Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 49
Hlaup 28. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Tónastöðin, ein rótgrónasta hljóðfæraverslun landsins, fagnaði 30 ára afmæli í fyrra, en hjónin Andrés og Hrönn stofnuðu Tónastöðina árið 1987 á Akranesi. Frá árinu 1995 hefur hún verið í Skipholti. Á þessum árum hefur safnast upp gífurleg reynsla og þekking í verslun- inni, sem þjónustar jafnt byrjendur sem lengra komna. „Gæði hafa ávallt verið aðalsmerki hjá okkur. Við erum með allt til alls fyrir hljóðfæraleikara og tónlistarmenn. Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta börn og byrjendur vel og erum líka ráðgefandi fyrir foreldra,“ segir Andr- és. „Gítarar og píanó eru sívinsæl, en upphaflega var verslunin stofnuð til að selja blásturshljóðfæri og þau hafa verið stór þáttur hjá okkur. Við lögðum upp með að þjónusta tónlistarskólana og nemendur þeirra og þar skipta gæði auðvitað höfuð- máli.“ Allt í boði sem þarf til tónlistariðkunar Tónastöðin er svokölluð „full line“ versl- un og býður upp á trommur, gítara, píanó, fiðlur og flautur svo fátt eitt sé nefnt, auk allra fylgihluta og nótna- bóka. „Eitt er að selja hljóðfæri, annað að þjónusta þau eftir á,“ segir Andr- és. „Mesta áherslan hefur alltaf verið á gæði þess sem við seljum. Kjörorð okkar er: „Það besta verður ávallt ódýrast“ því bestu kaupin eru í hlutum sem bæði endast vel og eldast vel. Auk þess eru okkar vörur á hagstæðu verði. Hljóðfæri eru almennt ódýr á Íslandi miðað við löndin í kringum okkur því við gerum okkur grein fyrir því að við erum í alþjóðlegri samkeppni. Það er líka nauðsynlegt að þreifa á hljóðfærum og prófa þau áður en maður kaupir þau. Við erum með allar tegundir af hljóðfærum í miklu úrvali, trommur, píanó, gítara, rafmagnsgítara, upp- tökutæki, magnara – við höfum þetta allt. Gítareffektar eru hér í úrvali sem þekkist ekki annars staðar á landinu. Þetta vita íslenskir hljóðfæraleikarar og við fáum mikið hrós frá útlending- um sem undrast úrvalið. Þá erum við með óviðjafnanlegt úrval af upptöku- tækjum. Bæði RODE og ZOOM-tækin hafa til dæmis verið gríðarlega vinsæl: upptökutæki, hljóðnemar og vídeóupp- tökutæki.“ Mesta úrval nótnabóka á landinu Tónastöðin hefur skapað sér sérstöðu á margan hátt. Til dæmis er þar mesta úrval af nótnabókum á landinu og Tónastöðin hefur alltaf verið stolt af nótnadeildinni. Mörg þúsund titlar og ættu flestir sem langar til að spila upp- áhaldslögin sín að geta fundið nótur af þeim. „Kennarar hafa komið frá meðal annars Noregi og Skotlandi til að kaupa nótnabækur og segjast hvergi komast í betri nótnaverslanir í sínum heima- löndum,“ segir Andrés. „Ferðamenn koma mikið til okkar, og heimsóknir þeirra og kaup hafa aukist, sérstaklega á dýrari hljóðfærum.“ Nýjungar í hljóðfærum Það skemmtilegasta sem við gerum er að kynna nýjungar í hljóðfærum og tækjum: „Við erum til dæmis með hljóðfæri sem heitir Merlin, sem mætti kalla nútíma langspil. Svo eru til mörg afbrigði af gítörum, ekki bara þessi hefðbundni gítar.“ Að sögn Andrésar kostar það furðu- lítið í dag að koma sér upp búnaði til að spila og taka upp tónlist: „Það er hægt að koma sér upp ótrúlega góðum búnaði fyrir lítinn pening í dag – sem er mikil breyting frá fyrri tíð. Okkar viðhorf er líka að menn eigi ekki að offjárfesta þegar þeir taka fyrstu skrefin, en fá samt nógu mikil gæði til að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum. Við þurfum oft að ráðleggja fólki og hér er til staðar þekking og reynsla til þess. Allir sem hér starfa eru með yfirgripsmikla þekkingu og hafa annaðhvort kennt lengi eða starfað lengi í þessum bransa.“ Hljóðfæri og tónlistarsköpun þróast í takt við tæknina Tæknin hefur hafið innreið sína í tón- listina og hljóðfæri og Tónastöðin býður upp á margar hentugar lausnir fyrir þá sem vilja skapa tónlist með tölvum. „Það eiga allir tölvu í dag, við erum með upptökukort og tæki sem er hægt að tengja við tölvuna,“ segir Andrés. „Við erum með tæki fyrir þá sem spila ekki á píanó, þá eru til aðrar lausnir eins og Notepad.“ Tónastöðin er ekki með verkstæði, en sinnir smávið- gerðum, eins og skipta um strengi og þess háttar, en tekur hljóðfæri inn til viðgerðar og er í góðu samstarfi við viðgerðaraðila. Gæðagjafir sem endast – gjafabréf í boði Andrés bendir á að hljóðfæri og upp- tökubúnaður séu gjafir sem endast og séu því marg- faldlega pening- anna virði: „Góðir íþróttaskór kosta tugi þúsunda og endast árið en góður gítar getur enst alla ævi.“ Gjafabréf í Tónastöðinni eru ávallt vinsæl enda svo margt til þar sem gleður tónlist- armenn og tónlist- aráhugafólk. Hægt er að fá gjafabréf með upphæð að eigin vali. En það er líka auðvelt að skipta vörum ef það heppilegasta hef- ur ekki verið keypt. „Þetta er skemmtilegur bransi og viðskiptavinirnir líka, mér hefur aldrei leiðst í þessi 30 ár sem ég hef verið hér,“ segir Andrés, en viðskiptavinirnir eru á öllum aldri og mislangt komnir í tónlistinni. Af og til hefur Tónastöðin verið með viðburði, tónleika og kynn- ingar og stendur til að halda því áfram. „Það er mjög gaman, við erum með svið hér í versluninni.“ Tónastöðin er til húsa í Skipholti 50d, Reykjavík, sími er 552-1185 og netfang: tonastodin@tonastodin.is. Facebook: tonastodin. Opið er kl. 10–18 virka daga og kl. 10–15 á laugardögum. TóNASTöðiN: Um kaup á hljóðfærum og fylgihlutum, fyrir byrjendur og lengra komna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.