Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 19
fólk - viðtal 1927. apríl 2018 „Það eina sem barn þarf til að vera hamingjusamt er forráðamaður sem elskar það skilyrðislaust“ S unna Rós Baxter er þrjátíu og eins árs gömul og fór í aðgerð í janúar árið 2017. Hún er mjög ánægð með þá þjónustu sem henni var veitt. Sunna á tvö börn en aðeins yngra barnið er getið með sæðisgjafa. Ástæða Sunnu fyrir því að velja þessa aðferð var einföld. „Ég var einstæð og ég vildi eignast barn. Ég vildi verða ólétt í janúar svo ég fór og lét taka lykkj- una mína í október og fór svo í viðtal hjá IVF klíníkinni í nóv- ember. Eftir viðtalið fór ég heim með bækling þar sem slóðin inn á sæðisbankann var. Ég skráði mig inn og þar var hægt að sjá alla sæðisgjafana,“ segir Sunna sem er nú í fæðingarorlofi með syni sín- um. „Ég valdi svo einn sæðisgjafa og sendi póst á IVF sem sér um að panta sæði frá þeim gjafa. Í janúar fór ég í uppsetningu og tíu dögum síðar fékk ég jákvætt þungunarpróf.“ Sjö vikum síðar fór Sunna í snemmsónar þar sem staðfest var að hún væri þunguð og að hjart- sláttur fóstursins væri eðlilegur. Hefur lesið ljótar athugasemdir um sjálfa sig Sunna segir fátt hafa komið henni á óvart í ferlinu sjálfu en að for- dómar hafi þó gert vart við sig í kjölfarið. „Fólk hefur ekki sagt neitt við mig en það hafa verið skrifaðar greinar um mig og þetta ferli mitt og ég hef séð fordóma á netinu frá fólki sem hefur lesið þær greinar. Ég hef séð athugasemdir eins og að ég eigi ekki rétt á leikskóla né læknisaðstoð fyrir barnið mitt vegna þess að fyrst að ég telji mig geta gert þetta ein þá eigi ég að gera þetta alveg ein. Ég hef líka lesið að ég sé að brjóta barnasátt- málann með því að neita barninu um að vera í sambandi við föð- ur sinn en sæðisgjafi er ekki for- eldri.“ Sjálf hefur Sunna gefið egg og telur hún sig ekki foreldra þeirra barna sem fæddust í kjölfarið á því. „Það er enginn að halda mér frá þeim börnum enda eru þau ekki mín börn. Svo hef ég líka lesið að ég sé að bjóða upp á að barnið mitt verði lagt í einelti. Það neyðist enginn til þess að leggja einhvern í einelti, manneskja sem leggur í einelti gerir það vís- vitandi og getur engum kennt um nema sjálfri sér. En svona fáfræði hefur engin áhrif á mig,“ segir Sunna og bætir við að hún hafi eignast þetta barn fyrir sjálfa sig, dóttur sína og barnið sjálft. „Ef fólk ætlar að taka það persónulega inn á sig hvernig ég lifi mínu lífi þá þarf það að eiga það við sjálft sig.“ Gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af maka Sunna seg- ist einnig hafa orðið vör við mikla forvitni fólks en hún hefur rætt ferli sitt mikið opinber- lega. „Hvaða leið fólk kýs að fara skiptir ekki máli. Ég mæli með því að fólk eignist barn ef það hefur á annað borð áhuga á því. Það sem skiptir máli er viljinn til að eignast barn og eru margar leiðir til þess. Fólk verður að finna hvað hent- ar sér. Ég hef verið einstæð í níu ár og finnst ég ekki vera að missa af neinu. Ég á vinkonur og ég er í mömmuhópum. Margir af þess- um pöbbum gera ekki mikið gagn hvort eð er. Ég myndi sturlast ef ég væri ein að sjá um allt og pabbinn bara í sófanum að slaka á. Mér finnst mjög þægi- legt að þurfa ekkert að spá í hvað hann er að gera eða hvaða hlut- verk hann á að taka að sér. Ég get haft allt eftir mínu höfði og ef mig vantar pössun þá finn ég út úr því,“ segir Sunna aðspurð hvort henni finnist ekki erfitt að vera eina for- eldrið. „Ég þarf ekkert frí frá því að vera foreldri, en stundum langar mig eða þarf að gera eitthvað sem börn eru ekki velkomin í og þá fæ ég pössun. Að hugsa um þessi börn mín ein er jafn eðlilegt fyrir mér eins og að hugsa um sjálfa mig ein. Fólki finnst væntanlega ekkert mál að fara sjálft á klósettið, baða sig sjálft og að tyggja matinn sinn og allt þetta. Kannski væri líf- ið auðveldara ef þú þyrftir bara að gera helminginn, en til hvers að fá einhvern til þess að tannbursta þig og klæða annan hvern dag þegar þetta er ekkert mál?“ Sunna segir að bæði börnin hennar séu mjög róleg og sé hún heppin að því leyti. „Til þess að barn alist upp ham- ingjusamt þá þarf það ekki að eiga mömmu og pabba. Það eina sem það þarf er forráðamaður sem elskar það skilyrðislaust, gefur barninu frelsi til þess að vera það sjálft og nýtur þess að verja tíma með því.“ Sunna Rós Baxter„ Ég þarf ekkert frí frá því að vera foreldri sunnabaxter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.