Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Side 2
 27. apríl 2018fréttir einstaklingar sem kunna að meta Karlalistann Stjórn mála sam tökin Karla listinn voru stofnuð form lega í vikunni. Fyrstu fregnir herma að flokkurinn muni helst berjast gegn femín- isma. Sú stefna gæti höfðað til neðangreindra karlmanna. Engin Ipekoglu Tyrkneski landsliðs- markvörðurinn Engin naut mikillar hylli hér- lendis á sínum tíma, þökk sé stórbrotnum lýsingum Bjarna Fel. Heimildir DV herma að Engin kunni að meta Karlaflokkinn. Halim Al Ef við höldum okkur í Tyrklandi þá er ekki ólíklegt að þekktasti sonur landsins á Íslandi kunni að meta tilhugsunina um Karla- lista. Reyndar þangað til í ljós kæmi að flokk- urinn ætlaði að berjast gegn foreldratálmun. Donald Trump Donald á erfitt val fyrir höndum því hann kann vel að meta áherslur Höfuðborgarlistans um að láta Kópa- vog borga fyrir brú til Reykjavíkur. Að lokum mun þó andúð hans á femínisma ná yfirhöndinni. Gunnar Hjartarson Það þykir með hreinum ólíkindum að pistlahöfundurinn víðkunni sé ekki í fram- boði fyrir listann enda er skoðanabróðir hans, Gunnar Waage, í eld- línunni. Ef Hjartarson væri til þá væri þarna gulltryggt atkvæði. Jónas Kristjánsson Samkvæmt Google frænda skrifaði ritstjórinn aldni pistil með yfirskriftinni: „Við þurfum Karlalistann“. Pistillinn birtist árið 1988 og því hefur Jónas þurft að bíða í 40 ár eftir að kallinu væri loksins svarað. V íngerðin hófst sem áhuga- mál en hefur síðan undið upp á sig. Ég ætlaði að dunda við þetta þegar ég væri kominn á ellilífeyri en þegar ég gekk í gegnum breytingar í vinnunni minni í fyrra þá ákvað ég að söðla um og taka þetta alla leið. Þarna liggur ástríða mín,“ segir bóndinn og víngerðarmað- urinn Höskuldur Hauksson í sam- tali við DV. Höskuldur flutti til Sviss ásamt fjölskyldu sinni fyrir áratug. Hann hafði alltaf haft áhuga á víngerð og ytra kynntist hann fólki sem starf- aði á þeim vettvangi. Fljótlega fjár- festi hann í litlum skika, fjórðungi úr hektara að stærð, í suðurhluta Sviss og fór að prófa sig áfram. Í dag framleiðir Höskuldur vín í um 22 þúsund flöskur af léttvíni á ári og gerir ráð fyrir því að stórauka framleiðsluna á næsta ári. „Ég setti á 12 þúsund flöskur í ár en ég ætla að leyfa því sem eftir er að þrosk- ast í eitt ár í viðbót í eikartunnum,“ segir Höskuldur. Hann er staddur á Íslandi þessa dagana til þess að kynna framleiðslu sína fyrir íslenskum veitingastöðum og almenningi. Stefnir á 40 þúsund flöskur á næsta ári Höskuldur er með vínframleiðslu á tveimur vínekrum í Sviss. Litla skikanum í suðurhlutanum, nán- ar tiltekið við bæinn Gordemo, og síðan um tveggja hektara vín- ekru við Remigen, sem er í norð- urhluta Sviss. „Ég mun aldrei sleppa hendinni af vínekrunni í suðurhlutanum. Þetta er yndis- legur reitur sem er í snarbrattri brekku með útsýni yfir Lago Maggiore-vatn. Það ilmar allt af villtri bergmyntu og blómum. Það er eins og að fara í frí í hvert skipti sem ég heimsæki staðinn,“ segir Höskuldur. Hann sér al- farið um ræktun og framleiðslu á þeim skika en er síðan með nokkra starfsmenn í hlutastarfi í að aðstoða hann við starfsemina í norðurhlutanum. Næsta vor mun Höskuldur síðan taka við þriðju vínekr- unni sem er einnig í norð- urhluta Sviss, skammt frá þeirri sem hann á nú þegar. „Þá verð ég kom- inn með um sex hektara lands undir framleiðsl- una og reikna með að framleiðslan verði um 35.000–40.000 flöskur,“ segir Höskuldur. Eins og áður segir er Höskuldur staddur hér á landi og er að kynna framleiðslu sína fyrir almenningi og veitingamönnum. „Ég hef fengið góð- ar viðtökur síðustu daga og veitingamenn virðast ánægðir með gæðin á framleiðsl- unni,“ segir Höskuldur. Þá mun hann bjóða áhugasömum einstak- lingum upp á vín- smökkun um helgina, nánar tiltekið á vínbarn- um Port 9 klukkan 14–16 á föstudag og laugardag. Þar geta gestir skráð sig á póstlista og pantað vín hjá Höskuldi sem sent verður beint upp að dyrum. Íslenskt heiti á tveimur vínum „Ég er að bjóða upp á sex tegund- ir af rauðvíni, hvítvíni og rósavíni,“ segir Höskuldur. Að hans mati er flaggskip framleiðslunnar Ciliego sem framleitt er úr Merlot-þrúg- unni sem kemur frá litla skikan- um í suðurhlutanum. „Vínið er gerjað með villtum víngerlum ekrunnar og liggur svo á skinnum berjanna í sex vikur áður en það er pressað frá og þroskað í tunnum úr franskri eik og kastaníuvið í 17 mánuði,“ segir Höskuldur. Þá bera tvö vín íslenskt heiti, annars vegar hvítvínið Tunglskin, sem framleitt er úr Müller-Thur- gau-þrúgunni, og rauðvínið Sól- skin, sem framleitt er úr Gara- noir- og Pinot Noir-þrúgunum. Aðspurður segir Höskuldur ekki þekkja til þess að rauðvín eða hvítvín sem framleidd eru erlend- is beri íslensk heiti. „Ef þú fullyrðir það samt í greininni þá er viðbúið að einhver verði reiður og leiðrétti þig,“ segir hann og hlær. Hann á ekki von á að vínfram- leiðsla hans verði til sölu hjá ÁTVR á næstunni. „Ég get ekki enn keppt við stærri framleiðendur í verði enda tekur ríkið stóran hluta af verðinu. Fyrst um sinn mun ég því selja framleiðslu mína milliliða- laust hérlendis,“ segir Höskuldur. Fimm tegundir sem hann fram- leiðir selur hann á 1.950–2.900 krónur en flaggskipið, Ciliego, kostar 4.800 krónur flaskan. n 2 Lof & Last – Þórarinn Þórarinsson, blaða- maður á Fréttablaðinu, á lof og last vikunnar: Eins og mér leiðast fjöldasamkom- ur og sérstaklega tónleikar þá get ég ekki annað en hrósað Secret Solstice-liðinu fyrir að drösla gömlu rónunum í Guns N’ Roses til landsins. Þetta gleður sjálfsagt haug af miðaldra smáborgurum sem rámar lauslega í að þau hafi kunnað að njóta lífsins fyrir þrjátíu árum. Fallegt að búa miðaldra eitt áhyggjulaust ævikvöld. Löggan og samskipti hennar við fjölmiðla. Hrokinn, þvermóðsk- an og almenn leiðindi meintra „þjóna“ laga og reglu í garð okkar blaðamanna lýsir vitaskuld fyrst og fremst lítilsvirðingu fyrir almenningi. Ég hélt að með Grími Grímssyni væri lögreglan að taka þroskakipp í þessum samskiptum en ég held ég sé að átta mig á því hvers vegna sá maður síðasta árs var sendur úr landi. Á þessum degi, 27. apríl 711 – Hersveitir mára, undir forystu Tariq ibn Ziyad, ganga á land á Gí- braltar og hefst þar með innrás þeirra á Iberíuskagann. 1667 – John Milton, þá blindur og sárafátækur, selur höfundarréttinn að Paradise Lost, Paradísarmissi, fyrir 10 sterlingspund. 1909 – Abdul Hamid II, soldán Ottómanveldisins, er steypt af stóli. Bróðir hans, Mehmed V tekur við stjórn- artaumunum. 1945 – Benító Mússólíní, leiðtogi ítalska fasistaflokksins og síðar einræðisherra á Ítalíu, er handtekinn á flótta af þarlendum skæruliðum í Dongo. Mússólíní hafði klætt sig upp sem þýskur hermaður í von um að komast undan. 1993 – Allir liðsmenn sambíska lands- liðsins í knattspyrnu farast í flugslysi í Gabon, þá á leið til Senegal þar sem berjast skyldi um rétt til þátttöku á heimsmeistaramótinu 1994. Hinstu orðin „Mozart!“ – Sagan segir að tónsmiðurinn Gustav Mahler hafi dáið með nafn Mozarts á vörum sínum og stjórnað ímyndaðri sinfóníuhljómsveit á bana- beðinum. „Víngerðin hófst sem áhugamál“ Vínbóndinn Höskuldur framleiðir rúmlega 20.000 vínflöskur á ári: Selur vínið „beint frá bónda“ til Íslands„Það ilmar allt af villtri bergmyntu og blómum. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Höskuldur Hauksson Víngerðin byrjaði sem áhugamál en er núna orðið hans aðalstarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.