Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 38
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 |
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 ,
Hafi einhver efast um að Martin Hermannsson væri nýr leiðtogi íslenska karla-
landsliðsins í körfubolta staðfestist
það heldur betur í síðustu tveimur
leikjum liðsins í lok febrúar. Martin
átti stórleik gegn Finnlandi og Tékk-
landi og leiðir íslenska liðið í bæði
stigaskorun og stoðsendingum í
undankeppninni fyrir HM í körfu-
bolta sem haldin verður í Kína
2019. Eftir þessa tvo sætu sigra er
íslenska liðið komið í annað sæti
riðilsins og á góða möguleika á að
komast í aðra umferð riðlakeppn-
innar sem hefst í september.
Martin leikur með Champagne
Châlons-Reims Basket í frönsku Pro
A deildinni og hefur leikið afar vel
í vetur og m.a. vakið athygli stærri
klúbba í Evrópu. En það er ekki bara
innan vallar sem góðir hlutir gerast.
Fyrr í þessum mánuði kynntu
hann og unnusta hans, Anna María
Bjarnadóttir, að þau ættu von á sínu
fyrsta barni sem fæðist um mitt
sumar. Það er því óhætt að segja að
árið 2018 verði annasamt og eftir-
minnilegt ár hjá Martin.
Mikill léttir
Hann segir sigrana tvo í febrúar
hafa verið risastóra á alla vegu. „Það
er búið að liggja þungt á okkur að
skila sigri í hús og ekki var verra
að gera það á móti svona sterkum
þjóðum fyrir framan stuðnings-
menn okkar. Þetta léttir helling á
okkur en aftur á móti þurfum við
að vera fljótir niður á jörðina því
leikurinn við Búlgaríu í júní er léttur
úrslitaleikur fyrir framhaldið.“
Tímabilið í Frakklandi er langt
og strangt að sögn Martins og því
hafi verið kærkomið að brjóta það
aðeins upp með landsleikjunum
tveimur. „Mér leið mjög vel eftir
þessa leiki og vildi helst ekki fara
aftur til Frakklands heldur bara
halda áfram að spila með strák-
unum. Ég er mjög bjartsýnn á fram-
haldið hjá landsliðinu. Auðvitað
verður mikill missir að Jóni Arnóri,
Hlyni, Jakobi og Loga. Þeir eru búnir
að vera klettarnir í liðinu í langan
tíma og fyrirmyndir okkar yngri
leikmannanna. En ég er mjög þakk-
látur fyrir að hafa komið ungur inn
í landsliðið og náð öllum þessum
árum með þeim því þeir hafa
kennt mér mjög mikið. En á sama
tíma eigum við mikið af góðum og
efnilegum leikmönnum sem eiga
vonandi eftir að passa vel inn í
þennan kjarna sem þegar er farinn
að myndast.“
Finnur fyrir athygli
Martin hefur spilað vel í vetur með
liði sínu. Hann segist þó alltaf vilja
gera betur og bæta sig enn frekar
enda setur hann sjálfur mestu
pressuna á sig að eigin sögn. „Ég
gleymi samt oft að ég er bara 23 ára
og spila á móti mönnum sem hafa
verið í þessu í mörg ár og spilað
um allan heim. Deildin er mjög
sterk en fimm Bandaríkjamenn
mega spila með hverju liði. Að vera
svona ungur og stýra liði í þessari
deild er sjaldgæft og ég á margt eftir
Jón Arnór Stefánsson (nr. 9) og Martin faðmast eftir Tékkaleikinn. Kynslóða-
skipti eru að verða í landsliðinu og mun Martin taka við kyndlinum. Það er strákur! Fyrsta barn Martins
og Önnu Maríu fæðist í sumar.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
„Markmið mitt
hefur alltaf verið
að komast í eitt
af bestu liðum í
Evrópu og spila
í Euroleague og
stefnan er að
vera kominn
þangað innan
þriggja ára,“
segir Martin sem
er hér með unn-
ustu sinni, Önnu
Maríu Bjarna-
dóttur.
ólært. En mér finnst ég vera að bæta
mig og þá sérstaklega líkamlega
og varnarlega og það er það sem
skiptir mestu máli.“
Góður leikur Martins með félags-
liði sínu og landsliði hefur vakið
athygli víða og hann finnur fyrir
henni. „Ég hef alveg fundið fyrir
athyglinni, sérstaklega á þessu ári.
