Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 44
44 27. apríl 2018 Draugagangur í Hlyngerði 9 Árið 1985 mátti hin 22 ára gamla Kristín Þorsteinsdóttir þola mikla ásókn frá veru í mannsmynd. Aðr­ ir fjölskyldumeðlimir og gestir tóku eftir draugaganginum sem linnti ekki fyrr en fjölskyldan flutti af heimili sínu að Hlyngerði 9 í Reykjavík. Foreldrar Kristínar leigðu hús­ ið af Einari Ágústssyni utanríkis­ ráðherra. Samkvæmt grein í Tímanum var þetta vel upplýst nú­ tímafólk sem velti sér ekki upp úr óútskýrðum fyrirbærum. Kristín var nýlega flutt aftur heim til for­ eldra sinna um vorið en hún var þá ólétt en ekki í sambúð. Fékk hún forstofuherbergi í húsinu og þar fann hún fyrst fyrir verunni. Hún sagði: „Ég vakna skyndilega og finn að það er einhver í herberginu hjá mér. Ég sá engan en finn mjög sterkt fyrir nálægð mannsins sem mér finnst vera að ásækja mig. Í fyrstu datt mér í hug að ég hefði verið með martröð en svo átta ég mig á því smám saman að svo er ekki. Áhrifin eru svo sterk að mér finnst ég ekki ráða við neitt og það leikur allt á reiðiskjálfi. Þetta var einna líkast því að ég stæði úti í ofsaroki en um leið finn ég að ekki er um vind að ræða heldur ein- hver áhrif og þó að ég hefði ekki séð neinn er eins og ég finni að hér er um karlmann að ræða, dökk- klæddan, grannan en hávaxinn man ég og það er engu líkara en það vanti á hann höfuðið.“ Hún flúði í annað herbergi nær foreldrum sínum þessa nótt. Þá næstu kom maðurinn aftur og aftur flúði hún í sama herbergi. Næstu nætur hélt ásóknin áfram og var hún farin að hafa veruleg áhrif á fjölskylduna. Kristín sagði að veran ógnaði henni á næturnar með rýtingi og hún taldi að þetta hlyti að tengjast þunguninni á ein­ hvern hátt. Einn daginn urðu móðir Krist­ ínar og vinkona hennar var­ ar við veruna. Um miðjan dag heyrðu þau djúpa karlmannsrödd segja innan úr einu herberginu „ahoj, ahoj, ahoj“ en herbergið var mannlaust. Í fleiri skipti fann móðir Kristínar fyrir verunni. Til dæmis eina nóttina þar sem henni fannst hún keyrð niður í rúmið af verunni með eins konar orku. Fjölskyldan hafði samband við Björgu Ólafsdóttur, reyndan miðil, sem kom og dvaldi ein í klukkutíma í forstofuherberginu. Hún sagði að hér væri á ferðinni maður sem hafði látist á voveif­ legan hátt og gæti ekki sætt sig við örlög sín. Mögulega hefði hann svipt sig lífi. Eftir heim­ sókn Bjargar minnkaði ásókn­ in um tíma en síðan fór aftur í sama horfið. Um sumarið 1985 gat fjölskyldan flutt úr húsinu fyrr en áætlað hafði verið og við það hætti ásóknin. Afskiptum Kristínar af dulræn­ um fyrirbærum var hins vegar ekki lokið. Hún starfaði sem mið­ ill hjá Sálarrannsóknarfélagi Ís­ lands þar til hún lést langt fyrir aldur fram árið 2000. n Stálu rófum og þeyttu káli J ón beykir Jónsson var þekktur maður í Reykjavík á þriðja áratug 20. aldar, meðal annars vegna dýra­ verndunar og tíðra skrifa í blöð­ in en hann var þá á sjötugsaldri. Í ágúst 1922 varð hann fyrir slík­ um átroðningi nokkurra strák­ gutta að hann hótaði þeim í Vísi. Í fréttinni kom fram að prakk­ ararnir kæmu í garðinn hjá Jóni klukkan ellefu að kvöldi þegar hann og kona hans væru sofn­ uð og vektu þau með hávaða; þeir tröðkuðu niður garðinn, stælu rófum og þeyttu káli út um allt. „Ef þessum látum linnir ekki, ætlar Jón að leita aðstoðar lögreglunnar og fá menn til að sitja fyrir strákunum og láta þá sæta sektum fyrir spellvirki þeirra. Líka mun hann auglýsa nöfn þeirra á sínum tíma.“ U m miðjan níunda ára­ tuginn stóð hvalveiði­ deilan sem hæst og voru veiðarnar loks bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu árið 1986. Íslendingar stóðu í miklu stappi þessi árin vegna veið­ anna, sér í lagi við Bandaríkja­ menn, og reyndu að gera sig breiða. 