Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 4
4 28. mars 2018fréttir
Það er staðreynd að …
Hjólað á mölinni!
S
varthöfði skellti sér út að
hjóla í tilefni af snjóleysi
síðustu vikna. Kosningar í
Reykjavík nálgast óðfluga
og rúmlega helmingur af flokk-
unum 12 sem ætla að bjóða fram
vilja að borgarbúar hjóli í stað þess
að keyra. Ljósin á hjólinu virk-
uðu, keðjurnar á hjólinu voru vel
smurðar og eins og allir vita er
Svarthöfði alltaf með hjálm, því
stefndi allt í ánægjulegan hjólatúr
um Reykjavík.
Þegar Svarthöfði var að njóta
þess að svífa framhjá umferðinni á
Grensásvegi rann hjólið í mölinni
með þeim afleiðingum að undirrit-
aður datt af hjólinu og meiddist þó
nokkuð. Leiðin lá á slysadeildina
þar sem þreyttir og fátækir heil-
brigðisstarfsmenn sáu um að gera
að sárunum. Talið barst að orsök-
um óhappsins og sagði þá þreytta
og fátæka hjúkkan við Svarthöfða
að hann væri sá þriðji á nokkrum
dögum sem hefði runnið á hjóli í
mölinni sem hylur hjólastíga borg-
arinnar. Tveir strákar hefðu brotið
bein eftir að hafa dottið af hjóli í
mölinni.
Nú er Svarthöfði þannig gerður
að honum finnst að ábyrgðin eigi
ávallt að vera á herðum hæstráð-
anda. Þannig mun Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri vera ábyrgur
fyrir skólpinu sem lak í fyrrasumar
og var nánast búið að gera út af við
sjósund í Faxaflóa. Dagur er einnig
ábyrgur fyrir Orkuveitu Reykjavík-
ur, Svarthöfði viðurkennir reynd-
ar að hann viti lítið um það batterí
allt en það er örugglega eitthvað
spillt. Þannig er Dagur borgarstjóri
ábyrgur fyrir því að tveir strákar
séu búnir að brjóta á sér fæturna.
Það er algjörlega galið að
borgar stjóri sé að fótbrjóta ung-
menni eins og enginn sé morgun-
dagurinn. Þótt vissulega hafi Dag-
ur verið að reyna að sleppa því að
fótbrjóta unga sem aldna með því
að sanda göturnar þegar það er ís-
ing og snjór þá er hann klárlega að
reyna að fótbrjóta ungmenni með
því að gleyma að sópa burtu sand-
inum þegar það vorar.
Annars er margt furðulegt
við þetta ástarsamband borg-
armeirihlutans við hjólreiðar. Það
eru alltaf til peningar til að leggja
hjólastíga, byggja brýr og þrengja
götur en það er ekki hægt að halda
þeim við. Það er hægt að sanda
en ekki hægt að moka sandinum
burt. Ungmenni eiga að hjóla með
hjálm en þau mega ekki fá ókeypis
hjálm í skólanum því börnin gætu
farið að hugsa hlýlega til einhvers
skipafyrirtækis. Svo vill borgar-
stjóri að allir fari út að hjóla en
stundar það að fótbrjóta ung-
menni. n
BuBBi
falinn
„Og veturinn er eins og
dauður tittlingur, kald-
ur og tómur,“ sagði Bubbi
Morthens á Twitter í byrj-
un vikunnar. Eins og áður
var andlit Bubba falið á síð-
um DV í síðustu viku. Í þetta
skiptið var Bubbi falinn á
bls. 53 í blaðinu. Óvenju fáar
lausnir bárust sem bendir til
þess að útsmoginn felustað-
urinn hafi reynst lesendum
erfiður. Hafdís Hallgríms-
dóttir var dregin út í þetta
skipti og hlýtur gjafabréf
á veitingastað að launum.
Ásjóna Bubba er síðan að
sjálfsögðu falin í þessu tölu-
blaði. Lesendur sem hafa
uppi á goðinu geta sent
lausnir í netfangið bubbi@
dv.is. Dvinnings-
hafinn gjafabréf
á veitingastað.
