar
Hökkuð steinselja
Parmesanostur
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á
pakkanum. Setjið olíu á pönnu og
steikið chorizopylsuna í 2-3 mín-
útur. Takið þá af pönnunni en
haldið olíunni sem hefur mikið
bragð af pylsunni. Steikið lauk og
kjúkling. Hellið vatni á pönn-
una og bætið spergilkálinu út í.
Loks er rjómanum bætt við og
allt látið sjóða. Bragðbætið með
kryddinu. Setjið chorizo aftur út
í og blandið pastanu saman við.
Rífið parmesan ost yfir í lokin og
skreytið með steinselju.
Kjúklingapasta með chorizo
Gott kartöflusalat lyftir meðalmat upp í hæstu hæðir. Það þarf ekki að vera
flókið eða innihalda mörg hráefni.
Hér er einföld uppskrift að góðu
kartöflusalati fyrir helgina.
Fyrir 8
1,4 kg rauðar kartöflur, vel
hreinsaðar og skornar niður í jafna
teninga
1½ msk. salt
½ bolli ólífuolía
2 msk. rauðvínsedik
1½ msk. sítrónusafi
1 msk. dijonsinnep
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
½ tsk. svartur pipar
⅓ bolli fínt söxuð steinselja
2½ msk. saxaður graslaukur (eða
basilíka, dill eða rósmarín)
1 msk. saxað ferskt timían
Setjið vatn í pott og 1 msk. af salti.
Sjóðið kartöflurnar í vatninu þar
til þær eru tilbúnar. Passið þó að
sjóða ekki of lengi. Hellið vatninu
af og látið kartöflurnar kólna í um
tíu mín. Á meðan kartöflur eru
soðnar skal blanda saman í skál
olíunni, rauðvínsedikinu, sítrónu-
safanum, sinnepinu, hvítlauknum,
piparnum og kryddjurtum. Setjið
½ msk. af salti út í og látið standa.
Setjið að lokum kartöflur út í og
hrærið varlega saman. Berið fram
volgt eða kalt.
Ljúffengt
kartöflusalat
Danshópurinn Les Coquettes sýnir á
hátíðinni Únglingurinn í Reykjavík.
Únglingurinn í
Reykjavík
Únglingurinn í Reykjavík er fjögurra
daga dans- og sviðslistadagskrá sem
hófst 5. mars og stendur til 17. mars.
Dagskráin er troðfull af spennandi
viðburðum og nú um helgina er
ýmislegt á döfinni. Listmundur er
listaþjóðfundur sem stendur yfir í
Norræna húsinu frá 10 til 15 í dag
þar sem rætt verður um möguleika
listarinnar til breytinga, á okkur
sjálfum, hverju öðru og samfélaginu
í kringum okkur. Í ár munu Ása
Hjörleifsdóttir, Hugleikur Dagsson,
Korkimon og Króli taka þátt í
Listmundi. Milli 17 og 18 verður svo
hlustunarpartí í Kúlunni í Þjóðleik-
húsinu. Á morgun, sunnu dag, má
svo nefna hönnunarstofu í Hafnar-
húsinu klukkan eitt og danssýning-
arnar Les Coquettes og Allar mínar
systur sem einnig verða í Hafnarhús-
inu. Nánari upplýsingar og dagskrá
Únglingsins má nálgast á heimasíðu
Reykjavik Dance Festival og Úng -
lingurinn í Reykjavík á Facebook.
Veitingarekstur
Til leigu stórglæsilegur fullbúinn veitingastaður
ásamt glæsilegum veislusal. Húsnæðið skiptist
í veitingastað og veislusal sem er einnig hægt
að nota saman ásamt fullbúnu keyrslueldhúsi og
veislueldhúsi. Húsnæðið er virkilega vel innréttað
og hefur hvergi verið til sparað.
Sýningar
Leitum að aðilum sem hafa áhuga á að setja
upp sýningar fyrir ferðamenn í reiðhöllinni við
Fákasel Ingólfshvoli allt að fjórar sýningar á
dag.
Verslun
Erum með verslunarpláss sem hentar
fyrir verslun með vörur fyrir ferðamenn.
Hestaleiga
Erum með til leigu hesthús ásamt beitarhólfum
undir rekstur hestaleigu og reiðskóla.
Frábærar reiðleiðir eru til staðar ásamt afnotum
af glæsilegri reiðhöll skv. samkomulagi.
Einnig er hægt að tengja hestaleiguna við
uppsetningu á hestasýningum fyrir ferðamenn
í reiðhölinni á staðnum.
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir
á netfangið andres@fakasel.is
eða hafið samband í síma
7720202 Andrés
Fákasel / Ingólfshvoll
Ferðaþjónusta sem skiptist í veitingastað,
hestasýningar fyrir ferðamenn, hestaleigu,
gistiþjónustu, útleigu á reiðhöll fyrir
sýningar, kennslu og námskeið.
Á Ingólfshvoli er veitingastaður, reiðhöll
með áhorfendastúku fyrir 800 manns,
hesthús fyrir 104 hesta, tamningastöð,
íbúðir og áform um uppbyggingu á
gistiaðstöðu. Aðilar sem koma að rekstri
munu vinna saman að verkefninu í heild
ásamt markaðssetningu.
Eigendur er tilbúnir að vinna að
uppbyggingu í samstarfi við rekstraraðila.
Fákasel Ingólfshvoll Ölfusi
Til leigu
Veitingarekstur - Hestaleiga - Hestasýningar - Verslun
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 1 0 . M A R S 2 0 1 8
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
9
-F
7
D
8
1
F
2
9
-F
6
9
C
1
F
2
9
-F
5
6
0
1
F
2
9
-F
4
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K