Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Síða 23
28. mars 2018 fréttir 23 KYNNING Flestir eru farnir að nota einnota kaffivélar sem hella upp á einn bolla í einu á örskotsstund. Slíkar græjur spara fólki mikinn tíma en eru því miður langt frá því að vera umhverfis- vænar. Mikið rusl og óhófleg plastnotkun eru fylgifiskar einnota kaffivéla. Gamli góði uppáhellingurinn er nú aftur að sækja í sig veðrið og helstu ástæðurnar fyrir því eru nokkrar: Í fyrsta lagi er þessi gamla og góða aðferð mjög um- hverfisvæn. Í stað plasts- eða álúrgagns skilur kaffivélin bara eftir sig pappírssíu og kaffikorg. Pappírssían brotn- ar niður í náttúrunni og spillir ekki umhverfinu. Kaffikorgur- inn er afar um- hverfisvænn, sé honum sturtað niður um eld- húsvaskinn hreinsar hann lagnirnar. Ekki síðri kostur að geyma hann í frysti yfir vet- urinn og nota sem áburð á blómabeðin er vorar. Í öðru lagi hella nýmóðins kaffivél- ar upp á kaffi á örstuttum tíma. Russell Hobbs-vélarn- ar eru með úðakerfi þannig að vatnið fer jafnt yfir alla kaffihrúguna í síunni í stað þess að lenda bara í miðj- unni. Þannig nýtist kaffið afar vel og það þarf minna kaffi í lögunina en í eldri vélum. Í þriðja lagi eru kaffivélarn- ar frá Russell Hobbs afskap- lega fallegar og eru sannköll- uð prýði í eldhúsinu. Eins og myndirnar hér bera með sér eru þessar vélar til í nokkrum útlitsgerðum. Þær eru einnig til í ýmsum verðflokkum þar sem þær dýrustu eru stærstar og tilkomumestar í útliti. Það er hins vegar hægt að fá Russell Hobbs kaffivélar á 9.900 kr. Breska fyrirtækið Russell Hobbs hefur framleitt og selt heimilistæki í 60 ár og notið stöðugrar velgengni. Kaffivél- arnar frá Russell Hobbs eru frábær kostur fyrir þá sem vilja hella upp á gæðakaffi með góðri samvisku og eiga fallegan grip í eldhúsinu. Sjá nánar á heimkaup.is. RuSSEll HoBBS: Hellum upp á kaffi með góðri samvisku Boðagrandi 22-24 Eldri borgurum sagt upp leigusamningi: „Þetta er hefndaraðgerð“ Stóðu við sinn hluta Hann segir að Naustavör hafi að öllu leyti staðið við sinn hluta leigusamninga við íbúa og endurgreitt þeim leigutök­ um sem kröfðust endurgreiðslu í samræmi við dóminn. „Mánaðarleg greiðsla þessara aðila er nú lægri en annarra íbúa og að sama skapi sitja þeir nú við annað borð en yfirgnæf­ andi meirihluti leigjenda og fá jafnframt sömu þjónustu og samið var um í upphafi,“ segir Sigurður. Að hans sögn var ekki hægt að una við þetta ástand og því var ákveðið að segja upp leigu­ samningi fimmmenninganna enda uppsagnarákvæði í gild­ andi leigusamningi sem báðir aðilar geta nýtt sér. Eins og áður segir réðu sanngirnissjónarmið för. „Viðkomandi aðilar gerðu á sínum tíma leigusamning af fúsum og frjálsum vilja sem fólu í sér ákveðnar greiðslur fyrir veitta þjónustu. Þeir kusu síðan sjálfir að samþykkja ekki nauðsynlegar breytingar á skil­ málum leigusamnings svo að hægt væri að veita áfram óbreytt þjónustustig, sem er meðal annars hornsteinn þeirr­ ar hugmyndafræði sem býr að baki leiguíbúða Naustavarar á húsnæðismarkaði fyrir eldra fólk,“ segir Sigurður. Hann segir að þrátt fyrir óánægju þessara tilteknu einstaklinga þá séu í dag meira en þrjú hundruð manns á biðlista eftir íbúð hjá Naustavör. „Það er ekki síst vegna þeirrar þjónustu sem félagið veitir og langflestir af þeim hafa leitað til okkar vegna þess orðspors sem ánægðir leigutakar hafa skilið eftir sig,“ segir Sigurður. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.