Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 16
16 28. mars 2018fréttir Topcon X-22 2D vélastjórn fyrir belta-gröfur: • Útilokar óþarfan gröft • Fljótlegt í uppsetningu • Einfalt í notkun • Bjartur og skýr snertiskjár • Þráðlausir halla-skynjarar Verð aðeins 590.000 kr. + vsk. Topcon X-73i 3D vélastjórn fyrir belta-gröfur: • Þrívíddar gröfu-stjórnun • Skerið halla fljótt og vel • Jafnið lárétta eða þríviða fleti • Uppfæranlegur að öllu leiti • Eykur öryggi á vinnustað • Réttur halli kemur fram á ljósaröð auk viðvörunar-hljóðmerkis Verð frá 3.700.000 kr. + vsk. miðað við 4. skynjara. Eigum fyrirliggjandi á lager planlasera og móttakara í miklu úrvali. Verð frá 139.000 kr. + vsk. 5. ára ábyrgð á laserum. Tilboð í mars: Þrífótur og stika fylgja með öllum planlaserum. Topcon TP-L5G röralaserar. Grænn geisli. Verð aðeins 359.000 kr. + vsk. 5 ára ábyrgð á laserum. Hiper V Rover & FC-5000. Verð aðeins 1.950.000 kr. + vsk. Verkfæri ehf. Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur Sími: 544 4210 info@verkfaeriehf.is verkfaeriehf.is Í sland þarf að þola að hér verði stunduð skipulögð glæpastarf- semi, stórþjófnaðir, fjárkúgun, tölvuglæpir og jafnvel mann- rán, það er óhjákvæmilegur fylgi- fiskur Bitcoin-námuvinnslu seg- ir Bitcoin-milljónamæringurinn Erik Finman. Nú þegar eru tugir „Bitcoin-búgarða“ hér á landi, um er að ræða tölvur sem hafa það eina hlutverk að keyra forrit sem leysa reikningsdæmi sem greitt er fyrir með rafmyntinni Bitcoin. Ísland er hentugt fyrir slíka starf- semi þar sem rafmagn er ódýrt og hitastigið hér gerir að verkum að ekki er þörf á dýrri loftkælingu. Vonlaust að banna Finman líkir rafmyntar heiminum við Villta vestrið í viðtali við Euro- news. „Ég er alltaf að fá líflátshót- anir. Ég þarf alltaf að passa mig á mannræningjum og er því með öryggisverði til að tryggja öryggi mitt.“ Hann segir að það komi honum ekki á óvart að stærsti þjófnaður Íslandssögunnar, þegar 600 tölvum, að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna, var stolið úr gagnaveri í Reykjanesbæ, tengist Bitcoin. „Þetta líkist mjög Villta vestrinu, í Bitcoin-heiminum eru stundaðir stórþjófnaðir, tilraun- ir til að drepa fólk, fjárkúgun og tölvuinnbrot.“ Tilgangur þess að stela tölvum af „Bitcoin-búgarði“ er ekki að stela peningum heldur tölvunum sjálfum sem búa til peninga. Fin- man segir vonlaust fyrir stjórn- völd að berjast við Bitcoin. „Ef þú bannar þetta þá fjölgar einfald- lega glæpum og við förum að sjá meiri James Bond-takta í þessum heimi.“ Slapp við að fara í háskóla Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur Finman þegar grætt margar milljónir Banda- ríkjadala á Bitcoin. Þegar hann var 12 ára keypti hann 100 ein- ingar af Bitcoin fyrir 700 dollara sem hann fékk frá ömmu sinni. Hann veðjaði við foreldra sína að ef hann væri orðinn milljóna- mæringur fyrir 18 ára aldur þá slyppi hann við að fara í háskóla. Til að gera langa sögu stutta þá þurfti Finman ekki að fara í há- skóla. Finman er mjög umdeild og skrautleg persóna. Hann birtir reglulega myndir af sér á Instagram þar sem sportbíl- ar, peningar og byssur eru áber- andi. Hann var strax 16 ára byrj- aður að vekja athygli fjölmiðla sem kölluðu hann „Bitcoin- strákinn“. Hann segir svo auð- velt að græða peninga á Bitcoin að það sé fólki sjálfu að kenna ef það er ekki orðið milljónamær- ingar eftir tíu ár. n Fjárkúgun og mannrán n 19 ára milljónamæringur varar Íslendinga við n Glæpir fylgifiskur Bitcoin-námuvinnslu Ekki auðvelt að græða Breytingar á gengi rafmyntarinnar og munurinn á tölvum gerir að verkum að erfitt er að reikna út hversu mikið hægt er að græða á Bitcoin-námu- greftri. „Með einni tölvu með einni vél og þremur RX580-skjákortum er það kannski svona 300 dollarar,“ segir viðmælandi DV sem stundar Bitcoin-gröft hér landi. Um er að ræða tölvubúnað sem kostar rúmlega 300 þúsund krónur og miðað við gengi dagsins í dag myndi það því taka rúmlega 10 mánuði að greiða upp tölvubúnaðinn. Ari Brynjólfsson ari@dv.is „Þetta líkist mjög Villta vestrinu Bitcoin á Íslandi Vitað er um fjölmarga einstaklinga hér á landi sem eiga búnað til að grafa eftir Bitcoin. Kínverska fyrirtækið Bitmain er með gagnaver í Reykjanesbæ og til stendur að opna annað slíkt gagnaver á Blönduósi. Fyrr á þessu ári var svo fyrsti Bitcoin-hraðbankinn settur upp á Hlemmi Square-hótelinu. Bitcoin-strákurinn Finman hóf ferill sinn 12 ára eftir að hafa fengið 700 dollara frá ömmu sinni. Mynd InStAgrAM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.