Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 2
 27. apríl 2018fréttir einstaklingar sem kunna að meta Karlalistann Stjórn mála sam tökin Karla listinn voru stofnuð form lega í vikunni. Fyrstu fregnir herma að flokkurinn muni helst berjast gegn femín- isma. Sú stefna gæti höfðað til neðangreindra karlmanna. Engin Ipekoglu Tyrkneski landsliðs- markvörðurinn Engin naut mikillar hylli hér- lendis á sínum tíma, þökk sé stórbrotnum lýsingum Bjarna Fel. Heimildir DV herma að Engin kunni að meta Karlaflokkinn. Halim Al Ef við höldum okkur í Tyrklandi þá er ekki ólíklegt að þekktasti sonur landsins á Íslandi kunni að meta tilhugsunina um Karla- lista. Reyndar þangað til í ljós kæmi að flokk- urinn ætlaði að berjast gegn foreldratálmun. Donald Trump Donald á erfitt val fyrir höndum því hann kann vel að meta áherslur Höfuðborgarlistans um að láta Kópa- vog borga fyrir brú til Reykjavíkur. Að lokum mun þó andúð hans á femínisma ná yfirhöndinni. Gunnar Hjartarson Það þykir með hreinum ólíkindum að pistlahöfundurinn víðkunni sé ekki í fram- boði fyrir listann enda er skoðanabróðir hans, Gunnar Waage, í eld- línunni. Ef Hjartarson væri til þá væri þarna gulltryggt atkvæði. Jónas Kristjánsson Samkvæmt Google frænda skrifaði ritstjórinn aldni pistil með yfirskriftinni: „Við þurfum Karlalistann“. Pistillinn birtist árið 1988 og því hefur Jónas þurft að bíða í 40 ár eftir að kallinu væri loksins svarað. V íngerðin hófst sem áhuga- mál en hefur síðan undið upp á sig. Ég ætlaði að dunda við þetta þegar ég væri kominn á ellilífeyri en þegar ég gekk í gegnum breytingar í vinnunni minni í fyrra þá ákvað ég að söðla um og taka þetta alla leið. Þarna liggur ástríða mín,“ segir bóndinn og víngerðarmað- urinn Höskuldur Hauksson í sam- tali við DV. Höskuldur flutti til Sviss ásamt fjölskyldu sinni fyrir áratug. Hann hafði alltaf haft áhuga á víngerð og ytra kynntist hann fólki sem starf- aði á þeim vettvangi. Fljótlega fjár- festi hann í litlum skika, fjórðungi úr hektara að stærð, í suðurhluta Sviss og fór að prófa sig áfram. Í dag framleiðir Höskuldur vín í um 22 þúsund flöskur af léttvíni á ári og gerir ráð fyrir því að stórauka framleiðsluna á næsta ári. „Ég setti á 12 þúsund flöskur í ár en ég ætla að leyfa því sem eftir er að þrosk- ast í eitt ár í viðbót í eikartunnum,“ segir Höskuldur. Hann er staddur á Íslandi þessa dagana til þess að kynna framleiðslu sína fyrir íslenskum veitingastöðum og almenningi. Stefnir á 40 þúsund flöskur á næsta ári Höskuldur er með vínframleiðslu á tveimur vínekrum í Sviss. Litla skikanum í suðurhlutanum, nán- ar tiltekið við bæinn Gordemo, og síðan um tveggja hektara vín- ekru við Remigen, sem er í norð- urhluta Sviss. „Ég mun aldrei sleppa hendinni af vínekrunni í suðurhlutanum. Þetta er yndis- legur reitur sem er í snarbrattri brekku með útsýni yfir Lago Maggiore-vatn. Það ilmar allt af villtri bergmyntu og blómum. Það er eins og að fara í frí í hvert skipti sem ég heimsæki staðinn,“ segir Höskuldur. Hann sér al- farið um ræktun og framleiðslu á þeim skika en er síðan með nokkra starfsmenn í hlutastarfi í að aðstoða hann við starfsemina í norðurhlutanum. Næsta vor mun Höskuldur síðan taka við þriðju vínekr- unni sem er einnig í norð- urhluta Sviss, skammt frá þeirri sem hann á nú þegar. „Þá verð ég kom- inn með um sex hektara lands undir framleiðsl- una og reikna með að framleiðslan verði um 35.000–40.000 flöskur,“ segir Höskuldur. Eins og áður segir er Höskuldur staddur hér á landi og er að kynna framleiðslu sína fyrir almenningi og veitingamönnum. „Ég hef fengið góð- ar viðtökur síðustu daga og veitingamenn virðast ánægðir með gæðin á framleiðsl- unni,“ segir Höskuldur. Þá mun hann bjóða áhugasömum einstak- lingum upp á vín- smökkun um helgina, nánar tiltekið á vínbarn- um Port 9 klukkan 14–16 á föstudag og laugardag. Þar geta gestir skráð sig á póstlista og pantað vín hjá Höskuldi sem sent verður beint upp að dyrum. Íslenskt heiti á tveimur vínum „Ég er að bjóða upp á sex tegund- ir af rauðvíni, hvítvíni og rósavíni,“ segir Höskuldur. Að hans mati er flaggskip framleiðslunnar Ciliego sem framleitt er úr Merlot-þrúg- unni sem kemur frá litla skikan- um í suðurhlutanum. „Vínið er gerjað með villtum víngerlum ekrunnar og liggur svo á skinnum berjanna í sex vikur áður en það er pressað frá og þroskað í tunnum úr franskri eik og kastaníuvið í 17 mánuði,“ segir Höskuldur. Þá bera tvö vín íslenskt heiti, annars vegar hvítvínið Tunglskin, sem framleitt er úr Müller-Thur- gau-þrúgunni, og rauðvínið Sól- skin, sem framleitt er úr Gara- noir- og Pinot Noir-þrúgunum. Aðspurður segir Höskuldur ekki þekkja til þess að rauðvín eða hvítvín sem framleidd eru erlend- is beri íslensk heiti. „Ef þú fullyrðir það samt í greininni þá er viðbúið að einhver verði reiður og leiðrétti þig,“ segir hann og hlær. Hann á ekki von á að vínfram- leiðsla hans verði til sölu hjá ÁTVR á næstunni. „Ég get ekki enn keppt við stærri framleiðendur í verði enda tekur ríkið stóran hluta af verðinu. Fyrst um sinn mun ég því selja framleiðslu mína milliliða- laust hérlendis,“ segir Höskuldur. Fimm tegundir sem hann fram- leiðir selur hann á 1.950–2.900 krónur en flaggskipið, Ciliego, kostar 4.800 krónur flaskan. n 2 Lof & Last – Þórarinn Þórarinsson, blaða- maður á Fréttablaðinu, á lof og last vikunnar: Eins og mér leiðast fjöldasamkom- ur og sérstaklega tónleikar þá get ég ekki annað en hrósað Secret Solstice-liðinu fyrir að drösla gömlu rónunum í Guns N’ Roses til landsins. Þetta gleður sjálfsagt haug af miðaldra smáborgurum sem rámar lauslega í að þau hafi kunnað að njóta lífsins fyrir þrjátíu árum. Fallegt að búa miðaldra eitt áhyggjulaust ævikvöld. Löggan og samskipti hennar við fjölmiðla. Hrokinn, þvermóðsk- an og almenn leiðindi meintra „þjóna“ laga og reglu í garð okkar blaðamanna lýsir vitaskuld fyrst og fremst lítilsvirðingu fyrir almenningi. Ég hélt að með Grími Grímssyni væri lögreglan að taka þroskakipp í þessum samskiptum en ég held ég sé að átta mig á því hvers vegna sá maður síðasta árs var sendur úr landi. Á þessum degi, 27. apríl 711 – Hersveitir mára, undir forystu Tariq ibn Ziyad, ganga á land á Gí- braltar og hefst þar með innrás þeirra á Iberíuskagann. 1667 – John Milton, þá blindur og sárafátækur, selur höfundarréttinn að Paradise Lost, Paradísarmissi, fyrir 10 sterlingspund. 1909 – Abdul Hamid II, soldán Ottómanveldisins, er steypt af stóli. Bróðir hans, Mehmed V tekur við stjórn- artaumunum. 1945 – Benító Mússólíní, leiðtogi ítalska fasistaflokksins og síðar einræðisherra á Ítalíu, er handtekinn á flótta af þarlendum skæruliðum í Dongo. Mússólíní hafði klætt sig upp sem þýskur hermaður í von um að komast undan. 1993 – Allir liðsmenn sambíska lands- liðsins í knattspyrnu farast í flugslysi í Gabon, þá á leið til Senegal þar sem berjast skyldi um rétt til þátttöku á heimsmeistaramótinu 1994. Hinstu orðin „Mozart!“ – Sagan segir að tónsmiðurinn Gustav Mahler hafi dáið með nafn Mozarts á vörum sínum og stjórnað ímyndaðri sinfóníuhljómsveit á bana- beðinum. „Víngerðin hófst sem áhugamál“ Vínbóndinn Höskuldur framleiðir rúmlega 20.000 vínflöskur á ári: Selur vínið „beint frá bónda“ til Íslands„Það ilmar allt af villtri bergmyntu og blómum. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Höskuldur Hauksson Víngerðin byrjaði sem áhugamál en er núna orðið hans aðalstarf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.