Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 18
18 fólk - viðtal 27. apríl 2018 „Það eina sem barn þarf til að vera hamingjusamt er forráðamaður sem elskar það skilyrðislaust“ Einhleypar konur sem kjósa að eignast barn geta í dag farið í tæknisæðingu, sem aðeins var í boði fyrir pör fyrir nokkrum árum. Í viðtali við DV segja fjórar konur sögu sína; ein sem nýbyrjuð er í ferlinu og þrjár sem eignast hafa börn með gjafasæði. Þær reifa ástæðu þess að þær völdu þessa leið, forvitnina og fordómana sem þær hafa mætt og spjalla um börn- in sem þær elska meira en allt. E n hvað er tæknisæðing? Tæknisæðing er ein- faldasta formið af tækni- frjóvgun og hana er að- eins hægt að framkvæma ef eggjaleiðarar eru opnir. Sáðfrumum er sprautað inn í leg konunnar gegnum leg- hálsinn með þunnum, mjúkum plastlegg. Þetta er hægt að fram- kvæma við egglos í náttúrulegum tíðahring eða eftir væga örvun eggjastokkanna. Mikilvægt er að fylgjast vel með hvenær egglos verður svo uppsetning sáðfrum- anna sé gerð á réttum tíma. Fyrir einhleypar konur er tæknisæðing með gjafasæði kjörmeðferð. (Tekið af: http:// ivfklinikin.is/) Sigga Lena vonast til að fara í uppsetningu á næstu mánuðum. S igríður Lena Sigurbjarnar- dóttir er þrjátíu og tveggja ára gömul og er teymisstjóri í sjálfstæðri búsetu fyrir fatl- aða og í hlutastarfi hjá Blush.is. Sigríður Lena, sem er alltaf köll- uð Sigga Lena, er líka bloggari hjá síðunni fagurkerar.is þar sem hún hefur meðal annars tjáð sig um ferlið. Sigga Lena er nýlega búin að velja sér sæðisgjafa og er næsta skref því uppsetning á sæði sem hún vonast til að farið verði í á næstu mánuðum. „Það er spurning hvort við get- um sagt að þetta sé eigingirni, já, ætli það ekki. Mig langar í barn, er búin að langa það mjög lengi. Ég hef enn ekki fundið þann eina rétta, búin að deita nokkra froska á leiðinni og hreinlega nenni ekki að bíða lengur. Þar sem þessi leið er í boði fyrir konur þá ætla ég mér að nýta hana,“ segir Sigga Lena en henni þykir ferlið þó nokkuð tíma- frekt. „Þú hefur samband við stöð- ina Livio og pantar tíma fyrir fyrsta viðtal. Þegar það er kom- ið færðu sendan spurningalista sem þú þarft að svara og færð beiðni í blóðprufu sem þú verður að vera búið að fara í fyrir viðtalið. Blóðprufuna þarf að taka á öðrum til þriðja degi blæðinga. Í viðtalinu er farið yfir mjög margt og þú ert vel skoðuð í sónar og farið er yfir hvaða meðferð myndi henta þér best.“ Tók sér góðan tíma til þess að velja sæðisgjafa Eftir viðtalið þurfti Sigga Lena að bíða í tvo mánuði eftir viðtali hjá félagsráðgjafa. „Mér fannst algjör snilld að tala við félagsráðgjafann, hún gaf mér góða innsýn í hlutverk sem einstök móðir og lét mig hugsa vel út fyrir kassann. Eftir það viðtal tók við val á sæðisgjafa sem getur verið mjög flókið verkefni. Ég tók mér alveg góða tvo til þrjá mánuði að lesa yfir og velja það sem hentaði mér og mínum forsendum.“ Það tók Siggu Lenu nokkurn tíma að þora að mæta í viðtalið og afbókaði hún tvisvar sinnum áður en hún mætti loksins. „Mér fannst ég bara ekki vera 100 prósent tilbúin og afbókaði því fyrstu tvo tímana. En svo þegar þriðji tíminn var pantaður þá dembdi ég mér út í þetta og sé alls ekki eftir því.“ Með einni uppsetningu mun ferlið kosta Siggu Lenu í kring- um 450 þúsund krónur en hefur hún þó gert ráð fyrir því að þurfa mögulega þrjár uppsetningar. „Það myndi þá kosta mig í kringum 600 þúsund krónur, en ég þarf samt vonandi ekki að nýta mér allar uppsetningarnar. Ferlið er ekkert niðurgreitt, en það er þó hægt að sækja um styrk til stéttar- félaga.“ Hefur upplifað mikla forvitni og vill opna umræðuna Sigga Lena segist ekki enn hafa mætt neinum fordómum frá fólki heldur einungis jákvæðni og hvatningu. „Ég hef hins vegar upplifað afar mikla forvitni. Ég held að það sé aðallega vegna þess að ég er mjög opin um þetta og fólk er óhrætt við að tala og spyrja mig spjörunum úr. Samstarfsmenn mínir eru líka mjög forvitnir um þetta allt saman og finnst gaman að fá að fylgjast með. Ég ákvað strax að vera opin um þetta og var það sérstaklega vegna þess að mér fannst vera svo lítið af upplýsingum um þetta ferli á Íslandi. Málið er samt að þegar ég opnaði á umræðuna þá fékk ég ógrynni af skilaboðum frá konum sem eru búnar með ferlið og eru að hvetja mig áfram. Ég fékk líka skilaboð frá þeim sem hafa verið í sömu hugleiðingum en ekki þor- að að taka skrefið. Þær hafa svo ákveðið að stíga skrefið eftir að ég fór að tala um þetta.