Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 51
menning 5127. apríl 2018 1 Rampage 2 A Quiet Place 3 Víti í Vestmannaeyjum 4 Blockers 5 Ready Player One 6 Peter Rabbit 7 Önd önd gæs 8 Strangers: Prey at Night 9 Super Troopers 2 10 Every Day Vinsælast í bíó Helgina 20.–22. apríl Vinsælast á Spotify Vikuna 16.–22. apríl 1 Shape of You - Ed Sheeran 2 One Dance - Drake, WizKid 3 Closer - The Chainsmokers 4 Lean On - Major Lazer, DJ Snake 5 Thinking Out Loud - Ed Sheeran 6 Sorry - Justin Bieber 7 Despacito - Remix 8 Love Yourself - Justin Bieber 9 Don’t Let Me Down - The Chainsmokers 10 I Took a Pill in Ibiza - Seeb Remix Metsölulisti Eymundsson Vikuna 16.–22. apríl 1 Dagar höfnunar - Elena Ferrante 2 Týnda systirin - B A Paris 3 Blóðengill - Óskar Guðmundsson 4 Í nafni sannleikans - Viveca Sten 5 Fléttan - Laetitia Colombani 6 Þorsti - Jo Nesbo 7 Mið-Austurlönd - Magnús Þ.Bernharðsson 8 Allt sundrast - Chinua Achebe 9 Uppruni - Dan Brown 10 Englar Hammúrabís - Max Seeck Hvar er Blossafólkið í dag? JÚlíUs keMP leikstjóri „Hugmyndin var að gera mynd um X-kynslóðina sem við erum sjálfir hluti af,“ segir Júlíus Kemp í samtali við DV. „Okkur fannst sú kynslóð vera stefnulaus og almennt áhugalaus um flest allt nema kannski sjálfa sig.“ Áður en Júlíus lagði í Blossa hafði hann slegið í gegn með kvikmyndinni Veggfóður, sem hátt í 45 þúsund Íslendingar sáu árið 1992. Júlíus er í dag annar eigenda framleiðslufyrirtækisins Kisa, sem farið hefur um víðan völl frá stofnun þess árið 1991 og framleitt kvikmyndir á borð við Veggfóður, 101 Reykjavík, Íslenska drauminn, Astrópíu og Vonarstræti. Hvað Blossa varðar segir Júlíus í samtali við DV að verkefnið hafi byrjað hjá félaga hans, Lars Emil Árnasyni, og handriti sem hann hafði unnið að. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en leikstjórinn segist þó ekki hafa horft á myndina í áraraðir. „Ég horfði á hana síðast á frumsýningunni 1997. Það er nú þannig að frumsýningin er oftast síðasta skiptið sem leikstjórar horfa á verkin sín, fyrir utan kannski eina og eina sýningu á kvikmyndahátíðum erlendis, enda hafði ég þá séð hana minnst fimmtíu sinnum fram að því,“ bætir hann við. Seinasta kvikmynd í leikstjórn Júlíusar var hrollvekjan Reykjavík Whale Watching Massacre frá 2009. PÁll BaNiNe Robbi Páll Banine lauk námi úr myndlistadeild Lista- háskólans og var lengi þekktur sem söngvari hafnfirsku hljómsveitarinnar Bubbleflies. Páll var þáttakandi á Art Basel árið 2012 á vegum gallerís í Brussel. Páll mætti sem sérstakur heiðursgestur þegar Bíó Paradís tók upp á því að halda nokkrar sýningar á myndinni vorið 2016, en þá var myndin sýnd af filmueintaki. Páll hefur verið starfandi myndlistarmaður síðustu árin en mest erlendis. Þóra dUNgal Stella Í myndinni leikur Þóra hina ævintýra- gjörnu Stellu. Þóra hefur starfað sem söngkona, leikkona og fyrirsæta og vakti mikla athygli þegar hún sat fyrir í tímaritinu Playboy árið 1998. Þóra hefur haldið sig frá sviðsljósinu síðustu árin. fiNNUr JóHaNNssoN Úlfur Líkt og hjá skjáparinu markaði Blossi fyrsta kvikmyndahlutverk Finns Jóhannssonar, sem leikur bráðláta eiturlyfjasalann Úlf. Það muna sjálfsagt einhverjir eftir honum úr Söngvakeppni Sjónvarps- ins árið 2007, þegar hann söng lagið Allt eða ekki neitt, en Finnur hefur síðan þá unnið sem framleiðslustjóri og rekið erlendu deildina hjá SagaFilm. Hann hefur komið að fjölmörgum stórmyndum sem voru kvikmyndaðar hér á landi, til dæmis Prometheus, Fast & Furi- ous 8, Justice League og undanförnum þremur Star Wars-myndum. lars eMil ÁrNasoN handrit Sagan segir að tilurð Blossa megi rekja til þess tíma þegar Lars Emil var grunnskólakennari í unglingadeild. Neistinn kviknaði þegar hann fór að skoða amerískar staðalmyndir þar sem allt snýst um útlit, frasa og tilgerð. Höfundurinn sá ekki aðeins um handritið að Blossa, heldur líka leikmynd, búninga og grafík. Lars skrifaði seinast sjónvarpsmyndina Ó blessu vertu sumarsól sem sýnd var um páskana á RÚV árið 2014. Hann er þessa dagana búsettur í Reykjavík, starfar við skrif og handritsráðgjöf og er nú að undirbúa nýja sjónvarpsseríu sem til stendur að hann leikstýri. „lífið er pitsa … með engu nema sósu. Fólkið á bakvið Blossa:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.