Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Síða 45
Hlaup 28. mars 2018KYNNINGARBLAÐ Hlaupahópurinn Frískir Flóa-menn hefur um árabil stað-ið fyrir hlaupaæfingum og keppnishlaupum. Í janúar í fyrra gerði hópurinn fimm ára samstarfs- samning við Jötunn Vélar um nýtt götuhlaup, Jötunnhlaupið. Hlaupið er haldið 1. maí ár hvert og hefst kl. 13. Það fer því alltaf fram á frídegi og því tilvalið að skella sér á Selfoss og taka þátt í skemmtilegu hlaupi. Um er að ræða 5 og 10 kílómetra hlaup sem hefst og endar við Jötunn Vélar. Hlaupið er á sléttri braut innanbæjar á Selfossi og að hluta til á bökkum Ölfusár. Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ. Flögutími verður í hlaupinu í ár en var ekki áður. Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21.00. Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi, þá verða keppn- isnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12.20. Þátttökugjald er 2.500 krónur fyrir 16 ára og eldri en 1.500 krónur fyrir 15 ára og yngri. Greiða þarf með reiðufé því ekki er posi á staðnum. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup. Vegleg sérverð- laun frá Jötunn Vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hvorri vegalengd um sig. Jafnframt verða verðlaun fyrir fyrsta keppanda í hverjum aldurs- flokki og útdráttarverðlaun. Sem fyrr segir er brautin flöt og upplögð til að bæta tímann sinn. Hlaupið er meðfram bökkum Ölfusár og um nýtt hverfi í hraðri uppbyggingu. Hlaupaleiðina má sjá á meðfylgjandi mynd. Aðrar myndir eru af sigurvegurum í hlaupinu 2017, í hvorri vegalengd. Æfingar Frískra Flóamanna eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 og á laugardögum kl. 10, farið er frá Sundhöll Selfoss og eru allir vel- komnir, ekkert gjald. Nánari upplýs- ingar um Jötunnhlaupið veita Aðal- björg í síma 820-6882 og Svanlaug í síma 862 7564. Sjá einnig á hlaup. is. og friskirfloamenn. blog.is. JÖtUnnHLAUpið 1. mAÍ: Slétt braut sem er kjörin til að bæta tímann sinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.