Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Síða 19
28. mars 2018 fréttir 19
Maria verður fyrir fordóMuM
n Fædd á Filippseyjum en flutti til Íslands fjögurra ára n Heyrir kallað „ding dong“ á eftir sér
við tölum íslensku, við skiljum
ekki hvað þú ert að segja?“ En
maður verður bara svo hissa og vit
ekkert hvernig maður á að bregð-
ast við þessu? Mér fannst þá bara
fyndið að sjá fullorðinn karlmann
að láta eins og 5 ára.
Á þetta allt saman að þykja í
lagi? Rasismi er bara fáfræði og
heimska að mínu mati. Þú ferð
ekki að dæma heila þjóð út af
því þú lentir kannski í nokkrum
leiðinlegum útlendingum sem
áttu slæman dag. Íslendingar eru
mjög blönduð þjóð og því miður
gleymist það. Allir eru blandað-
ir, þú ert mjög líkleg/ur til þess að
vera með danskt, norskt, írskt eða
jafnvel tyrkneskt blóð í þér. Eins
með okkur Filippseyingana, við
erum líklegir til þess að vera með
bandarískt, kínverskt og spænskt
blóð í okkur. Og ef við myndum
taka Bandaríkjamenn til dæmis,
þeir eru búnir að blandast rosa-
lega gegnum aldirnar að ég skil
varla að það skuli vera rasismi í
gangi. Fáfræði, ekkert annað.“
„Mamma mín sagði að allar
taílenskar konur væru hórur“
Í tengslum við færsluna tók Maria
saman sögur nokkurra ungra
kvenna hér á landi sem hafa einnig
hafa upplifað fordóma vegna upp-
runa síns, eða vita um slík tilfelli.
Fyrsta sagan kemur frá stúlku
sem á breskan föður:
„Versta dæmið sem ég man þá
helst eftir er eflaust árið 2015 þegar
hann var að fá sér í glas heima hjá
sér og var með tónlist í gangi. Það
var hringt á lögregluna vegna þess
og þegar hún kom þangað og hann
neitaði að hleypa þeim inn eins og
við höfum öll rétt á að gera, þá var
hurðinni bara nánast sparkað upp
og hann laminn svo illa að hann
endaði upp á bráðamóttöku, með
brotin rifbein, innvortis blæðingar,
höfuðáverka og fleira.
Hann var á spítala í einhverjar
vikur og gerðist þetta meðal annars
stuttu eftir að það var ráðist á hann
á bar í nágrenninu þar sem hann
var einnig lagður inn á spítala í
margar vikur með mjög alvarlega
áverka þannig að hann var vart
búin að jafna sig þegar þetta ger-
ist. Pabbi minn er langveikur með
ýmsa sjúkdóma og því orðinn mjög
veikburða fyrir. Mestu fordómarn-
ir hafa í rauninni verið frá lögreglu
þessa lands.“
Saga 2:
„Eitt sinn var vinkona mín að af-
greiða mann. Hún heyrði ekki hvað
hann sagði því það var svo mikið
að gera og mikil læti, svo hún sagði
„ha?“ Þá spurði maðurinn hvort
hún kynni ekki íslensku og bað um
einhvern sem kynni íslensku. Vin-
konan svaraði honum og sagðist
kunna fullkomlega góða íslensku,
hún hefði bara ekki heyrt í honum
út af látunum.“
Saga 3:
„Þegar vinkona mín var nýflutt
til landsins vann hún sem þerna
á hóteli. Gömul kona sá hana og
sagði síðan við hana á ensku: „Þið
útlendingarnir eruð að taka alla
vinnuna frá okkur!“ Vinkona mín
svaraði henni á ensku: „Nú, viltu
vinnuna mína? Gjörðu svo vel!““
Saga 4:
„Þegar ég var í 3. bekk þá lagði
bekkjarsystir mín mig í einelti.
Það byrjaði smátt og smátt en var
aldrei neitt alvarlegt, en það var
eitt skipti sem ég man ennþá eft-
ir í dag. Ég var í frímínútum með
nokkrum krökkum að leika þegar
þessi stelpa kom að mér og spurði
hvort ég vildi frekar koma og leika
við hana. Ég sagði bara já og bauð
henni að vera með okkur. Hún
ákvað að rölta með mér aðeins
frá hópnum og spurði alls konar
spurninga, sumt skildi ég og sumt
ekki. Spurningar hljómuðu svona:
„Er mamma þin hóra?“ og Hvern-
ig kom hún til Íslands?“ Svo end-
aði hún á því að segja: „Mamma
mín sagði að allar taílenskar kon-
ur væru hórur“.
„Ég var bara krakki og skildi ekki
hvað orðið hóra þýddi þannig ég
sagði bara ekki neitt við hana. Mér
fannst það mjög skrítið því hún var
að hlæja að þessu og glotta skringi-
lega til mín en ég ákvað bíða með
það þangað til ég fór heim og
spyrja mömmu og pabba hvað
þetta allt þýddi. Ég man ennþá
hvað pabbi var reiður þegar hann
heyrði þetta, hann hringdi beint í
mömmu stelpurnar og sagði henni
frá þessu. Mamma reyndi að út-
skýra fyrir mér hvað hún meinti
með þessu og hvað þetta þýddi, ég
man bara hvað það var erfitt að
skilja en ég vissi að það þýddi eitt-
hvað vont, eitthvað sem er ekki já-
kvætt, og eitthvað sem er niðrandi.“
Saga 5:
„Vinkonur mínar og nokkrir strák-
ar sem ég þekki voru í Smára-
lind. Þau voru hjá anddyrinu að
spjalla saman á sínu tungumáli
(filippseysku). Þá kom maður og
spurði þau hvort þau töluðu ekki
íslensku, þau svöruðu játandi og
hann fór. Hann kom aftur stuttu
seinna og fór að kalla þau Kínverja
og rasista og sagði að þau hefðu
komið með svínaflensuna. Ekki
nóg með það heldur reyndi maður-
inn að fá strákana í slag. Þetta er
það besta sem ég hef lent í: „8 Kín-
verjar, komiði!“ Tek það fram að þá
voru flestir þarna undir 18 ára.“
Saga 6:
„Vinkona mín (sem er hálfur Ís-
lendingur og hálfur Filippseying-
ur) og kærastinn hennar voru að
rölta niðri í bæ þegar einhver mað-
ur sagði við þau upp úr þurru að
þau væru ljótt par. Hann spurði
hana hvort hún væri ekki Taí-
lendingur, og að kærastinn henn-
ar ætti að „stick with his own race“
af því að hann væri íslenskur. En
maðurinn sagði að lokum að hann
væri stoltur rasisti.“ n