Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 22
22 umræða 27. apríl 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Fyrirgefðu Alda. Fyrirgefðu Sæborg Í dag birti DV.is nafnlausa grein um feminískt hlaðhvarp sem tveir meðlimir í stjórn Trans Íslands reka saman. Í þessari grein voru tilvitnanir í hlaðvarp- ið sem teknar voru úr öllu sam- hengi. Þessar tilvísanir voru sett- ar fram af Öldu og Sæborgu, eins og hlaðvarpið allt, sem satíra.“ Á þennan hátt hófst yfirlýsing sem stjórn Trans Íslands sendi DV síðastliðinn miðvikudag. Til- efnið var áðurnefnd frétt sem blaðamaður DV byggði á hlað- varpsþættu Öldu og Sæborgar. Þar voru þung orð um karlmenn látin falla. Meðals annars var þeim líkt við kakkalakka og sagð- ir samfélagslegt vandamál. Sæ- borg og Alda fullyrða að öll um- mælin um karlmenn hafi verið látin falla í kaldhæðni. Í samtali við Stundina er því haldið fram að markmið hinna grimmu um- mæla um karlmenn hafi verið til að vekja fólk til umhugsunar. Í frétt DV voru þau mistök gerð að ekki var greint frá því að snemma í þættinum lét Alda þau ummæli falla að það væri fá- ránleg hugmynd að „femínismi snúist um það að við viljum út- rýma öllum karlmönnum“. Þau mistök harmar blaðið. Í yfirlýsingu frá stjórn Trans Íslands sagði einnig: „Þetta hlaðvarp er gott dæmi af hug- takinu „punching up“, þar sem fólk í jaðarsettum hópum (kon- ur, trans fólk) gerir grín að vald- hafandi hóp (karlmenn). Það er allt og sumt. Það er ekki sam- særi og þetta er ekki útkall fyrir því að Trans Ísland vilji drepa alla karlmenn. Þessi grein og við- brögð hennar gera lítið meira en að sanna það sem Alda og Sæ- borg hafa einmitt sem aðalþema í þessu hlaðvarpi: hvað samfélag- ið okkar er meðvirkt með eitraðri karlmennsku.“ Í yfirlýsingunni segir enn fremur að Trans Ísland fordæmi misskynjun á Öldu í greininni og telja samtökin að blaðamaður DV hafi af ásettu ráði sagt hún í stað hán til að meiða Öldu. Það er af og frá. Enginn blaðamaður á DV reynir af ásettu ráði að meiða fólk og það er ljótt að halda slíku fram. Blaðamenn DV eru í þessu starfi því þeir vilja láta gott af sér leiða. Og rétt eins og í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur í leik og starfi verður okkur á. Ég hef gert alvarleg mistök sem enn banka í öxlina á mér. Og ég á eftir að gera mistök aftur. Blaðamaðurinn, sem ný- lega tók til starfa á DV og skrif- aði fréttina, á eftir að gera mistök líka. Hann harmar að hafa ekki vandað vinnubrögð sín og mun læra af mistökum sínum. Í yfirlýs- ingu Trans Íslands er einnig tekið fram að efni hlaðvarpsins endur- spegli ekki stefnu Trans Íslands þar sem barátta transfólks sé ekk- ert grín. Persónulega fannst mér grínið eða ádeilan smekklaus og tel að bæði Alda og Sæborg hefðu verið gagnrýnd fyrir brandarana ef blaðamaður hefði vandað til verksins. Ofbeldisádeilur hitta nefnilega sjaldan í mark og að gera grín að því að lemja menn, nauðga konum er vandmeðfarið. En það er allt önnur saga. Það sem skiptir öllu máli er að Sæborg og Alda urðu fyrir árás- um vegna mistaka við vinnslu fréttar blaðsins. Sæborg og Alda hafa lýst því yfir að ekki hafi ver- ið um raunverulegar skoðanir þeirra að ræða. Ég er ábyrgðar- maður þess efnis sem birtist á vef DV. Ég harma að þessi frétt hafi farið í loftið. Ég er sjálfur fað- ir transbarns og það er virkilega sárt að hugsa til þess að valda því samfélagi skaða sem hefur á margan hátt staðið með syni mínum og hjálpað mér sjálfum. Sonur minn sendi mér skilaboð og sagði: „Mér fannst ekki snið- ugt að setja þessa frétt inn.“ Ég er sammála Gabríel, syni mínum. Hún átti aldrei að fara í loftið eins og hún var unnin. Ég bið Öldu og Sæborgu inni- legrar afsökunar. n Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Spurning vikunnar Ertu fylgjandi heimanámi? „Nei, en ég er ekki í skóla.“ Alexandra Sigurðardóttir „Já, ég held að það sé ágætis ögun.“ Sveinn Ólafsson „Já, ég tel að fólk eigi að hafa þann möguleika.“ Guðmundur Skúli Johnsen „Já. Það kennir manni að vinna sjálfur.“ Haukur Jörundur Hálfdánarson Sæborg og Alda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.