Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 71

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 71
28. mars 2018 71 Ekki láta plata þig Mýtan uM basískt Mataræði Þeir sem aðhyllast basískt matar- æði segja gjarnan að líkaminn vinni best í basísku umhverfi og veikindi og sjúkdóma megi oft rekja of hás sýrustigs í líkamanum. „Málsvarar þessarar stefnu segja að það sem við borðum og drekkum hafi áhrif á pH-gildið í líkamanum, blóðinu þar á með- al. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að borða basískt fæði (ávexti og grænmeti fyrst og fremst) og sneiða hjá súrum fæðu- tegundum (mjólkurvörum og kjöti fyrst og fremst). „Í næringarfræðilegu tilliti er allt sem hvetur til meiri neyslu á ávöxtum og grænmeti af hinu góða, sérstaklega í ljósi þess að flestir viðurkenna að þeir borði ekki fimm ávexti á dag, eða sem því nemur,“ segir Turner og bæt- ir við að vandinn sé helst órök- studdar fullyrðingar í tengslum við þessa tegund mataræðis. „Því er haldið fram að þeir sem borða of mikið af súrum fæðutegund- um þjáist frekar af streytu, kvíða, þreytu, höfuðverk, svefnleysi og of háum blóðþrýstingi,“ segir hún og bætir við að hinir sömu haldi því fram að basískt mataræði stuðli að betri þyngdarstjórnum, betri húð og geti jafnvel stuðlað að lækn- ingu á hættulegum sjúkdómum, krabbameini þar á meðal. „Sannleikurinn er sá að líkam- inn hefur mjög góða stjórn á sýru- stiginu,“ segir Turner og bætir við að pH-gildi blóðs sé á bilinu 7,35 til 7,45. Allt fyrir neðan 7,35 sé álitið of súrt en fyrir ofan of ba- sískt. „Líkaminn stýrir sýrustigi blóðsins mjög nákvæmlega því miklar sveiflur geta beinlínis ver- ið banvænar. Að vera „of súr“ er eitthvað sem þú breytir ekki með mataræðinu. Að vera of basískur er jafn alvarlegt,“ segir hún og bæt- ir við að hvort tveggja þurfi læknar að skoða. Hún endar á að segja að súrt mataræði, það er mataræði sem samanstendur að of litlu leyti af ávöxtum og grænmeti, sé vanda- mál víða á Vesturlöndum. En það sé ekki vegna þess að það geri lík- amann eða blóðið súrt. Mýtan uM ofurfæðuna Ofurfæða er tískuorð sem hefur átt upp á pallborðið hjá mörgum á undanförnum árum. Turner nefnir sem dæmi kókosolíuna sem af einhverjum ástæðum hef- ur fengið stimpilinn ofurfæða. „Kókosolía er 85% mettuð fita. Munið það að samhengi er á milli mataræðis sem inniheldur mjög hátt hlutfall mettaðrar fitu og hjartasjúkdóma. Þökk sé góðri markaðsherferð er kókosolían komin á stall sem ofurfæða.“ Sem dæmi má nefna þá full- yrðingu að kókosolía stuðli að aukinni brennslu þökk sé sam- setningu fitusýruhlekkja í henni. Þeir séu miðlungs (MCT) á með- an aðrar olíur innihaldi langa hlekki (LCT). Þannig geymi lík- aminn LCT-fitu sem fituforða en noti MCT til brennslu. Þess vegna, eins öfugsnúið og það hljómar, sé hægt að brenna fitu með því að borða fitu. „Hér eru vísindin. MCT hefur á bilinu 8–10 kolefnissameind- ir en Lauric-sýran, aðalfitusam- eindin í kókosolíunni, hefur 12 kolefnissameindir. Þess vegna telst hún í raun ekki til MCT.“ Turner segir að kókosolía sé í raun hvorki góð né slæm, ekk- ert frekar en smjör sem ekki á að borða í óhófi. „Þetta er mettuð fita og ég get ekki með góðri sam- visku hvatt fólk til að, til dæmis, setja hana út í kaffið eða hafra- grautinn.