Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 44
Hlaup 28. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Félag maraþonhlaupara hefur haldið maraþonhlaup að vori og hausti í 20 ár og eru því hlaupin orðin samtals 40 talsins. Félagið hefur þar með haldið flest maraþonhlaup hér á landi eða nokkru fleiri en Reykjavíkurmara- þon enda fer það hlaup fram einu sinni á ári. Hlaupin hjá Félagi maraþon- hlaupara bera heitin Vormara- þon og Haustmaraþon. Í boði er bæði heilt og hálft maraþon. Hlaupaleiðin er skemmtileg og ligg- ur að langmestu leyti eftir göngu- stígum en ekki umferðargötum. Hlaupið hefst við hitaveitustokkinn í Elliðaárdal og liggur eftir Fossvogi, Nauthólsvík og Ægisíðu en þar er snúið við og sama leið hlaupin til baka til að ná hálfmaraþoni. Í heilu maraþoni er farið tvisvar fram og til baka. Drykkjarstöðvar eru við Háskólann í Reykjavík, í snúningnum við Ægisíðu og í endamarkinu. Boð- ið er upp á Powerade, vatn og kók. Af vegalengdunum er ljóst að Vormaraþonið er fyrir lengra komna hlaupara. Það hefur þann kost að vera tiltölulega fámennt, að minnsta kosti í samanburði við Reykjavíkurmaraþonið, hlauparar lenda ekki í örtröð og það myndast skemmtileg, „kósí“ stemning. Þrátt fyrir þetta hefur orðið mikil fjölgun í hlaupinu og er búist við metþátttöku í ár. Sérstaklega hefur útlendingum fjölgað mikið í báðum vegalengdum. Það breytir þó engu um það að hlauparar verða taldir í hundruðum en ekki tugþúsundum eins og í Reykjavíkurmaraþoni og mannfjöldinn hæfilegur. Vormaraþonið fer fram 21. apríl. Keppendur í heilu maraþoni verða ræstir kl. 8 en hálfmaraþonið hefst kl. 10. Tímataka fer fram með flögum sem festar eru um ökkl- ann. Skráningarfrestur er alveg til 19. apríl, þ.e. hann rennur út á miðnætti það kvöld. Þátttökugjald er 4.000 kr. fyrir hálfmaraþon og 6.000 kr. fyrir heilt maraþon. Skráning og nánari upplýsingar eru á vefsíðunni hlaup.is undir efnis- flokknum Hlaup/Skráningar í hlaup og í dagbókinni. VoRmARAÞoN 2018: Þægilega langhlaupið – utan bílaumferðar og mannmergðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.