Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 4
4 27. apríl 2018fréttir Lundinn BuBBi faLinn Árni Johnsen er í tilf-inningaþrungnu helg-arviðtali DV þessa vikuna sem enginn má missa af. Árni ákvað að gefa heppnum lesanda eintak af þremur glæsilegum diskum sem Zonet gaf út á dögun- um. Um er að ræða disk- ana Við gluggann, sem er upptaka frá margrómuð- um afmælistónleikum Árna, Sólarsvítan, sem inniheldur valdar útsetningar á sam- nefndu verki eftir Árna, og að lokum platan Bara gam- an, sem inniheldur 110 helstu barna- og æsku- lýðslög síðustu 50 ára. Á síðum helgarblaðs DV er falin mynd af ásjónu lunda sem að praktísk- um ástæðum var nefndur Bubbi. Fundvísir lesend- ur geta sent DV staðsetn- ingu lundans á netfangið bubbi@dv.is. Einn heppinn lesandi verður dreginn út og fær viðkomandi þennan glæsilega útgáfupakka Árna að gjöf. ... ef þú tyggur tyggigúmmí á meðan þú skerð lauk þá tárastu ekki. … kaffi og stundaglös fluttust fyrst til Íslands í kringum árið 1760. … 980 Ástralir eiga ættir sínar að rekja til Íslands. Þekkt- astur er rithöfund- urinn Alan Gould. … bjór varð til í Ba- býlon. Barþjónar voru teknir af lífi ef þeir útvötnuðu bjórinn. Vissir þú að … Hver er hún n Á níu systkini og frægan föður n Á 30 pottaplöntur n Tók þátt í Söngva- keppni Sjónvarpsins 2018 n Var í sambandi með Rottweiler- hundinum Ágústi Bent n Stýrir bingói á Sæta svíninu. Svar: Þórunn antonía MagnúSdóttir Finndu Bubba í blaðinu E f þetta mikilvæga úrræði hefði verið komið fyrr í gagnið, þá hefði Ingólfur ekki dáið. Hann hafði oft fengið sýkingar vegna neyslu sinn- ar og farið þá niður á bráðamót- töku til þess að fá bót meina sinna. Þar kom fyrir að hann upplifði for- dóma í sinn garð. Skömmin gerði það að verkum að hann faldi sýk- ingarnar og dró í lengstu lög að leita sér hjálpar. Í eitt skipti beið hann of lengi og það dró hann að lokum til dauða,“ segir Anna María Ingveldur Larsen í samtali við DV. Tilefnið er þau tímamót að Frú Ragnheiður, skaðaminnkunar- verkefni Rauða krossins, tilkynnti í vikunni að loks yrðu ókeypis sýklalyf í boði fyrir skjólstæðinga úrræðisins. Anna María segir að tilfinningin hafi verið súrsæt, hún fagni þessu mikilvæga skrefi en harmi þá staðreynd að ef skref- ið hefði verið stigið aðeins fyrr þá væri ástvinur hennar enn á lífi. ingólfur var frábær faðir Þann 26. mars síðastliðinn lést barnsfaðir Önnu Maríu, Ingólf- ur Rúnar Sigurz, aðeins fertugur að aldri. Ingólfur hafði um árabil barist við fíkniefnadjöfulinn sem meðal annars hafði orðið til þess að upp úr sambandi hans og Önnu Maríu slitnaði. Þau héldu þó alltaf góðum vinskap enda eiga þau saman tvö börn, Kristínu Rán, 17 ára, og Alexander Breka, 13 ára, sem eru niðurbrotin eftir fráfall föður síns. „Ingólfur var frábær faðir. Hann var hlýr og ástríkur. Hann var ákaflega stoltur af börn- unum sínum,“ segir Anna María. Barnsfaðir hennar hafi átt mörg góð tímabil með börnunum en alltaf hafi fíknin fellt hann aftur. Að hennar sögn var Ingólf- ur góður maður en margs kon- ar áföll gerðu að verkum að hann átti erfitt uppdráttar í lífinu. „Hann varð fyrir misnotkun sem barn. Gerandinn var eldri bróðir vin- ar hans og hann vann aldrei úr þeirri reynslu. Hann var greindur með ADHD en fékk aldrei lyf eða viðeigandi meðferð,“ segir Anna María. Ingólfur hafi ungur byrjað að neyta fíkniefna. Sá skuggi hafi fylgt honum alla ævi og verið stór þáttur í því að Ingólfur komst oft í kast við lögin. aldrei samur eftir fangelsi í Brasilíu Hann var aðeins 16 ára þegar hann hlaut sinn fyrsta dóm og hlaut að minnsta kosti átta refsidóma fyrir þjófnað, nytjastuld, ránsbrot, hót- anir, umferðarbrot sem og alvar- lega líkamsárás gegn sambýl- iskonu sinni. Þá vakti það mikla athygli þegar Ingólfur var hand- tekinn á flugvellinum í Sao Paulo í ágúst 2006 með tólf kíló af hassi. Hann játaði að hafa keypt efnin fyrir 5.000 dollara í Amsterdam og ætlað að selja þau á eigin spýt- ur ytra. Hann hlaut tæplega 7 ára fangelsisdóm fyrir verknað- inn. „Það var farið hræðilega með hann úti í Brasilíu. Að mínu mati varð hann aldrei samur maður eftir að hann losnaði þaðan,“ segir Anna María. Í febrúar í fyrra fékk hún sím- tal vegna alvarlegs ástands Ing- ólfs. Hann lá þá meðvitundar- laus á gjörgæslu og var vart hugað líf. „Hann hafði fengið sýkingu í höndina og veigrað sér við að leita sér hjálpar,“ segir Anna María og það tekur auðheyrilega á hana að rifja þessar minningar upp. Þegar barnsfaðir hennar komst loks undir læknishendur var sýkingin búin að dreifa sér út um allan lík- amann og farin að eyðileggja líf- færi hans. „Hann eyddi síðasta ári sínu inni á spítala og í endurhæf- ingu en náði aldrei heilsu,“ segir Anna María. Að hennar sögn gat Ingólfur ekki hætt neyslunni og lokum þoldi veikburða líkaminn ekki meira. Hvött til að loka fyrir fjársöfnun „Að mínu mati var það skömmin út af neyslunni sem varð til þess að Ingólfur veiktist og dó. Hann var hræddur við að leita sér hjálp- ar og því er ég afar ánægð með þessa viðbót í þjónustuna hjá Frú Ragnheiði. Þar er unnið frábært starf. Þessi þjónusta kom aðeins of seint fyrir Ingólf en ég er sannfærð um að þetta mun bjarga mörgum mannslífum,“ segir Anna María. Sjálf segist hún upplifa að margir aðstandendur Ingólfs upp- lifi mikla skömm vegna lífshlaups hans og sorglegra örlaga. „Meðal annars var efnt til söfnunar fyrir börnin mín, til þess að styðja við bakið á þeim. Mér þótti mjög vænt um það og því kom það mér í opna skjöldu þegar ég var hvött til þess að loka strax á söfnunina. Það var eins og við ættum að skammast okkar fyrir að Ingólfur hefði dáið í baráttu við fíkniefnaneyslu. Að börnin mín ættu ekki rétt á hlýju og stuðningi,“ segir Anna María. Hún segist ekki tengja við þessa skömm. „Að mínu mati barð- ist Ingólfur við ofurefli allt sitt líf. Það er hægt að læra margt af lífs- hlaupi hans og þannig kannski forða öðrum frá því að feta þessa braut. Undanfarið hafa einstak- lingar í neyslu hríðfallið hérlend- is. Ástandið er hræðilegt og það verður bara verra ef við jörðum þessa einstaklinga í kyrrþey og lát- um sem allt sé í himnalagi,“ segir Anna María. n ingóLfur þurfti Ekki að dEyja n Skömmin kom í veg fyrir að hann leitaði sér hjálpar Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Svarthöfði Kjósum til að þurfa ekki að kjósa aftur S varthöfði klórar sér reglu- lega í hjálminum þegar hann hugsar hvað skuli kjósa í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor, ef hann ætlar að kjósa því eins og flestum er hon- um nánast alveg sama hvaða gerpi fær sæti í stjórn Strætó eða Faxa- flóahafna. Það verður hvort eð er aldrei neinn sem hefur tekið strætó eða migið í saltan sjó. Hvað þá að Svarthöfði nenni að ákveða hvort hann vilji borgarlínu eða mislæg gatnamót. Svarthöfði er Íslending- ur, hann veit að þetta reddast. Þrátt fyrir að framboðin séu álíka mörg og íbúafjöldinn í Vest- ur-Barðastrandarsýslu, þá er enginn flokkur sem nær að heilla. Eini flokkurinn sem komst næst því var fyrirhugað framboð Mar- grétar Friðriksdóttur sem átti að fylgja skoðanakönnunum í einu og öllu. Flokkur sem myndi bara gera það sem fólkið vill. Það er flokkur sem á alvöru erindi, bæði á þing og í sveitarstjórnir. Ágrein- ingur? Ekkert mál, ein skoðana- könnun og málið er dautt. Ef flokkurinn, sem Svarthöfði kýs að kalla Íslandsfylkingar- flokkinn, næði hreinum meirihluta þá væru öll vanda- mál Íslendinga úr sögunni. Við þyrftum aldrei að sitja uppi með dómsmálaráðherra sem meirihlutinn vill að fari. Þá yrðu engar áfengisauglýsingar, engin einkarekin heilbrigðisþjónusta, en samt héldum við einkarek- inni heilbrigðisþjónustu sem almenningur vill að sé í boði, enginn Steingrímur og þing- menn þyrftu að ganga í vinnuna, sporslulausir og dagpeninga- snauðir. Landhelgisgæslan myndi taka yfir flest ef ekki öll hlutverk í samfélaginu því það er stofnun- in sem flestir treysta. Ísland yrði áfram með stjórnarskrárvarða þjóðkirkju, en það batterí myndi boða trú á guð en ekki of mikla trú því meirihlutinn trúir ekki að guð hafi skapað heiminn. Börn myndu komast mánaðargöm- ul inn á leikskóla þar sem leið- beinendurnir væru með millj- ón á mánuði, án þess að það yrðu hækkaðir skattar. Og allir og amma þeirra myndu heyra undir kjararáð, sem yrði samt lagt nið- ur. Þvílík paradís, þá værum við líka laus við að þurfa að kjósa á hverju einasta ári, þyrftum ekki einu sinni að kjósa aftur. Höfnum stefnumarkaða draslinu, kjósum Íslandsfylkingarflokkinn! n „Ástandið er hræði- legt og það verður bara verra ef við jörðum þessa einstaklinga í kyrr- þey og látum sem allt sé í himnalagi. Stoltur af börnunum Ingólfur var frábær faðir að sögn barnsmóður sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.