En þetta er harður heimur og hlut-
irnir geta breyst fljótt. En ef maður
heldur bara áfram að gera sitt besta
og leggja hart að sér, þá gerast góðir
hlutir. Markmiðið mitt hefur alltaf
verið að komast í eitt af bestu liðum
í Evrópu og spila í Euroleague og
stefnan er að vera kominn þangað
innan þriggja ára. NBA er svo auð-
vitað draumur allra körfubolta-
manna en ég hugsa lítið um það.
Ef tækifærið kemur, þá kemur það
bara.“
Dýrmæt reynsla
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Martin
tvisvar tekið þátt í Evrópumótinu
í körfubolta (Eurobasket), fyrst
í Berlín árið 2015 og svo aftur í
Helsinki tveimur árum síðar. „Það
eru auðvitað algjör forréttindi að
vera 23 ára Íslendingur og hafa farið
tvisvar á Eurobasket. Ég grínast oft
með það að ég þekki ekkert annað
og skilji ekki af hverju eldri leik-
menn voru ekki löngu búnir að gera
það. Þessi tvö mót hafa mótað mig
mikið sem leikmann og hjálpað
mér að sjá hvar ég stend á móti
þeim bestu í Evrópu og heiminum.
Þau fara bæði djúpt í reynslubank-
ann og eiga vonandi eftir að koma
að góðum notum í framtíðinni.“
Á Eurobasket hefur Martin leikið
gegn mörgum af bestu leikmönnum
Evrópu. „Það er erfitt að gera upp á
milli þeirra leikmanna sem ég hef
spilað gegn en þeir sem standa helst
upp úr eru t.d. Nowitzki, Dragic
og Pau Gasol. Svo held ég að Luka
Doncic verði það seinna meir en
hann verður líklega valinn fyrstur
í nýliðavali NBA-deildarinnar á
næsta ári.“
Aldrei einmana
Hann segir lífið í Frakklandi vera
mjög gott og nú þegar styttist í vorið
verður hægt að verja enn meiri tíma
úti við. „Ég er svo heppinn að hafa
kærustuna mína hérna hjá mér og
því er ég aldrei einmana. Á síðasta
ári voru leikdagar á föstudögum
og þá fengum við frí um helgar. Þá
vorum við dugleg að heimsækja
París í helgarfríinu og einnig Brussel
og Lúxemborg sem voru í tveggja
tíma fjarlægð. Á þessu tímabili
spilum við á laugardögum og því
eru ekki eins margir frídagar. Við
fáum þó margar heimsóknir og
nánast allar helgar eru uppbókaðar
hjá okkur. En annars venst Frakk-
land bara vel en tungumálið er
reyndar önnur saga.“
Æðisleg tilfinning
Í upphafi þessa mánaðar tilkynntu
Martin og Anna María að þau ættu
von á sínu fyrsta barni og segir
Martin tilfinninguna vera æðislega.
„Þessi spenningur sem ég er að upp-
lifa núna toppar alla aðra spennu
sem ég hef upplifað í gegnum tíðina.
Pabbi var 22 ára þegar hann átti
mig og mamma 24 ára og því hefur
planið alltaf verið að verða ungur
pabbi. Það eru forréttindi að eiga
svona unga foreldra sem eiga sömu
áhugamál og maður sjálfur og eru
fyrirmyndir manns í lífinu. Ég veit
hversu mikilvægt það er að eiga gott
bakland og tek fullt af því sem þau
hafa kennt mér inn í þetta nýja hlut-
verk. Ef þetta verður körfubolta-
eða fótboltagaur kem ég sterkur
inn. Ef þetta verður handbolta-
maður er mamma hans algjörlega á
heimavelli.“
HEIMILI OG SKÓLI
ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL
FORELDRAVERÐLAUNA 2018
Tilnefningar sendist með því að fylla út rafrænt
eyðublað á heimiliogskoli.is. Hægt er að tilnefna
til Foreldraverðlauna en einnig má tilnefna
dugnaðarfork Heimilis og skóla. Síðasti skiladagur
tilnefninga er 10. apríl 2018.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
9
-F
C
C
8
1
F
2
9
-F
B
8
C
1
F
2
9
-F
A
5
0
1
F
2
9
-F
9
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K