Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 70
70 28. mars 2018 Ekki láta plata þig Safakúrar, glútenlaust mataræði, ofurfæðutegundir og hráfæði. Allt eru þetta hugtök sem heyrast reglulega nú um stundir þegar sífellt fleiri freista þess að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl. En getur verið að margt af því sem við heyrum sé ýkt og jafnvel ósatt? Pixie Turner er breskur lífefna- og næringarfræðingur sem skrifaði áhugaverðan pistil fyrir Mail Online fyrir skemmstu. Þar leitast hún við að taka saman og hrekja, á vísindalegan hátt, ýmislegt það sem fullyrt er um þær stefnur og strauma sem eiga upp á pallborðið í sam- bandi við mataræði. Miðað við það sem Turner segir er víða pottur brotinn hvað þetta varðar. Í samantekt sinni fjallar hún meðal annars um svokallaða detoxkúra, glútenlaust mataræði, basískt mataræði, ofurfæðu og hráfæðu, en allt eru þetta stefnur og straumar sem sífellt fleiri styðjast við þegar næring er annars vegar. Mýtan uM dEtox „Hversu oft hefur þú heyrt ein- hvern lofsama svokallaða detox- kúra, kúra sem eiga að hreinsa líkamann af öllum eitruefnum og gefa okkur orku?“ spyr Turner. Hún segir að detoxkúrarnir svo- nefndu séu ekki endilega allir þar sem þeir eru séðir. „Byrjum á djúskúrunum,“ segir hún og bendir á að þeir feli í sér að ávaxta- eða grænmetissafi sé drukkinn í nokkra daga. Fólk er jafnan hvatt til að nota einung- is lífrænt grænmeti eða ávexti og helst kaldpressaðan ef um tilbú- inn safa er að ræða, ekki þennan dæmigerða djús sem þú kaupir í fernum úti í búð. „Talsmenn þessa kúrs segja að hann „vökvi frumurnar“ og gefi húðinni hraustlegt útlit. Þá hjálpi þeir okkur að léttast og gefi okkur meiri orku,“ segir Turner og bæt- ir við að þetta eigi ekki endilega við rök að styðjast. Í fyrsta lagi séu þessir drykkir rýrir af trefjum og oftar en ekki mjög sætir. Í öðru lagi er próteinmangnið lítið og ef um hreinan grænmetissafa er að ræða þá eru þeir mjög kolvetnasnauð- ir. Það gerir það að verkum að fólk verður orkulaust og þreytt. „Þeir geta einnig verið dýrir og leiða ekki til neinnar breytingar þegar til lengri tíma er litið,“ segir hún og bætir við að fólk geti vissu- lega lést á kúrnum. En, nokkrum dögum síðar, verði allt komið í sama horf og áður. Turner nefnir svo vinsældir sítrónusafans að lokum. Sumir kreista sítrónusafa út í heitt vatn og á safinn að „hreinsa líkamann“ og „vekja starfsemi lifrarinnar“ eins og Turner segir á. Eru þeir ófáir sem byrja daginn á að fá sér eitt glas af sítrónusafa. „Fyrir það fyrsta þarf ekki að vekja lifrina. Ef lifrin í þér færi að sofa á sama tíma og þú þá myndir þú líklega ekki vakna aftur. Í öðru lagi benda tannlæknar á að það sé ekki ráð- lagt fyrir fólk að baða tennurnar í sítrónusýru á hverjum degi.“ Mýtan uM glútEn Sífellt fleiri hafa tileinkað sér glútenlaust mataræði. Til að gera langa sögu stutta er glúten prótein sem finnst í korni; hveiti, höfrum, byggi og rúgi til dæm- is. Líklega má rekja þessa tísku- bylgju til þeirrar staðreyndar að lítill hluti mannkyns þjáist af glútenóþoli eða glútenofnæmi. „Glúten er eins og sandpappír fyrir magann,“ heyrist stundum. Turner segir að vissulega séu stundum góðar og gildar ástæð- ur fyrir því að borða ekki glúten. Þetta eigi við um þá sem raun- verulega eru með glútenóþol eða glútenofnæmi. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir hveiti ættu einnig að halda sig frá glúteni. „En við hin þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir hún og bendir á að innan við fimm pró- sent mannkyns falli í fyrrgreinda flokka og þurfi í raun að forðast glúten. „En samt er talið að um tólf prósent Breta borði ekki glúten. Þetta þýðir að mikill fjöldi fólks sneiðir hjá glúteni án þess að þurfa þess,“ segir hún. En hvað með þá sem segja að þeim líði illa í maganum, til dæmis eftir að hafa borðað brauð eða pasta? Eru þeir að segja ósatt? „Nei, ekki endilega,“ segir Turner. „Það er margt sem getur valdið óþægindum í maga. Ef einhver upplifir óþægindi, til dæmis eft- ir að hafa borðað stóra skál af pasta, geta óþægindin stafað af því að viðkomandi borðaði of mikið, of hratt eða tyggði matinn ekki nægilega vel,“ segir hún. Turner segir svo að lokum að glútenlaust mataræði sé ekki endilega hollt fyrir kroppinn. „Aðrir valkostir eru oft sykur- og fituríkari,“ segir hún og bend- ir á að samhengi sé á milli þess að borða ekki glúten og fjölda góðgerla í þarmaflórunni. Þeir eru færri hjá þeim sem sneiða hjá glúteni. „Lykillinn að góðri meltingarstarfsemi er fjölbreytt fæða og hún má vissulega inni- halda glúten svo lengi sem þú ert ekki raunverulega með óþol eða ofnæmi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.