Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 32
Hlaup 28. mars 2018KYNNINGARBLAÐ Arnar Pétursson er afar fjöl-hæfur íþróttamaður að upplagi. Hann var lengi að slíta sig frá körfubolta til að helga sig hlaupaíþróttinni og á hlaupaferlinum hefur hann keppt í afar fjölbreytt- um vegalengdum. Hann var frábær í spretthlaupum og millivegalengdum en í fyrsta maraþoninu sem hann keppti í lenti hann í öðru sæti Íslendinga. Síðar varð hann Íslandsmeistari í greininni. „Það er dálítið skondið að árið 2014 var ég Íslandsmeistari í 1.500 metrum innanhúss og á sama tíma varð ég líka Íslandsmeistari í maraþoni í Reykja- víkurmaraþoninu,“ segir Arnar en það flækti enn frekar fyrir honum valið á íþróttagrein að hann var góður í fót- bolta á unga aldri, ekki bara körfubolta. Arnar, sem er 27 ára í dag, byrj- aði seint að æfa langhlaup þar sem hann var í boltaíþróttunum fram eftir unglingsárunum. Hann segir hins vegar að það sé útbreiddur misskilningur á Íslandi að það sé eitthvað hættulegt fyrir unga krakka að æfa langhlaup, þeir séu margir hverjir hvort eða er að hlaupa langhlaup daglega í gegn- um aðrar íþróttagreinar: „Það hefur örugglega hjálpað mér á hlaupaferlin- um að hafa áður æft mikið körfubolta og fótbolta því þar hljóp ég auðvitað mikið. Tólf ára krakkar sem eru stund- um á tveimur íþróttaæfingum sama daginn hlaupa kannski allt að 10 kíló- metra þann dag. Það er engin ástæða til að vera hræddur við að krakkar hlaupi langt og það er fínt að byrja að æfa langhlaup ungur, margir krakkar hlaupa langhlaup óbeint í gegnum aðrar íþróttagreinar.“ Mamma lét hann hlaupa til að róa hann niður Aðspurður segist Arnar hafa haft mikla hreyfiþörf sem krakki og viðurkennir að hafa stundum verið fyrirferðarmikill. „Mamma segir oft söguna frá því ég var lítill og rosalega orkumikill þannig að hún þurfti að róa mig niður. Hún sagði mér þá að hlaupa einn hring um hverfið. Ég sagðist ekki nenna því en þá sagði hún: Ég tek tímann. Um leið og þau orð voru fallin var ég rokinn út.“ Það var því ljóst snemma að hugurinn beindist að íþróttum og keppni. Næringin mjög mikilvæg Arnar hleypur á bilinu 120 til 200 kílómetra en álagið er mismikið. Hann er í 200 kílómetrunum þegar hann er í æfingabúðum fyrir mót en þess á milli fer vegalengdin eitthvað niður. Hann stundar einnig ýmsa aðra hreyfingu til að byggja sig upp, til dæmis jóga og styrktaræfingar. Meiðsli eru hvimleiður fylgifiskur íþrótta en Arnar er svo lánsamur að hann hefur ekki meiðst í fimm ár. „Ég held nákvæma æfingadagbók og pæli í þessu frá a til ö. Þetta er mikil tækni og jafnvægislist, að setja sig undir mikið æfingaálag án þess að fara yfir línuna sem skilur frá ofþjálfun. Það er afskaplega auðvelt að leiðast út í ofþjálfun og meiðast og maður þarf að vera þarna akkúrat á mörkunum en fara ekki yfir þau.“ Næringin skiptir miklu máli. „Mataræðið er mjög mikilvægt. Ég pæli mikið í góðri næringu og það er mikilvægt að fá góða orku, ekki bara kolvetni. Beint eftir æfingu vil ég fá Hleðslu, hálfan lítra af vatni og helst banana. Þá er ég kominn með áfyllingu á kolvetnabirgðirnar (bananinn), vatn til að skola öllu út í líkamsstarfsemina og próteinið til að byggja upp.“ Einbeitir sér núna að langhlaupum Sem fyrr segir hefur Arnar náð miklum árangri í mjög fjölbreyttum hlaupa- vegalengdum en núna ætlar hann að einbeita sér að lengstu hlaupunum, hálfmaraþoni og maraþoni. „Ég tek þátt í maraþonhlaupi í Hamborg í apríl og verður það fyrsta maraþonhlaup- ið sem ég hleyp erlendis. Það verður öðruvísi að hlaupa í góðu veðri en vindinum hérna heima. Í þessu hlaupi langar mig til að kom- ast nálægt ólympíulágmarki,“ segir Arnar en hann er með augastað á Ólympíuleikunum 2020. Arnar hefur verið námsmaður undanfarin ár en er nú við að útskrifast með þrjár meistaragráður frá Háskóla Íslands: Í endurskoðun og reiknings- skilum, fjármálum fyrirtækja og með kennsluréttindi. Vinnumarkaðurinn bíður en Arnar hefur þó verið hálfat- vinnumaður í hlaupum undanfarin ár, að minnsta kosti öðru hverju. „Ég hef verið mjög heppinn með styrktaraðila sem hafa stutt við bakið á mér. Svo ef maður nær ólympíulágmarki eru ýmsir styrkir í boði.“ Þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir 2020 verður Arnar 29 ára, aldur sem gjarnan er hátindur íþróttamanna. Hann segir hins vegar líklegt að hann eigi eftir að toppa síðar þar sem hann byrjaði ekki að æfa hlaup mjög ungur. Því seinna sem byrjað er að æfa hlaup því eldri toppa menn. ARnAR PÉTURSSon: Fjölhæfi hlauparinn elur með sér ólympíudraum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.