Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 33
Ferðalok 27. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Bergsteinar er nýtt fyrirtæki sem sérhæf-ir sig í sölu á legsteinum og tengdum munum. Eigendur eru Lárus Einarsson og Matthildur Þórðardóttir. Þau hafa langa reynslu úr faginu en þau ráku áður fyrr leg- steinagerðina Englasteina sem þau síðan seldu árið 2008. Hjá Bergsteinum eru seldir eingöngu sérhannaðir granítsteinar sem koma frá ýmsum löndum. „Við erum eingöngu með granítsteina. Sumir eru með grófum, tilhöggnum köntum, en aðrir með slípuðum, póleruðum og sléttum köntum. Sumir eru með blómaskrauti sem er höggvið er í steininn. Það er ljósara en hinn eiginlegi litur granítsins þar sem það finnst í náttúrunni. Liturinn á steininum kemur hins vegar fram þegar hann er slípaður og póleraður,“ segir Matthildur. „Svörtu steinarnir eru allir í sama svarta litnum en litbrigði hinna steinanna eru mjög margvísleg því þetta er náttúrugrjót, hver og einn steinn er frábrugðinn öðrum. Fólk fær nákvæmlega þann stein sem það velur í sýn- ingarsal hjá okkur, ekki svipaðan eða sambæri- legan steinn, því engir tveir steinar eru eins.“ Legsteinarnir eru til í nokkrum stærðum og auk þess er sérstök lögbundin stærð fyrir steina fyrir duftleiði. Auk steinanna selja Berg- steinar ljósker, vasa, postulínsmyndir í ramma og blómaramma. „Áletrunin er síðan innifalin í verði á öllum legsteinum hjá okkur. Við útbúum tillögur að leturgerð og uppsetningu á áletruninni og ber- um undir viðskiptavininn, áður en byrjað er að vinna legsteininn“ segir Matthildur. Verð á legsteinum kemur fram á heimasíð- unni www.bergsteinar.is. Bergsteinar eru til húsa að Auðbrekku 4 Kópavogi. Opið er mánudaga til föstudaga frá 10 til 17 en einnig er hægt hringja 537-1029 á opnunartíma og fá að koma á öðrum tímum. „Sumir þurfa góðan tíma og vilja vera í einrúmi á meðan skoðað er,“ segir Matthildur og bætir við að þetta starf sé mjög gefandi. Auk höfuðborgarsvæðisins keyra Bergstein- ar út legsteina til nágrannabyggða þess, eins og til dæmis á Suðurnesin, austur fyrir fjall og á Akranes. Þarf þá að greiða sérstaklega fyrir aksturinn en uppsetning á legsteininum er inni- falin í verði. Viðskiptavinir lengra úti á landi fá steinana senda til sín án flutningsgjalds. Sími á afgreiðslutíma verslunarinnar er 537- 1029 og netfang er bergsteinar@bergsteinar. is. Gott er að skoða úrvalið á vefsíðunni www. bergsteinar.is. BErGStEinAr: Hver og einn legsteinn er einstakur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.