Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 33
Hlaup 28. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Náttúruhlaup er einstök aðferð til að sameina mikla hreyfingu, útivist og náttúruupplifun og gefur um leið tækifæri til að sjá landið á nýjan hátt. Við höfum uppgötvað lífsstíl sem veitir okkur aukna hamingju og bætta heilsu og viljum deila þessari upp- götvun með öðrum. Margir sem hafa ekki notið þess að hlaupa reglulega á malbiki, læra að njóta þess með okkur í náttúrunni. Við leggjum áherslu á að njóta og hafa gaman og byggja sig upp á skynsamlegan máta undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Námskeið Náttúruhlaupa Það er pláss fyrir öll getustig. Algjöra byrjendur og vana hlaupara. Flest- ir sem koma til okkar er þó fólk sem hefur eitthvað fiktað við hlaup en ekki fundið sig. Margir þeirra halda áfram. Sem dæmi erum við með undirbún- ingsnámskeið fyrir Laugavegskeppn- ina. Af þeim 40 sem eru skráðir í það eru mjög margir sem byrjuðu að hlaupa með okkur. Grunnurinn er þó að njóta og gera hlaup í náttúr- unni að lífsstíl, svo er það val hvers og eins hvort viðkomandi vilji auka vegalengdir og keppa eða ekki. Námskeið okkar hafa slegið ræki- lega í gegn og við höfum ekki getað annað eftirspurn. Vornámskeiðið hefst í byrjun apríl og búið er að opna fyrir skráningu á www.natturuhlaup.is. Hlaupaferðir fyrir alla Í fyrra sumar fórum við nokkrar vel heppnaðar hlaupaferðir innanlands. Við endurtökum leikinn í ár og bæt- um við utanlandsferð. Við skokk- um Laugaveginn á tveim dögum (sérstaklega vinsælt hjá þeim sem dreymir um að taka þátt í Lauga- vegskeppninni), erum með Þórs- merkurferð þar sem vegalengdirnar eru styttri en náttúran ekki síðri og svo kvennaferð í Landmannalaugar. Rúsínan í pylsuendanum er svo ferð til Elbu á Ítalíu í maí þar sem við tökum þátt í náttúruhlaupakeppni og upplifum stemminguna í fallegum hafnarbæ á eyjunni þar sem Napól- eón var í útlegð. Flestir fara 20 kíló- metra leið með 1.000 metra hækkun (svipað og Fimmvörðuháls varðandi vegalengd og hækkun). Einnig er hægt að fara 40 kílómetra eða 60 kílómetra. Þessar ferðir eru opnar öllum hlaupurum og göngugörpum sem vilja prófa að skokka í náttúrunni. Gengið er uppámóti en skokkað á jafnsléttu og niðrímóti. Elsti þátt- takandinn sem er búinn að skrá sig í Ítalíferðina er 71 árs, þannig að aldur er afstæður :) Skráning í ferðirnar eru á www.nattúruhlaup.is Allar alferðir okkar eru í samstarfi við Íslenska fjallaleiðsögumenn. Greiðslur fara í gegnum þá og við störfum undir þeirra ferðaskrif- stofuleyfi. NáttúRuhLAup: Hreyfing, útivist, upplifun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.