27. ágúst árið 1987 lýsti sjávarútvegsráðherrann Hall­ dór Ásgrímsson yfir þeim vilja ríkisstjórnarinnar að halda veiðum í vísindaskyni áfram en koma til móts við Banda­ ríkjamenn með því að draga úr veiðum á ákveðnum tegund­ um. Utan ríkismálanefnd Al­ Þingis kom saman og ræddu nefndarmenn málið á meðan þeir smjöttuðu sjálfir á hval­ kjöti. Vísindaveiðar hófust þó ekki fyrr en árið 2003. Ræddu og átu hval Guðlaugur fór fram á að heyrn hans yrði skert vegna umferðarniðar Á tíunda áratug síðustu aldar háði Guðlaugur Lárusson, íbúi við Miklubraut 13, bar­ áttu við borg og ríki vegna hávaða og mengunar við þessa fjölförnustu umferðargötu lands­ ins. Umferðin hafði það slæm áhrif á heilsu hans og eiginkonu hans, Hólmfríðar Jónsdóttur, að hann gekk svo langt að fara fram á það við Landlæknisembættið að heyrn hans yrði skert með aðgerð. Guðlaugur, sem býr nú í Hvera­ gerði ræddi við DV um ástandið sem hann bjó við. Hjartaáföll, pilluát og borað í kinnbein Guðlaugur og Hólmfríður fluttu að Miklabraut 13 árið 1989 og fljót­ lega fóru þau að taka eftir stig­ vaxandi umferð um götuna. Um­ ferðarþunginn var það mikill að hámarksökuhraði var hækkaður svo umferðin gengi greiðar. „Við hjónin vorum búin að missa heilsuna af svefnlyfjaáti vegna hávaðans og eiturmeng­ unarinnar frá bílunum. Ég át svefntöflur á hálftíma fresti. Það var farið að blæða úr hálsi og nefi og við vorum með læknisvott­ orð upp á það. Síðan fékk ég tvö hjartaáföll sem hægt er að rekja beint til þessa. Það þurfti að bora inn í kinnbeinin á konunni minni og þar var ýmislegt slæmt skrap­ að út sem var byrjunin á krabba­ meini.“ Guðlaugi var farið að líða svo illa vegna hávaðans að hann setti steinull í alla gluggana. Svo greip hann til örþrifaráða og biðlaði til Ólafs Ólafssonar landlæknis um að heyrn sín yrði skert með skurð­ aðgerð. „Ég fór fram á að heyrnin yrði skert en hann sagði að það væri ekki hægt að leyfa svoleiðis. En hann fór með mál mitt til borgar­ stjóra og samgönguráðherra.“ Stefndi ríki og borg Að sögn Guðlaugs var þetta mikið rætt á íbúafundum og aðrir íbúar höfðu einnig fundið fyrir hávað­ anum og menguninni. Borgin hafi keypt fólk út úr íbúðum sín­ um, að sögn Guðlaugs til að þagga niður gagnrýnisraddirnar. Lengi vel hélt Guðlaugur úti heimasíðu um ástandið og birti þar allar þær skýrslur og bréf sem hann hafði undir höndum. „Heilbrigðiseftirlitið var búið að vera með mælistöð í innkeyrsl­ unni hjá mér og samkvæmt þeirra skýrslum var hávaðinn rétt yfir 50 desibela mörkum. En þegar ég gekk í málið voru mælitækin alltaf biluð. Seinna fékk ég skýrslu frá háskóla í Berlín þar sem kom í ljós að hávaðinn var mun meiri, eða yfir 100 desibel og þá var ekkert annað í stöðunni en að fara í mál.“ Guðlaugur stefndi borg og ríki vegna umferðarinnar og Sigurður Gizurarson lögmaður fullvissaði hann um að málið væri auðunnið. En kvöldið áður en að málflutn­ ingur átti að hefjast kröfðust borg og ríki dómsáttar sem Guðlaugur taldi sig ekki geta skorast undan. Hann lagði fram kröfu um að borgin keypti íbúðina sem var samþykkt eftir einn klukkutíma. Hoppa um eins og unglingar í dag Kaupin gengu í gegn árið 2000 og hjónin fluttust þá til Hveragerðis, þar sem þau búa enn. „Lífið og heilsufarið er allt ann­ að í dag. Við hjónin förum á hverju vori upp á Arnarvatnsheiði með stengurnar til að veiða bleikju og urriða. Við hoppum um eins og unglingar þótt ég sé að verða 82 ára. Ég hefði ekki þolað tvö eða þrjú ár til viðbótar á Miklubraut­ inni. Þá hefði þurft að hola mér niður í jörðina og sennilega kon­ unni fyrr. Fuglasöngurinn í Hvera­ gerði er búinn að laga allt saman.“ Nú er það rætt að færa um­ ferðina um Miklubraut í stokk en Guðlaugur segir það hefðbundið kosningahjal. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég man eftir að það hafi verið rætt. Borgarstjórn er einungis að reyna að fela sinn ósóma.“ Guðlaugur Lárusson Klapparstígur 11 Úr annálum „Mikill arnagangur heyrðist að vestan, einkum í Rifi, og músagangur í meira lagi.“ Espihólsannáll, 1786
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.