“ Turner nefnir svo vinsæla „of- urfæðu“ sem notið hefur vin- sælda á undanförnum árum. Dæmi um það er afríski ávöxtur- inn baobab sem Turner segir að sé í raun mjög dýrt C-vítamín. „Ef þig vantar C-vítamín skaltu borða ávexti og grænmeti sem inni- halda C-vítamín – appelsínur og ber til dæmis.“ Maca-rótin er sögð gefa aukna orku og er oftar en ekki seld í duftformi. „Þú getur í raun al- veg eins fengið þér kaffi. Kaffi er ekki óhollt, þvert á móti hafa rannsóknir sýnt að það er mein- hollt. Einn bolli, 350 millílítrar á dag, minnkar líkurnar á að mað- ur deyi fyrir aldur fram um allt að tólf prósent. Ef maður er orkulaus gæti það verið merki um að mað- ur þurfi að borða meira eða þurfi fæðutegundir sem innihalda B12 eða járn.“ Turner nefnir svo spirulina sem er í raun prótínríkur þör- ungur. „En það er hægt fá prótín á mikið ódýrari hátt en með því að borða spirulina. Kál, sveppir, hnetur, fræ og baunir eru frábær uppspretta prótíns – og bragðast ekki eins og vatn í tjörn.“ Hveitigras er fæða sem margir telja að geti gert kraftaverk. Sum- ir segja að hveitigras geti hjálp- að líkamanum að losna við eitur- efni, það sé gott fyrir lifrina, bæti meltingu og efnaskipti og dragi úr bólgum í líkamanum. „Hveiti- gras er í raun ekkert einstakt. Það inniheldur vissulega vítamín og steinefni alveg eins og ann- að grænmeti en ekki endilega í meira magni. Ef þér finnst það gott skaltu fá þér hveitigras, það mun ekki skaða þig. Ef ekki þá skaltu fá þér grænmeti sem bragðast betur.“ Turner nefnir svo acai-berin að lokum sem sögð eru innihalda ógurlega mikið af andoxunar- efnum. Þá eru þau sögð stuðla að þyngdartapi. Turner segir að fólk geti alveg eins borðað ann- að grænmeti og aðra ávexti sem innihalda einnig mikið af andox- unarefnum. Hættan við acai-ber- in geti verið að þau innihalda of mikið af vítamínum sem gerir lík- amanum ekki gott. Mýtan uM hráfæðið Þeir sem aðhyllast hráfæði segja að óeldaður matur, eða því sem næst, sé hollari en eldaður matur. Almenna reglan í hráfæði er sú að maturinn sé ekki eldaður upp fyrir 47 gráður, en það á að gera að verkum að mikilvæg ensím í matnum haldist heil og líkaminn þurfi að nota litla orku til að melta matinn. Turner segir að hráfæði inni- haldi vissulega góð ensím og eldun geri það að verkum að þau skemmast. „En veistu hvað annað skemmir þessi ensím? Meltingar- færin þín,“ segir Turner og bendir á að sýrustigið í meltingarvegin- um sé á bilinu 2–3. „Líkami okkar getur ekki nýtt plöntuensím, þau brotna niður í meltingarveginum alveg eins og allt annað prótín. Líkaminn notar svo amínósýrurn- ar úr niðurbrotinu til að búa til önnur prótín.“ Turner segir að það borgi sig að elda matinn, að minnsta kosti til að takmarka líkurnar á að hættu- legar bakteríur komist lifandi ofan í meltingarveginn og valdi þar óskunda. Hún bendir þó á að eldun geti brotið niður ákveðin vítamín en stundum geri eldun- in líkamanum auðveldara að nota þessi vítamín. Þetta fari allt eftir matnum. Turner segist ekki mæla með því að maturinn sé eldað- ur of mikið – „Þarna, eins og í svo mörgu öðru, gildir hinn gullni meðalvegur.“ einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.