Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 65
menning 6528. mars 2018
Vinsælustu bækurnar
Söluhæstu titlar Bóksölulista Fibut í febrúar 2018
Vinsælast í bíó
Helgina 23. til 25. mars
Vinsælast á Spotify
Mest spilað 27. mars 2018
1 Þorsti - Jo Nesbø
2 Uppruni - Dan Brown
3 Myrkrið bíður - Angela Marsons
4 Óvelkomni maðurinn - Jónína
Leósdóttir
5 Óþægileg ást - Elena Ferrante
6 Þitt annað líf - Raphaelle Giordano
7 Sigraðu sjálfan þig - Ingvar Jónsson
8 Elín, ýmislegt (kilja) - Kristín Eiríksdóttir
9 Súrkál fyrir sælkera - Dagný Hermanns-
dóttir
10 Stígvélaði kötturinn - Stella Gurney
1 Víti i Vestmannaeyjum
2 Pacific Rim: Uprising
3 Tomb Raider
4 Andið eðlilega
5 Black Panther
6 Lói - Þú flýgur aldrei einn
7 Red Sparrow
8 Game Night
9 Fullir vasar
10 The Shape of Water
1 God's plan - Drake
2 Aldrei heim - Aron Can
3 SAD! - XXXTentacion
4 Dúfan mín - Logi Pedro og Birnir
5 Psycho - Post Malone og Ty Dolla $ign
6 Ungir strákar (deep mix) - Floni
7 Look alive - Blackboy JB og Drake
8 Út í geim - Birnir
9 Önnur tilfinning - Rari boys
10 Birnir og Herra Hnetusmjör - Já,
ég veit
Ákall um frið í Sómalíu
N
ajmo Fyasko framhalds-
skólanemi sem er fædd
í Austur-Afríkuríkinu
Sómalíu en hefur búið á
Íslandi undanfarin fjögur ár. Lag-
ið sem hún mælir með frá upp-
runalandi sínu nefnist Nabadaa
naas la nuugo leh, en textann segir
hún vera ákall til þjóðarinnar um
frið og fyrirgefningu. Í texta lags-
ins er lögð áhersla á að ef stríðið
haldi áfram muni Sómalar aldrei
geta lifað góðu og hamingjusömu
lífi – en til þess þurfi þeir líka
nýja stjórnarskrá og almennilegt
stjórnkerfi.
„Það sem þetta lag segir mér
er hversu sárlega þjóð mín þarf á
friði að halda, en það gerist ekki á
meðan spillt ríkisstjórn er við lýði.
Frá því að stríðið hófst í Sómalíu
árið 1991 hefur það fyrst og fremst
haft áhrif á hina verst settu – á fá-
tæka fólkið, börn og konur – en
flestir sómalískir karlmenn þurfa
að berjast fyrir ákveðinn ættbálk í
stríðinu,“ útskýrir Najmo.
„Flestir sem eru í ríkisstjórn-
inni, þar með taldir forsetinn og
forsætisráðherrann, búa svo er-
lendis í öruggri fjarlægð á meðan
landið logar í stríðsátökum. Börn
þessara manna búa í Evrópu og
Bandaríkjunum, en ef þessi ríki
vissu hvað landið hefur þurft að
ganga í gegnum myndu þau raun-
verulega reyna af öllu hjarta að
hjálpa Sómalíu. Þá væri ekki þessi
spilling og landið gæti komist upp
úr hjólförunum og haldið áfram.“
Þetta stóð upp úr á HönnunarMars
Pappírslistaverk Beu Szenfeld
„Ég verð að segja að Design Talks, og þá sérstaklega fyrirlestur Beu
Szenfeld, hafi staðið upp úr hjá mér. Szenfeld vinnur með pappír og
býr til alveg ótrúleg listaverk úr þessum hversdagslega efnivið. Það
var skemmtilegt að heyra hvernig upplifun hennar var þegar hún var
að reyna fyrir sér sem fatahönnuður á hinum almenna markaði og
svo eftir að hún breytti um stefnu og fór að vinna með pappírinn. Ég
mæli með því að fólk kynni sér verk þessarar hæfileikaríku konu.
Einnig verð ég að minnast á einhyrninginn hans Sam Rees í Nor-
ræna húsinu. Svo fallega ljótur og alltaf skemmtilegt fyrir áhorfand-
ann að geta einhvern veginn verið hluti af verkinu, í þessu tilviki að
stjórna hreyfingum einhyrningsins.“
Eva María Árnadóttir fatahönnuður.
Vélar og sniðmót lífsins
„Það sem bar hæst hjá mér á HönnunarMars var sýn-
ingin Forms of Life í Norræna húsinu. Sýningin var sett
upp sem eins konar samtal við hátíðarsýningu Norræna
hússins Innblásið af Aalto og sýndi svo skilmerkilega
hvað hönnun getur verið fjölbreytt og í raun vítt hugtak.
Allt frá nýtingu hliðarafurða í hönnun svo sem Studio
Trippin, sem notar afurðir íslenska hestsins í sinni
hönnun og framleiðslu, yfir í hönnun sem upplifun og
umönnun, verk 1. árs nema í meistaranámi í hönnun. Á
sýningunni mátti einnig sjá gagnvirkt (e. interactive)
verk eftir Sam Rees þar sem úreltir daglegir hlutir, s.s.
leikföng og áhöld, gengu í endurnýjun lífdaga og risu
upp sem vélmenni eða furðuhlutir og gestum boðið að
taka þátt í verkinu með fjarstýrðum skipunum á ýmist
dansi, hljóðum og hreyfingum. Verk Kolbrúnar Þóru
Löve og Li Yiwei höfðuðu einnig til mín, mjög ólík verk
en áhugavert að sjá hvernig þær nota sama miðil á svo
ólíkan hátt.
Eins fannst mér ánægjulegt að sjá hvernig sjálf-
bærni og endurvinnsla var allsráðandi á Hönnunar-
Mars í ár. Sér í lagi fannst mér áhugavert að sjá samstarf
hönnunarteymisins Fléttu, Steinunnar Eyju Halldórs-
dóttur og fatasöfnun Rauða krossins þar sem gallabux-
ur voru endurnýttar í gólfteppi. Einnig veitti sænska
hönnunarteymið M.U.S. mér mikinn innblástur en
hópurinn nýtir iðnaðarafganga úr nærumhverfi sínu til
framleiðslu á nýjum hlutum fyrir heimilið og útkoman
mjög falleg.“
Helga Kjerúlf, listrænn stjórnandi og hönnuður.
Stafrófsvél
Eldjárns
„Ég verð að viðurkenna að ég upplifði
HönnunarMars að mestu leyti í gegnum
samfélagsmiðla þar sem ég stóð vaktina á
sýningu Genki Instruments í Hörpu. Ein
sýning sem mér þótti þó virkilega áhuga-
verð var Stafróf Þórarins Eldjárns þar sem
Siggi Odds hafði hannað grafískt stafróf
sem teiknað var á staðnum í rafrænni
penna-teiknivél Halldórs Eldjárns. Það er
eitthvað við það að nota tækni til að gera
svo mannlegan hlut – að teikna með penna,
en á hátt sem er algjörlega ógerlegur mann-
inum – að teikna sama hlutinn í sífelldri
endurtekningu án þess að skeiki milli-
metra, sem mér þykir einstaklega heill-
andi.“
Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður.
(mynd: Ragna Margrét Guðmunsdóttir)
Tónlist að heiman: