Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 60
60 lífsstíll - bleikt 28. mars 2018 S unna Rós  Baxter  eign- aðist sitt annað barn þann 13. október á síð- asta ári, fæðingin stóð yfir í hálfan sólarhring og tók virkilega á Sunnu. Það sem vekur þó mestu athyglina er að Sunna fæddi barnið í beinni útsendingu á Snapchat og leyfði þar með þúsundum af ókunnugu fólki að fylgjast með einni af  persónulegustu reynslu  lífs hennar. „Alla meðgönguna var ég handviss um að ég gengi með stelpu og að hún myndi fæðast þann 13. október. Ég hafði rétt fyrir mér með dagsetninguna en stúlk- an reyndist í raun vera drengur eftir allt saman,“ segir Sunna sem gaf DV góðfúslegt leyfi til þess að fjalla um fæðingu hennar. Hreyft var við belg Sunnu til þess að gera tilraun til þess að koma fæðingunni af stað og fljót- lega eftir það fann Sunna að fæðingin væri að fara af stað á meðan hún stóð við kassa að kaupa sér ananas. „Yfir daginn var ég hægt og rólega að renna í gang en eftir klukkan ellefu um kvöldið byrj- aði þetta af einhverri alvöru. Hríð- irnar voru mjög erfiðar og óreglu- legar. Fyrir þá sem þekkja ekki til þá virka hríðir þannig að hver hríð fer stigvaxandi frá núlli upp í tíu á sársaukaskalanum. Þegar þú ert komin upp í tíu þá er sársaukinn stöðugur í ákveðinn tíma þar til hann fer stiglækkandi aftur niður í núll og þá fær maður pásu þar til næsta hríð hefst. Hjá mér var þetta ekki alltaf þannig en þegar hríðin var komin hálfa leið niður þá fór hún strax aftur upp í næstu hríð án þess að ég fengi pásu. Þar af leið- andi þreyttist ég mjög fljótt. Svona gekk þetta frá miðnætti og þangað til um það bil tíu um morguninn.“ Linda, frænka Sunnu, kom til hennar rétt eftir miðnætti og tók allt ferlið upp á Snapchat þar sem þúsundir manna fylgdust með fæðingunni í beinni útsendingu. „Linda frænka  var  algjörlega æðisleg, tók  helling  af mynd- um, sá um snappið og hugsaði um Jasmín [eldri dóttur Sunnu, innsk. blm.]. Þar sem útvíkkunin gekk hægt fyrir sig og hríðirnar voru svo óreglulegar þá taldi ljósan að ég væri ekki í alvöru hríðum heldur að þetta væru af- leiðingar þess sem ég hafði gert fyrr um daginn til þess að reyna að koma mér af stað. Mér fannst virkilega erfitt að vera í svona löngum og hörð- um hríðum á meðan stanslaust var verið að segja við mig að þetta væru ekki hríðir, sem sagt að það væri engin fæðing í gangi. Þetta gerði að verkum að mér fannst al- gjörlega tilgangslaust að vera að standa í þessu með allt þetta fólk á staðnum. Ég vildi frekar fara upp á spítala til þess að fá mænudeyf- ingu og bað um það margoft. Hins vegar sagði ljósmóðirin að ég gæti ekki fengið  mænudeyfingu  þar sem að ég væri ekki að fara að fæða.“ Sunna þjáðist af miklu sam- viskubiti yfir því að hafa kallað alla til hennar um miðja nótt þar sem allir væru þreyttir en væru einungis komnir til þess að horfa á hana kveljast en engin fæðing á döfinni. „Ég verð að viðurkenna að allt þetta tal um að ég væri ekki að fara að fæða sló mig alveg út af laginu. Ég var ekki lengur með hugann við að koma barninu út heldur var ég bara að hugsa um hvað ég væri að kveljast mikið til einskis. Und- ir lokin urðu hríðirnar samt styttri og með reglulegum pásum inni á milli og þá kom rembingsþörfin.“ Sunna hafði  Doulu  með sér í fæðingunni og segir hún að það hafi bjargað henni. „Doulan  bjarg- aði mér algjörlega, ég hefði hreinlega ekki getað þetta án hennar. Hún sá um nuddið, heita og kalda bakstra, hélt á ælupokan- um og gerði allt sem hún mögulega gat til þess að mér liði sem best. Það var eins og hún læsi hugsanir mínar því hún gerði allt sem ég vildi áður en ég þurfti að biðja um það, hún var alltaf skrefinu á undan mér.“ Fæðingin gekk illa og að lok- um varð ljósmóðirin að ýta hluta af leghálsinum yfir höfuðið á barninu á meðan Sunna var í hríð. „Eftir það fór allt í gang. Þá loksins fann ég hann fara neðar og neðar og fljótlega fékk ég hann í fangið. Fullkominn drengur sem fæddist klukkan 11.57, hann var 15 merkur og 53 sentimetrar og fékk nafnið Axel Helgi Baxter.