Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 80

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 80
28. mars 2018 12. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Sjá afgreiðslutíma um páska á byko.is Gem 320 6,9kW gasgrill. 39.995 50657519 Almennt verð: 49.995 TILBOÐ Hekkklippur GC-EH 600W. 9.995 748300041 Almennt verð: 12.995 TILBOÐ Hjólbörur 80l. 3.995 79290094 Almennt verð: 4.995 TILBOÐ GrillPro 7,3kW gasgrill. 23.995 50657522 Almennt verð: 29.995 TILBOÐ 3 br en na ra r 6,9 kw Páska- tilboð gilda til 4. apríl 1 br en na ri (h ri ng ) 7,3 kw Ti lb oð gi ld a t il 4 . a pr íl. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn db re ng l. Húh!© Hvað segir mamma? Kvikmyndin Víti í Vestmanna- eyjum, eftir handriti Gunnars Helgasonar, var frumsýnd um helgina. Gera má ráð fyr- ir að fólk, unga kynslóðin þá sérstaklega, muni flykkjast á myndina yfir páskana. Hinn þrettán ára gamli Lúkas Emil Johansen fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar en hann er sonur Ingibjargar Daggar Kjartans dóttur, annars rit- stjóra Stundarinnar. Ljóst er að þarna fer efnilegur dreng- ur sem gæti náð langt, bæði á sviði leiklistar og í fótboltan- um, sem hann æfir með KR. Hvað segir mamma Lúk- asar um Víti í Vestmannaeyj- um og frammistöðu stráksins í myndinni? „Ég vissi ekkert hverju ég ætti von á þegar ég mætti á há- tíðarsýn- inguna, en um leið og myndin hófst hvarf allur ótti og ég fyllt- ist þakklæti og gleði. Myndin er ofboðslega vel gerð, fyndin og skemmtileg þótt sagan sé dramatísk. Krakkarnir blómstra í sínum hlutverkum, mér fannst þau öll æðisleg og Lúkas Emil líka. Best var samt að skilaboðin eru mikilvæg, að ekkert barn á að búa við of- beldi.“ Hefur hann alltaf haft áhuga á leiklist og fótbolta? „Lúkas Emil ákvað þriggja ára að verða leikari, skráði sig á öll námskeið, setti upp leik- sýningar og fór ekki fram hjá stóru leikhúsunum án þess að spyrja hvenær hann fengi að stíga á svið. Það er dýrmætt að læra strax í æsku að draumar geta ræst ef þú leggur hart að þér. Hvað fótboltann varðar þá kom rúta að sækja KR-ingana í Vesturbæjarskóla þegar hann var sex ára. Allur bekkurinn fór og hann með, þar til hann lærði að elska boltann.“ Stefnir hann á atvinnu- mennsku í fótbolta eða kannski leiklist? „Annað hvort. Það er draumurinn. Sjáum hvað setur.“ K vikmyndin Ég man þig, sem gerð er eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, var að hluta kvikmynduð í Bakka í Grindavík, sem er ein elsta uppi- standandi verbúð á Suðurnesjum. Minja- og sögufélag Grindavíkur eignaðist húsið í maí 2015 og hef- ur síðan unnið að því að gera það upp. Til allrar hamingju fyrir fram- leiðendur myndarinnar voru framkvæmdir við Bakka enn á undirbúningsstigi þegar tökur voru að byrja, en að þeirra sögn var húsið eins og klippt út úr þeirra draumahugmyndum um tökustað fyrir myndina.  Tökur fóru fram í lok árs 2015. „Félagið hyggst gera húsið upp og hefja til vegs og virðingar að nýju. Vonir standa til að í fram- tíðinni muni það hýsa byggða- safn okkar Grindvíkinga og aðra menningartengda starfsemi,“ seg- ir Marta Karlsdóttir, sem er gjald- keri félagsins. Fyrir stuttu bauð félagið upp á sýningu á Ég man þig,   Bakka og verður önnur sýning nú um pásk- ana, 30. mars klukkan 20. Miða- verð er 500 krónur og rennur til uppbyggingar hússins og komast færri að en vilja, en einungis 30 geta séð myndina í hvert sinn. Er líklega einsdæmi að hægt sé að sjá kvikmynd hér á landi á tökustað hennar. Þeir sem vilja taka þátt í starfi Minja- og sögufélagsins geta fund- ið félagið á  Facebook og kíkt á opna fundi í Kvennó sem eru flest miðvikudags- kvöld klukkan 20.00. Bjóða upp á sýningu Ég man þig í Bakka, tökustað myndarinnar Eftir fyrri sýninguna er búið að uppfæra að hluta í VIP- aðstöðu. Bakki án endurbóta Sýningarsalurinn í Bakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.