Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 12
12 27. apríl 2018fréttir É g er vön að það sé komið illa fram við mig út af pabba. Ég er vön að vera dæmd fyrir það,“ segir Sara Lind Ann- þórsdóttir en hún hefur lagt fram tilkynningu til lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu vegna frelsis- sviptingar sem hún telur sig hafa sætt af hálfu embættisins síðast- liðinn sunnudag. Hún segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum hennar við lögregluna og segir starfsmann embættisins hafa komið fram við hana af miklum dónaskap og yfirgangi. Sara Lind er dóttir Annþórs Kristjáns Karlssonar sem hefur ósjaldan verið á milli tannanna á fólki síðastliðin ár vegna ofbeldis- og fíkniefnaglæpa og hefur hann meðal annars fengið viðurnefnið „Handrukkari Íslands.“ Hún hef- ur áður stigið fram opinberlega, meðal annars í viðtali við DV, og lýst grófum aðdróttunum sem hún hefur setið undir fyrir að vera dóttir föður síns. „Ég er bæði að gjalda fyrir það sem hann hefur gert og líka það sem er ekki víst að hann hafi gert. Fólk má hafa í huga að hver og einn er saklaus uns sekt sannast,“ sagði Sara Lind í samtali við DV árið 2016. Hún sagðist vera orðin nánast ónæm fyrir kjaftasögum sem dyndu á henni nánast dag- lega, Ókunnugir kölluðu á eftir henni niðri í bæ og sendu henni viðbjóðsleg skilaboð á Facebook. Á öðrum stað lýsti Sara því að hún hefði fengið að heyra ótrúlegustu sögur, sumar væru svo lygilegar að það væri nán- ast fyndið. Hún væri þekkt sem „Annþórsdóttir.“ Þá nefndi hún sem dæmi að þegar starfsfólk hjá til að mynda bönkum og Félags- málastofnun hefði komist að því hvers dóttir hún er þá hefði allt viðmót þeirra breyst um leið. „Þegar fólk er farið að mynda sér skoðanir á mér eingöngu út frá því að ég sé Annþórsdóttir þá finnst mér það ekki í lagi. Fólk ger- ir alltaf ráð fyrir að af því að ég er Annþórsdóttir þá sé ég algjör sori.“ Þá sagði hún sögurnar hafa orðið enn fleiri og svæsnari síð- ast þegar pabbi hennar var hand- tekinn. „Ég hef heyrt sögur utan úr bæ um að ég hafi verið útúr- dópuð, að fólk sé hrætt við mig af því að ég sé alltaf að hóta öllum og berja alla. Fólk hefur hringt í pabba og logið að ég sé að reykja gras. Einu sinni kom ég til Grinda- víkur um sjómannhelgi og það var gerð fíkniefnaleit í bílnum mínum út af einhverri nafnlausri ábendingu sem auðvitað var bara lygi. Sömu helgi var ég við bíla- lúgu að fá mér að borða þegar fullorðin kona reif mig á hárinu út um gluggann á bílnum mínum. Ég hef líka heyrt að ég sé að keyra skósveina pabba míns um allan bæ með fíkniefni, hvað svo sem það þýðir.“ „Þú ert ekki að fara neitt“ Í samtali við DV í dag segir Sara að atvikið á sunnudag sé ekki í fyrsta skiptið sem lögreglan sýni henni niðrandi framkomu og yfirgang og kveðst óhjákvæmilega tengja það við þá staðreynd að hún sé Annþórsdóttir, þó svo að hún geti ekki fullyrt slíkt. Sara kveðst hafa verið að keyra ásamt vinkonu sinni á Sogaveg- inum síðdegis á sunnudag þegar lögreglan hafði afskipti af henni. „Ég sá að lögreglan var beint fyrir aftan bílinn minn, ég beygði inn í Háagerði og lögreglan elti mig þangað, inn á pínulítinn malar- veg sem liggur upp að húsi vin- konu minnar.“ Sara segir lögreglumann því næst hafa stigið út úr bifreiðinni og hún hafi þá skrúfað niður bílrúðuna. Lögregluþjóninn hafi beðið hana um ökuskírteini en þar sem Sara var ekki með það á sér spurði hún hvort vegabréfið myndi duga. Lögreglu- maðurinn hefði sagt að svo væri. „Vegabréfið var í aftursætinu þannig að ég opnaði dyrnar til að geta farið aftur í og sótt það en þá bombar hann í hurðina og held- ur henni og segir: „Þú ert ekki að fara neitt.“ Þegar ég sagði honum n Sara Lind kærir lögregluna fyrir frelsissviptingu n Segir viðmót lögreglu breytast þegar vitað er hverra manna hún er „tengi þetta að sjálfsögðu við pabba“ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Fólk gerir alltaf ráð fyrir að af því að ég er Annþórsdóttir þá sé ég algjör sori Ekki sátt Sara Lind hefur sent inn kvörtun til lögreglunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.