“ Sunna hóf nýlega að blogga um líf sitt og setti á dögunum mynd- bandið frá fæðingunni inn á síð- una sína, sunnabaxter.is, og ásamt því leyfir hún fólki að fylgjast með fjölskyldunni á  Snapchat  undir notandanafninu sunnabaxter. n Höfuðið komið út. Ágætis byrjun: Uppskrift að húfu og peysu (Uppskriftina að peysunni má finna á heimasíðunni www. petitknitting.is) Byrjaðu á að gera prjónfestuprufu Prjónfestan í þessari peysu er sú að 23 lykkj- ur á prjóna nr. 4.5 gera 10 sm. Þá gera: 46 lykkjur 20 sm 69 lykkjur 30 sm 92 lykkjur 40 sm 115 lykkjur 50 sm 138 lykkjur 60 sm Hvað gera 23 lykkjur marga sm hjá þér? Ef þær gera 10 sm þá ertu með sömu prjónfestu og ég. Ef þær gera færri sm þá prjónarðu fastar en ég og þarft þá að hafa fleiri lykkjur til að fá rétta stærð. Ef það gera fleiri sm þá prjónarðu lausar en ég og þarft þá að hafa færri lykkjur til að fá rétta stærð. Húfan er prjónuð neðan frá og upp og í hring. Fitjið upp 66, 72, 78, 86, 90, 96 lykkjur á 40 sm hringprjón nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið stroff (1 lykkja slétt og 1 lykkja brugðin til skiptis) alls 3, 3, 4, 4, 5, 5 sm. Prjónið eina umferð slétt og aukið út um 10, 12, 10, 10, 10, 12 lykkjur jafnt og þétt yfir umferðina. Þá eruð þið með 76, 84, 88, 96, 100, 108 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú þar til húfan, með stroffinu, mælist 8, 9, 10, 12, 14, 17 sm. Byrjið á úrtöku. Úrtaka: Áður en úrtaka hefst þarf að merkja þá staði, þar sem á að taka úr, með prjóna- merkjum. Prjónið þess vegna eina umf. slétta svona: Prjónið 9, 10, 10, 11, 12, 13 lykkjur, setjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju, setjið prjóna- merki. Prjónið svo 18, 20, 21, 23, 24, 26 lykkj- ur, setjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju, setjið prjónamerki. Prjónið svo 18, 20, 21, 23, 24, 26 lykkjur, setjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju, setjið prjónamerki. Prjónið svo 18, 20, 21, 23, 24, 26 lykkjur, setjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju, setjið prjónamerki. Prjónið svo 9, 10, 11, 12, 12, 13 lykkjur. Nú eru þið komin hring og búin að merkja þá fjóra staði þar sem tekið er úr (alls 8 lykkjur í hverri úrtökuumferð). Ein lykkja er á milli allra prjónamerkja en sitt hvoru megin við hana er tekið úr í annarri hverri umferð (Prjóna 2 lykkjur saman með því að prjóna aftan í lykkjurnar, prjóna lykkjuna sem er á milli prjónamerkja, prjóna aftur 2 lykkjur saman með því að prjóna framan í lykkjurnar). Haldið svona áfram þar til 12 lykkjur eru eftir á prjóninum. Slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar. Eyru og bönd: Gert er ráð fyrir að setja eyru og bönd á húfustærðir 0–4 ára. Mælið ca. 2–3 sm frá miðju að aftan (þar sem samskeytin eru). Takið upp 15, 17, 19, 21 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4.5 og prjónið upp lykkjurnar með sléttu prjóni frá réttu. Prjónið svo þrjár umferðir fram og til baka með sléttu prjóni (slétt á réttu en brugðið á röngu) en prjónið tvær fyrstu lykkjurnar og tvær síðustu lykkjurnar alltaf slétt, bæði á réttu og röngu. Þá myndast fallegur kantur á eyrnahlífunum. Framhaldið er prjónað svona: Prjónið tvær sléttar lykkjur, prjónið tvær lykkjur saman. Prjónið þar til eru fjórar lykkj- ur eftir, prjónið tvær lykkjur saman, prjónið 2 lykkjur slétt. Snúið við og prjónið brugðið til baka nema tvær kantlykkjur sína hvoru megin, þær prjónið þið sléttar. Haldið svona áfram þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum. Prjónið þessar þrjár lykkjur með snúru þar til bandið (með eyrnahlíf) mælist 20–25 sm (eftir smekk). Klippið frá og gerið eins hinum megin. Uppskrift að prjónahúfu frá Petit Knitting S jöfn Kristjánsdóttir er hönnuður og hugmynda- smiður Petit Knitting. Unnusti hennar, Grétar Karl Arason, sinnir öllu öðru en prjóna- skapnum. „Þótt það sé á stefnuskránni að hann byrji að prjóna líka,“ segir Sjöfn og brosir. Hugmyndin að Petit Knitting fæddist í fæðingarorlofi með son þeirra, Ara Sjafnar Grétarsson, í mars 2017. „Ég hafði afkastað gríðar- lega miklu í prjónaskap, bæði á meðgöngunni og eftir fæðingu.“ Flíkurnar vöktu mikla athygli, en þær hannaði Sjöfn allar sjálf. „Því var fleygt á léttu nótunum hvort ekki væri hægt að gera eitt- hvað úr þessum prjónaskap, og eftir það var ekki aftur snúið. Net- verslunin www.petitknitting.is fór í loftið þann 15. mars 2017, og á fyrsta árinu eftir opnun fóru 60 nýjar uppskriftir í sölu.“ Prjónauppskriftir Sjafnar hafa vakið mikla lukku og á haust- mánuðum 2017 hóf hún að þýða uppskriftirnar yfir á dönsku í sam- starfi við Ólöfu Ingu Stefánsdóttur. „Samstarfið gekk vonum fram- ar og í dag aðstoðar hún okkur við rekstur dönsku netverslunarinnar sem við settum upp.“ Hægt er að fylgjast með Petit Knitting á eftirfarandi samfélagsmiðlum: Facebook: Petit Knitting Instagram: petitknitting_iceland. Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is Sunna Rós fæddi barn í beinni útsendingu Sunna Rós með börnin sín tvö. Sunna komin í laugina sem sett var upp heima hjá henni. Fullkomin drengur fæddur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.