Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 44
Hlaup 28. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ
Félag maraþonhlaupara hefur haldið maraþonhlaup að vori og hausti í 20 ár og eru því
hlaupin orðin samtals 40 talsins.
Félagið hefur þar með haldið flest
maraþonhlaup hér á landi eða
nokkru fleiri en Reykjavíkurmara-
þon enda fer það hlaup fram einu
sinni á ári.
Hlaupin hjá Félagi maraþon-
hlaupara bera heitin Vormara-
þon og Haustmaraþon. Í boði
er bæði heilt og hálft maraþon.
Hlaupaleiðin er skemmtileg og ligg-
ur að langmestu leyti eftir göngu-
stígum en ekki umferðargötum.
Hlaupið hefst við hitaveitustokkinn í
Elliðaárdal og liggur eftir Fossvogi,
Nauthólsvík og Ægisíðu en þar er
snúið við og sama leið hlaupin til
baka til að ná hálfmaraþoni. Í heilu
maraþoni er farið tvisvar fram og
til baka. Drykkjarstöðvar eru við
Háskólann í Reykjavík, í snúningnum
við Ægisíðu og í endamarkinu. Boð-
ið er upp á Powerade, vatn og kók.
Af vegalengdunum er ljóst að
Vormaraþonið er fyrir lengra
komna hlaupara. Það hefur þann
kost að vera tiltölulega fámennt,
að minnsta kosti í samanburði við
Reykjavíkurmaraþonið, hlauparar
lenda ekki í örtröð og það myndast
skemmtileg, „kósí“ stemning.
Þrátt fyrir þetta hefur orðið mikil
fjölgun í hlaupinu og er búist við
metþátttöku í ár. Sérstaklega hefur
útlendingum fjölgað mikið í báðum
vegalengdum. Það breytir þó engu
um það að hlauparar verða taldir í
hundruðum en ekki tugþúsundum
eins og í Reykjavíkurmaraþoni og
mannfjöldinn hæfilegur.
Vormaraþonið fer fram 21. apríl.
Keppendur í heilu maraþoni verða
ræstir kl. 8 en hálfmaraþonið
hefst kl. 10. Tímataka fer fram með
flögum sem festar eru um ökkl-
ann. Skráningarfrestur er alveg
til 19. apríl, þ.e. hann rennur út á
miðnætti það kvöld. Þátttökugjald
er 4.000 kr. fyrir hálfmaraþon
og 6.000 kr. fyrir heilt maraþon.
Skráning og nánari upplýsingar eru
á vefsíðunni hlaup.is undir efnis-
flokknum Hlaup/Skráningar í hlaup
og í dagbókinni.
VoRmARAÞoN 2018:
Þægilega langhlaupið – utan
bílaumferðar og mannmergðar