Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 27
fólk - viðtal 2727. apríl 2018 komumikið bjálkahús, innflutt frá Finnlandi. Norðan við stend- ur torfbærinn Húsið sem reist var sem gestahús og sunnan við verk- stæðið Smiðjan þar sem standa margir skúlptúrar Árna. Bak við Höfðaból stendur Suðurgarður, hvítt eldra hús sem Árni ólst upp í. „Það hefði nú verið betra að hafa göngin þín Árni núna,“ segi ég þegar ég geng inn í stofuna á Höfðabóli. „Já, heldur betur. Það voru svik og heimska að hafa ekki farið strax í að láta grafa þau,“ svar- ar húsbóndinn sem háði áralanga baráttu fyrir því að grafin yrðu göng frá landi yfir í Eyjar. Heilsan er ekki upp á sitt besta en Árni er nokkuð brattur þegar hann rýnir í framtíðina. „Ég er búinn að vera að slást svolítið í eitt ár en þetta er nú loksins að koma og ég verð bráð- um alveg djöfullegur,“ segir Árni ákveðinn. „Ég fékk afar slæma lungnabólgu og það kom vatn inn í lungun. Þá er maður að synda í sjálfum sér. Ég mæddist mikið og var töluvert rúmliggjandi síð- asta árið. En svo fór ég í aðgerð og lungun á mér voru múruð að innan. Þeir klæða slyðruvefina í kringum lungun með efni sem þéttir þá og þá hættir að leka inn í hólfin. Þetta er einhver hræra sem er dælt inn í mann, eins og lamba- lifur áður en þú steikir hana á pönnunni. Síðan er ég með áunna sykursýki. Það er sykurinn, pastað og kartöflurnar sem eru að trufla og ég þarf að passa hvað ég set ofan í mig.“ Pabbi barðist í Normandí Árni færir okkur að gjöf eintök af nýju plötunum sínum. Eitt af þess- um tónverkum er svíta sem nefnist Gríska sólarsvítan þar sem leikið er á hið kynngimagnaða þjóðar- hljóðfæri Grikkja, bouzouki. Það er engin tilviljun að þetta rataði í safnið því í æðum Árna rennur grískt blóð. „Pabbi minn var Grikki. Banda- rískur hermaður af grískum ættum sem var á herstöðinni í Keflavík í stríðinu. Hann hét Poul C. Kan- elas og starfaði lengst af sem fast- eignasali í borginni Detroit. Ég hitti hann aðeins einu sinni, fyrir tíu eða tólf árum. Þá flaug ég út og bankaði upp á hjá honum sem var mjög skemmtileg reynsla. Ég er mjög líkur honum í útliti, það eru til ljósmyndir þar sem er ekki hægt að þekkja okkur í sundur. Við spjölluðum saman um heima og geima og hann fór að stúdera mig, til dæmis hendurnar. Við vorum þá með alveg eins hendur.“ Vissi hann ekki af þér? „Jú, jú. Móðir mín hafði eitt- hvert samband við hann í gegnum árin en það fór allt í gegnum bróð- ur pabba sem bjó í Massachu- setts. Þetta var eitthvað viðkvæmt því fjölskylda hans var kaþólsk og hann var ókvæntur þegar ég kom undir.“ Árni var ekki slysabarn. Móðir hans, Ingibjörg Á. Johnsen, og Poul voru saman um nokkurt skeið og voru trúlofuð. En einn daginn vorið 1944 var Poul færður úr landi til að taka þátt í innrásinni á strönd Normandí. Í orrustunni náðu Bandamenn fótfestu í Frakk- landi og varð hún ein sú þekktasta í seinni heimsstyrjöldinni. Poul særðist í bardaganum, var send- ur á herspítala og síðan heim til Bandaríkjanna. Síðan leið og beið í eitt eða tvö ár. „Einn daginn kom bréf inn um lúguna frá pabba sem amma tók upp. Í bréfinu sagðist pabbi ætla að koma til Íslands til að sækja mömmu og mig. En það var ekki hægt því mamma var að fara að gifta sig viku síðar. Þannig var þetta bara, þannig var stríðið.“ Ingibjörg giftist Bjarnhéðni Elíassyni skipstjóra og eignuðust þau þrjú börn til viðbótar. „Ef amma hefði ekki tekið upp bréfið væri ég sennilega forseti Bandaríkjanna í dag,“ segir Árni og skellir upp úr. „En mér finnst þetta betra.“ Áttu systkini úti? „Já, ég á þrjú systkini úti en hef ekki haft samband við þau. Ég ætla nú að gera það einhvern tímann, það gæti verið forvitnilegt. Eftir að ég hitti pabba heyrði ég ekkert meira frá honum. Síðan dó hann fyrir tveimur eða þremur árum.“ Spretthlaup og Surtsey Það var lúxus, að mati Árna, að al- ast upp í Vestmannaeyjum. Hvern dag fór hann niður að höfn til að fylgjast með bátunum, en hann sá einnig um skepnurnar við Suður- gerði og seig í björg eftir lunda- eggjum. Hann viðurkennir að hafa sjálfsagt verið dálítið erfiður krakki en kannski af því að hann hafði mikla drift og vildi vera í svo mörgu. Á unglingsárunum stundaði hann frjálsar íþróttir af miklum móð. Hann var þá með fremstu spretthlaupurum lands- ins og á enn þá 15. besta tímann í 100 metra spretthlaupi á Íslandi, um 11 sekúndur. „Þetta var við- kvæmt því fjöl- skyldan hans var kaþólsk og hann var ógiftur þegar ég kom undir. „Móðir mín hringdi í mig þremur mínútum eftir að gosið hófst, klukkan tvö um nóttina, og sagði mér að það væri soldið að ske austur í Eyjum. „Við höfum fundið fyrir alveg ótrúlegri umhyggju og vinarþeli frá hundruðum manna úr Eyjum og öllu landinu“ myNd haNNa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.