“ Sigga Lena segist ekki ein- göngu hafa fengið skilaboð frá kvenmönnum en eftir að fyrsta viðtalið við hana kom út hringdi í hana eldri maður sem vildi endi- lega bjóða fram aðstoð sína. „Hann sagði að hann hefði alltaf langað í börn og að þetta væri kjörið tækifæri fyrir okkur bæði til þess að láta drauminn rætast. Ég afþakkaði bara pent boðið og þegar ég skellti á gat ég ekki annað en hlegið mig mátt- lausa ásamt því að vera með mesta hroll sem ég hef fengið. En skilaboðin á Facebook skipta tug- um frá karlmönnum sem vilja aðstoða mig við barneignir. Það versta er að þetta eru allt saman menn sem eru mjög svo gamlir og einhverjir af þeim með skerta greind. En svo eflaust einhverj- ir sem vilja bara hjálpa. Ég er alveg komin með nóg af þessum skila- boðum, þarf ekki fleiri. Ef ég ætlaði þá leið að sofa hjá einhverjum karlmanni til þess að láta barna mig, þá, og trúið mér, væri ég sko löngu búin að því.“ Fékk boð um sæði og stefnumót Sigga Lena hefur einnig verið boðið á stefnumót eftir að hún opnaði sig um ferlið en hún seg- ir að það hafi ekki verið neitt sér- staklega heillandi. „Það var nú bara í síðustu viku sem einn bauð mér sæðið sitt. Þegar ég var búin að afþakka það ákvað hann í staðinn að bjóða mér á stefnumót á Gamla vínhúsið. Æ, þetta er ekki heillandi, sérstaklega ekki þegar þú ert búinn að vera að bjóða fram aðstoð þína við barn- eignir.“ Siggu Lenu finnst virkilega vel haldið utan um ferli sitt hjá Livio og segist vera með frábæran lækni sem hún treysti fullkomlega. „Málið er að þegar ég fór að pæla í þessu fyrir um fjórum árum þá vissi ég varla hvar ég átti að byrja að leita mér upplýsinga. Þegar ég gúglaði þá komu bara upp umræður á Blandi eða eitt- hvað í þá áttina. Það var lítið af fræðilegum upplýsingum nema kannski um hvernig tæknisæðing fer fram, hvar kaupa á sæði og um kostnaðinn. Þetta er svolítið það sem ég vil breyta, núna er ég að snappa og blogga um allt það sem fylgir þessu ferli og ég vil deila því með þeim sem vilja hlusta eða lesa. En aðal- málið er kannski að mig langar að búa til lítinn gagnagrunn þar sem konur í sömu hugleiðingum geta leitað að svo þær þurfi ekki að byrja á núlli. Ég hefði alveg verið til í að komast í slíkar upplýsingar þegar ég byrj- aði ferlið.“ Betri kostur en að fara niður í bæ og verða ólétt á þann veginn Sigga Lena mælir óhikað með þessu ferli fyrir þær konur sem eru í sömu hugleiðingum og hún sjálf. „Þetta er mun betri kostur en að fara niður í bæ og ná sér í mann korter í þrjú og verða ólétt á þann veginn. Sjálfri finnst mér það bara ekkert heillandi og því tel ég að barneign með gjafasæði sé mun betri valkostur.“ Sigga Lena var í sambúð fyrir nokkru sem endaði mjög illa. Síð- an þá hefur hún ekki farið í sambúð með öðr- um manni. „Eins og ég sagði áður, þá hef ég deitað fjölmarga froska og það var meira að segja einn sem ég hélt að væri kannski að verða prins, en það var ekki svo gott. Svo getur líka vel verið að með aldr- inum verði maður kröfuharðari á hitt kynið sem er kannski ekki al- veg það albesta,“ segir Sigga Lena og hlær. Ómetanlegur stuðningur Sigga Lena segist alls ekki vera hrædd við að eignast barn ein, en þó votti fyrir örlitlu stressi. „Jú, jú, ég er stressuð. En stuðn- ingurinn sem ég hef frá mínum nánustu, fjölskyldu og vinum, er ólýsanlegur. Ég er alls ekki að segja að þetta verði ekkert mál og það vakna upp margar spurn- ingar. Hvað ef barnið verður magaveikt, hvað ef þetta og hvað ef hitt? En sem betur fer, eins og ég segi, þá er stuðningur- inn sem ég nýt al- veg ótrúlegur og ég veit að ég get leit- að til margra ef mig vantar aðstoð. Mál- ið er að ef maður vill eitthvað nógu mikið, þá á mað- ur ekki að gefast upp. Það er aldrei of seint að láta drauma sína ræt- ast.“ „Mér finnst í þessu tilfelli konur njóta forréttinda því það er ör- ugglega fjöldi karlmanna sem eru einir en myndu vilja eignast börn, en geta það ekki. siggalena
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.