Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 56
56 sport 28. mars 2018
Tvö erfið ár Kolbeins - Er ljós við enda ganganna?
Það hafa fáir í íslensku íþróttalífi upplifað jafn
erfiða tíma og Kolbeinn Sigþórsson, framherji
Nantes og íslenska landsliðsins, hefur gengið í
gegnum um tæpra tveggja ára skeið. Ferill Kolbeins
virtist vera að ná nýjum hæðum eftir frábært gengi
á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Galatasaray,
sem er stórlið í Tyrklandi, fékk Kolbein í sínar raðir
og fram undan voru spennandi tímar hjá stóru
félagi og undankeppni heimsmeistaramótsins að
hefjast. Kolbeinn hefur frá því í ágúst árið 2016
ekki spilað alvöru leiki en ljósið við enda ganganna
virðist nú brátt nálgast. Þessi ótrúlega sorgarsaga
verður rakin hér.
3. júlí
2016
Hvern hefði
grunað að þarna
væri komið að
tveggja ára pásu
Kolbeins í lands-
liðshópi Íslands?
Skoraði eitt mark
í stóru tapi en
gekk af velli eftir
mótið sem einn
besti leikmaður
Íslands. Nálgað-
ist markametið
og allt lék í lyndi.
Evrópumótið var
á enda en flestir
töldu að bjartari
tímar væru á
næsta leiti fyrir
Kolbein með fé-
lagsliði sínu en
þar hafði gengið
erfiðlega.
27. júní 2016
Það er í raun ómögulegt fyrir ís-
lenska knattspyrnuáhugamenn
að gleyma kvöldinu í Nice þegar
Ísland vann England á EM í
sumarið 2016. Sigurinn sem fáir
áttu von á nema íslenska lands-
liðið varð að veruleika.
Knattspyrnuþjóðin sem Ís-
lendingar elska að horfa á var
lögð að velli í Suður-Frakklandi.
2-1 sigur var staðreynd og ótrú-
legur fögnuðu braust út þegar
leik lauk en Kolbeinn skoraði
seinna mark Íslands í leiknum
sem tryggði sigurinn.
28. ágúst 2016
Þarna var síðasti leikur
Kolbeins með aðal-
liði til dagsins í dag.
Hann lék rúmar 80
mínútur þegar
Nantes tapaði fyrir
Bordeaux í frönsku
úrvalsdeildinni. Fram-
herjinn virtist þó vera í fínu
formi og sýndu stórlið í
Evrópu honum áhuga sem
gott gengi á Evrópumótinu
hafði kveikt.
30. ágúst 2016
Kolbeinn var lánaður til Galatasaray í Tyrklandi, ástæðan fyrir því að
félagið keypti hann ekki var sú að félagið hafði klárað fjármagn sitt til
leikmannakaupa. Kolbeinn var hins vegar lánaður og planið var að
stórliðið í Tyrklandi myndi kaupa hann næsta sumar. Galatasaray er
sögufrægt stórlið og því var mikill heiður fyrir Kolbein að ganga í rað-
ir félagsins.
2. septem-
ber 2016
Eftir að hafa skrifað
undir hjá Galatasaray
fór Kolbeinn beint í
verkefni með íslenska
landsliðinu en hann
varð að draga sig út
hópnum skömmu
eftir að hafa hitt liðið.
Sagt var að Kolbeinn
væri lítillega meiddur
á hné og var ákveðið
að hann færi beint til
Tyrklands í með-
höndlun.
5. september
2016
Meiðsli Kolbeins voru ögn
alvarlegri en talið var í fyrstu og
var ákveðið að skella honum í
aðgerð. Aðgerðin átti að vera
lítið mál og var sagt að íslenski
framherjinn yrði frá í 3–4 vikur.
Það átti eftir að breytast all-
hressilega og við tóku miklir
óvissutímar
9. maí 2016
Kolbeinn var valinn í
hóp Íslands sem hélt á
Evrópumótið í Frakk-
landi, 23 leikmenn
voru valdir og það
kom engum á óvart að
sjá Kolbein þar á með-
al enda hafði hann
verið einn besti leik-
maður Íslands í mörg
ár á undan.