Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 6
6 27. apríl 2018fréttir É g held örugglega að þetta hafi verið stærsta swingpar- tíið sem haldið hefur verið á Íslandi til þessa,“ segir sól- brúni, myndarlegi maðurinn sem situr á móti mér við eldhúsborðið. Út um gluggann er fallegt útsýni yfir fjallahringinn og sólin skín. Ég er mætt í heimsókn til fólks sem við skulum bara kalla Daníel og Dóru – þau heita það að sjálf- sögðu ekki, enda vilja þau halda sínu aðaláhugamáli leyndu nema í afskaplega þröngum hópi. Þau eru búin að vera par síðan á unglings- aldri, eiga þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Fólk í góðu formi og á góðum stað í lífinu. Heim- ilið er bjart og fallegt og þau taka hlýlega á móti mér með kossum og knúsi. Ég fæ kaffi í bolla og sest á móti þeim – þau geisla eigin- lega, það er í það minnsta eitthvað meira í gangi en sólin sem skín inn um gluggann. Kynfrelsi í einbýlishúsi Fyrir skömmu stóðu þau hjónin fyrir partíi í Reykjavík. Þar komu saman um 40 manns í þeim til- gangi að fagna nekt, kynfrelsi og í mörgum tilfellum að stunda kyn- líf saman. Þetta var svokallað swingpartí og ykkar einlæg var svo heppin að hlotnast innganga í boðið. Færri komust að en vildu. Gestgjafarnir veittu leyfi fyrir greinarskrifum, vitaskuld að því gefnu að ekki væri hægt að greina persónueinkenni gesta, því flestir sem stunda þetta áhugamál kæra sig lítið um að dragast inn í opin- bera umræðu. Þau samþykktu að auki að veita mér viðtal um ára- langa reynslu sína af swingheim- inum – lífi sem marga dreymir um, en fáir láta rætast. Púsluðu sambandinu saman á ný „Það eru örugglega 15 ár síðan við fórum að fikta við ýmislegt óhefðbundið í kynlífinu. Bjóða aukaleikurum upp í rúm með okkur og þess háttar. Skömmu áður vorum við komin ansi langt frá hvort öðru og búin að tapa nándinni milli okkar að miklu leyti, unnum eins og skepn- ur, vorum aldrei heima og kom- in út í framhjáhald og alls konar rugl,“ segir Daníel. Dóra samsinn- ir þessu. „Við vorum auðvitað búin að ganga í gegnum ýmislegt eins og öll pör eftir langan tíma, en við náðum að sortera þetta sjálf og púsla sambandinu saman.“ Vendipunkturinn átti sér stað í helgarferð þeirra hjóna eitt haustið. Dóra heldur áfram: „Við fórum og gistum bara tvö í litlum bústað. Tókum með okkur rauð- vín og nesti. Við ákváðum að setj- ast niður, tala saman og ekki draga neitt undan. Þarna sátum við fram á nótt á algjöru trúnó og hreinsuð- um út gamlar syndir, leyndar- mál og óuppgerðar tilfinningar. Við hreinlega mokuðum öllu út og sambandið lagaðist mikið eft- ir þessa ferð.“ Daníel bætir því við að kannski mætti segja að þau hafi þarna byrjað saman upp á nýtt. Skömmu eftir örlagaríku nóttina í bústaðnum ljóstruðu vinahjón Dóru og Daníels því upp að þau stunduðu swing, eða væru í lífsstílnum eins og það er oft orð- „Ég er ekki gaurinn sem horfir á aðra taka konuna sína, heldur er ég með í leiknum“ Daníel og Dóra stóðu fyrir swingpartíi í Reykjavík: Ragnheiður Eiríksdóttir ritstjorn@dv.is n 40 manns greiddu aðgangseyri n Stærsta swingpartí sem haldið hefur verið á Íslandi n Kynlíf með öðrum lagaði sambandið n Dóra kann að meta svarta menn „Ég hef oftast samband við mennina sem við bjóðum í rúmið með okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.