Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 42
42 Tímavélin 27. apríl 2018 Gamla auglýsingin DV 20. september 1990 Þ ann 26. febrúar árið 1962 mættu óvæntir gestir í stöðvarhús Skógræktar Reykjavíkur í Fossvogs- hverfinu. Þar sem starfsmenn voru að aka traktor inn í bíl- skúrskjallara flaug lítill fugl inn og á eftir honum einn mun stærri. Maður að nafni Niku- lás Einarsson greip þann stærri og sá strax að þar var smyrill á ferð en hann lét mjög ófriðlega, beitt klóm og kjafti eins og seg- ir í frétt Vísis degi seinna. Var honum komið fyrir í kassa og sáu menn þá að hann var bækl- aður á öðrum fæti og vantaði klóna. Einnig var hann særð- ur á bringu en sá minni kom þá trítlandi fram hjá og sáu menn að það var sólskríkja. Smáfugl- inum var hleypt út í frelsið á meðan ódámurinn var fluttur burt í kassanum. Fuglahasar í Fossvoginum Í apríl árið 1997 setti DV það í hendur matgæðing- anna Úlfars Eysteinssonar, Drafnar Farestsveit og Sig- mars B. Haukssonar að komast að því hvaða appelsínusafi væri bestur. Alls voru 13 tegundir 100% hreinna safa smakk- aðar og þeim gefnar stjörn- ur. Matið var gert út frá bragði, áferð og útliti en umbúðirnar skiptu engu máli. Hæst skor- aði Flórí dana með 13 stjörnur af 15 mögulegum. „Gott app- elsínubragð,“ sagði Úlfar. Þar á eftir komu nokkuð margir safar sem fengu 10 og 11 stjörn- ur, til dæmis Trópí, Rynkeby og Minute Maid. Dómararnir voru mjög ósammála um Blöndu og sagði Sigmar safann vera „vatngutl“. Verstu einkunnina fengu Bónussafinn og Lindavia. Dröfn taldi þann síðarnefnda hljóta að vera skemmdan. DV dæmdi appelsínusafa Saga þriggja reykvískra húsa: Morð, eldsvoðar og draugagangur Þ ekktustu hús höfuðborgar- svæðisins eiga sér mörg hver langa og merka sögu. Alþingishúsið, Höfði, Landakot, Þjóðleikhúsið, Bessa- staðir og fleiri. Þeim fylgir jafn- vel þjóðtrú um reimleika og aðr- ar goðsagnir borgarlífsins. En saga íbúðarhúsanna er falin í látleys- inu. Þau gefa það ekki til kynna að þar hafi gerst merkilegir atburð- ir. Hér á eftir fer saga þriggja húsa sem voru á einhvern hátt vett- vangur tilviljanakennds harm- leiks eða bölvunar eins og sumir myndu segja. Tvö morð á Klapparstíg 11 Á Klapparstíg 11 áttu sér stað tvö morð með 14 ára millibili, árin 1988 og 2002. Morðin voru mjög sérstök að því leyti að gerandinn í því fyrra var þolandinn í því seinna. Að kvöldi sunnudagsins 10. jan- úar árið 1988 hringdi Bragi Ólafs- son, 51 árs, í lögregluna í Reykja- vík og tilkynnti að eiginkona hans, Gréta Birgisdóttir, 26 ára, væri látin á heimili þeirra við Klappar stíg 11. Sjúkrabifreið var send á staðinn og rannsóknarlögreglunni gert við- vart þar sem grunur lék á að and- látið hefði ekki verið slys. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn fundu þeir líkið með tölu- verða áverka, meðal annars á hálsi og höfði. Grunur beindist strax að Braga sem var ölvaður og gaf mjög óljósa frásögn af atburðum. Hann sagði lögreglunni að Gréta hefði sjálf veitt sér áverkana. Var hann þá handtekinn á staðnum og færð- ur í gæsluvarðhald. Bragi játaði síðar í mánuðinum að átök hefðu átt sér stað milli hjónanna en neitaði því að það hafi verið ætlun hans að drepa hana. Eftir rannsókn málsins um vorið var Bragi ákærður fyrir manndráp. Þann 14. júní var Bragi dæmdur sekur um að hafa banað Grétu með því að sparka í höfuð hennar og kæfa hana með böndum úr dyrahengi. Var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar. Á tíunda tímanum þann 26. september árið 2002 var lögregla og sjúkralið kallað að Klapparstíg 11 þar sem Bragi bjó enn. Það voru nágrannar sem það gerðu og strax var ljóst að mikil átök höfðu átt sér stað í íbúðinni og blóð uppi um alla veggi. Bragi lá þar illa særður og með litla meðvitund en hann gat sagt lögreglunni hvað gerst hafði. Lést hann skömmu síðar. Hinn grunaði, Steinn Ármann Stefánsson, 35 ára, hafði flúið vett- vang og lögregla hóf leit að hon- um og eggvopni sem notað var til verksins. Ekki leið á löngu þar til Steinn Ármann fannst í austurbæ Reykjavíkur og var hann handtek- inn og síðar ákærður fyrir morðið á Braga. Málið var lengi í rannsókn og deildu geðlæknar um sakhæfi Steins Ármanns. Töldu sumir að hann hefði verið í nánast sam- felldu geðrofsástandi frá 21 árs aldri. Hann hafði oft komið við sögu lögreglu áður og voru tvær líkamsárásarkærur sameinaðar morðákærunni. Áður hafði hann til dæmis hlotið sjö ára dóm fyrir kókaíninnflutning. Steinn var metinn ósakhæfur, bæði í héraði og Hæstarétti, og vistaður á rétt- argæsludeildinni að Sogni. Hann lést árið 2013. Hin eldfima Hverfisgata 34 Húsið að Hverfisgötu 34 er helst þekkt fyrir þá fjölmörgu bruna sem orðið hafa í langri sögu þess. Sá fyrsti í janúar árið 1934 þegar kvikn- aði út frá miðstöð í kjallaranum. Sá bruni var reyndar fljótt slökktur og skemmdir á húsinu ekki teljandi samkvæmt frétt Vísis. Næsti bruni átti sér stað sléttri hálfri öld síðar, eða árið 1984, þegar hjón með barn sluppu naumlega út úr húsinu. Eldurinn kom upp á annarri hæð þegar leigjandinn þar, Rúnar Gústafsson, henti log- andi sígarettu í ruslapoka. Eldur- inn breiddist út og olli miklum skemmdum á tveimur íbúðum, mestum í eldhúsinu á annarri hæð. Bruninn hafði töluverða eftir- mála þar sem Rúnar hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Sakadómi Reykjavíkur. Þá tóku við málaferli milli eiganda íbúðanna tveggja og Rúnars og urðu þau að prófmáli um ábyrgð í húsfélögum. Niður- staðan var sú að Rúnar bæri einn ábyrgð á tjóninu í báðum íbúðum og þurfti hann að greiða eigendun- um skaðabætur. Árið 2008 var slökkviliðið tíður gestur í Hverfisgötu 34 en þá stóð húsið autt og útigangsfólk hafð- ist þar við. Í upphafi ársins þurfti þrívegis að slökkva þar elda, þann stærsta 4. febrúar, og grunur lék á að kveikt hefði verið í. Vel gekk að slökkva eldinn en menn höfðu sér- stakar áhyggjur af ástandinu í ljósi þess að næsta hús við hliðina á var hótelbygging. Eldsvoðinn 1984 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.