Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 26
26 fólk - viðtal 27. apríl 2018 Þ að er enginn sem hefur lofað því að lífið verði skemmtilegt, en það eru allt of margir sem rembast við að gera það leiðinlegt.“ Með nýmúruð lungu Þegar blaðamaður og Jóhanna Andrésdóttir, ljósmyndari DV, koma inn í afgreiðsluhús Land- eyjahafnar einn mildan miðviku- dagsmorgun blasir við þeim skilti, Herjólfur er bilaður og fer ekki af stað fyrr en seint um kvöld. Það fer heldur engin flugvél frá Bakka. Fyrir guðs náð er dráttarbáturinn Lóðsinn að störfum í höfninni og á leið út í Eyjar. Skipperinn Svenni leyfir okkur að fljóta með en hann er einmitt góðvinur Árna og hef- ur siglt með honum um heims- ins höf. Í Lóðsinum eru Belgar að blása sandi úr höfninni en sand- fok hefur verið þrálátt vandamál í Landeyjahöfn síðan hún var tekin í notkun og stundum þarf Herjólf- ur enn að sigla til Þorlákshafnar. Öldurnar ýta við bátnum á meðan skipverjar láta gamminn geisa. Það er smávegis súld. Eft- ir því sem árunum hefur fjölgað á sjó er húmorinn svartur eins og djúpið og ekki allt prenthæft sem sagt er í stýrishúsinu. En andinn er góður og DV kann áhöfn Lóðsins bestu þakkir fyrir viðvikið. Það er íðilfögur sjón að sigla inn að höfninni í Heimaey. Hús- freyjan og fyrrverandi flugfreyjan Halldóra Filippusdóttir sækir okkur og ekur upp að Höfðabóli í útjaðri kaupstaðarins. Þetta er til- „Þetta er það alversta sem ég hef lent í og hef ég lent í mörgu“ Veturinn hefur verið erfiður hjá Árna Johnsen, þessum þekktasta syni Vestmannaeyja. Á aðeins hálfu ári hefur Árni misst tvo syni á sviplegan hátt. Á sama tíma og hann hefur tekist á við sársauka sem vart verð- ur lýst í orðum hefur hann glímt við alvarleg veikindi. En Árni brosir í gegnum tárin með sinni einstöku glettni og heldur áfram sinni óhefðbundnu göngu í lífinu. Nú í vor gefur hann út þrjú tónlistarsöfn, öll með ólíku sniði. Blaðamaður DV skrapp út í Eyjar til að ræða æskuna, starfsferilinn, tónlistina og sonamissinn við Árna. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.