Finndu
Bubba í
blaðinu
Það eru fleiri tré á jörðinni en stjörnur í
vetrarbrautinni
Það er bara eitt land á milli Finnlands og
Norður-Kóreu
Allt að 90% kóalabjarna eru
klamedíusmituð
Að í könnun
árið 2008
töldu 58%
ungra Breta
að Sherlock
Holmes hafi
verið til í
alvörunni
Það tekur
eitt og hálft
til þrjú ár að
rækta einn
ananas
Svarthöfði
inga Sæland leigir 148 fermetra íbúð frá
Öryrkjabandalaginu á 110 þúsund krónur
i
nga Sæland, formaður Fólks
flokksins, býr í fallegri fjögurra
herbergja íbúð við Maríubaug
í Grafarvogi. Íbúðin er 120 fer-
metrar að stærð auk þess sem bíl-
skúr fylgir eigninni. Heildarstærð
eignarinnar er því 148 fermetrar.
Inga leigir íbúðina af Öryrkja-
bandalaginu en hún er lögblind
og var á örorkubótum áður en hún
fleytti flokki sínum inn á þing.
Inga hefur búið í íbúðinni í rúm
sjö ár eða frá því í febrúar 2011.
Leigan var upphaflega 74.304
krónur, samkvæmt þinglýstum
leigusamningi, en hækkaði í 95
þúsund krónur þann 1. febrúar
2012. Síðan þá hefur leigan hækk-
að í takt við vísitölu neysluverðs
sem þýðir að heildarleigan, sem
Inga greiðir í dag, er um 110 þús-
und krónur. Gera má ráð fyrir því
að sambærileg eign væri leigð á
um þreföldu því verði á almenn-
um markaði.
Með 1,7 milljónir í laun á mánuði
Launaumslag Ingu hefur bólgnað
hratt út eftir að hún varð þing-
maður. Auk þingfararkaups upp á
1.101.194 krónur fær hún rúmlega
500 þúsund króna álag vegna þess
að hún er formaður stjórnmála-
flokks. Mánaðarlaun hennar eru
því um 1.651.791 króna á mánuði
að viðbættum föstum starfskostn-
aði upp á 70.000 krónur á mánuði.
DV sendi fyrirspurn á Ingu og
spurði hvort stjórnmálaleiðtog-
inn hefði íhugað að rýma til fyrir
öðrum sem væru í verri stöðu og
fara út á almennan leigumarkað.
Til vara var spurt hvort hún hefði
íhugað að flytja í minni íbúð hjá
Öryrkjabandalaginu enda býr Inga
ein í íbúðinni ásamt sambýlis-
manni sínum, Óla Má Guðmunds-
syni. Svör við þessum spurningum
höfðu ekki borist þegar blaðið fór
í prentun.
Á dögunum fékk DV ábendingu
um að Inga, sem er skráð sem
annar af tveimur prókúruhöfum
Flokks fólksins, hefði ráðið son
sinn í launað starf sem skrifstofu-
stjóri flokksins. Aðskilinni fyrir-
spurn DV svaraði Inga á þá leið
að það væri alrangt. Sonur hennar
væri ekki búinn að fá eina einustu
krónu í laun frá Flokki fólksins.
„Nei, við vorum ekki að ráða neinn
skrifstofustjóra,“ sagði Inga. Hún
sagði að ábending sem barst DV
hefði mögulega komið frá skrif-
stofustjóra flokksins. „Það hef-
ur kannski verið skrifstofustjór-
inn sem sagði það, vegna þess að
hann móðgaðist svo við að sonur
minn væri að aðstoða okkur í sér-
verkefni varðandi netið. Við erum
ekkert voðalega góð á netinu en
hann er ekki búinn að fá eina ein-
ustu krónu í laun frá Flokki fólks-
ins. Þetta er bara öfund […]. Þetta
er bara út af því að hann er að
hjálpa okkur með heimasíðuna,“
sagði Inga. n
Inga Sæland -
Formaður Flokks
fólksins fær um
1,7 milljónir á
mánuði í laun.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is