Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 32
Ferðalok 27. apríl 2018KYNNINGARBLAÐ
Gæði og persónuleg
þjónusta í fyrirrúmi
SteinSmiðja akureyrar:
Hjónin Birnir reyr Vignisson og Sunneva Árnadóttir keyptu Steinsmiðju akureyrar áramótin
2016/17 af stofnanda fyrirtækisins, Þóri
Barðdal, sem rekið hafði fyrirtækið frá
2011.
„Okkur barst til eyrna að Þórir hefði
hugsanlega áhuga á að selja fyrirtæk-
ið og okkur fannst þetta vera alveg
tilvalið fyrir okkur. mig var farið að langa
til að breyta til og svona vinna hentar
mér mjög vel,“ segir Birnir. „Það varð
ekki úr strax en um ári síðar hafði Þórir
samband við okkur og spurði hvort við
hefðum enn áhuga og við slógum að
sjálfsögðu til.
Fljótlega eftir að við keyptum fyrir-
tækið, fluttum við það í huggulegt hús-
næði að njarðarnesi 4. Það hefur geng-
ið mjög vel hjá okkur hingað til og við
horfum bjartsýn fram á við og ætlum
að gera enn betur. Gæði og persónuleg
þjónusta verður þó alltaf í fyrirrúmi.
Við gerum minnisvarða úr því sem til
fellur af íslensku grjóti og svo úr innfluttu
graníti. Granít er það harðasta sem
til er og það endist í mannsaldra. Við
hugsum einnig um gæði, þegar kemur
að aukahlutum, eins og luktum, vösum
og fuglum. Við viljum að þetta endist vel
með steininum. Við bjóðum upp á frían
flutning um allt land á legsteinum.“
Saltlampar og ný framleiðsluvara,
„A ROCK FROM ICELAND“
Steinsmiðja akureyrar flytur einnig
inn saltlampa frá Himalaja. „Það eru
nokkrar verslanir sem eru með lampa
frá okkur, auk þess sem þeir eru seldir
í verslun Steinsmiðjunnar, þeir eru að
seljast vel, sérstaklega í skammdeginu
og fyrir jólin.
Það var svo í fjöruferð með börn-
unum að við fengum hugmyndina að
því að gera eitthvað með fjörusteina.
Við byrjuðum á því að búa
til stein-snaga og gera
tilraunir með þá, það er
sandblása myndir í steininn
og útfæra aðeins vinnsl-
una. Síðan vaknaði hug-
myndin að „a rOCk FrOm
iCeLanD“. Okkur fannst
þetta tilvalinn minjagripur
fyrir ferðamenn og jafnvel
skemmtileg tækifærisgjöf.
Við erum að grafa myndir
í steininn, eins og til dæmis
lunda, Ísland, hvali, hrafn,
Ægishjálm og
kennileiti eins
og Herðu-
breið og
Hvítserk.
möguleik-
arnir
eru ansi
margir.
Það fylgir
einnig
umhverfis-
vænn gjafa-
poki hverjum
steini.
Steinarnir hafa fengið
mjög góðar viðtökur og fást sem stend-
ur á nokkrum stöðum á norðaustur-
landi og í reykjavík. „Við erum að mjög
spennt fyrir þessu verkefni, það verður
gaman að sjá hvernig það mun þróast,“
segir Birnir.
„Heimasíðan minnismerki.is var upp-
færð á árinu. um 70% af viðskiptunum
fara fram í gegnum hana. Á henni má
sjá allt sem Steinsmiðja akureyrar býð-
ur upp á. Við erum líka á Facebook.“
Steinsmiðja Akureyrar er staðsett að
Njarðarnesi 4, Akureyri. Afgreiðslutími
er virka daga frá kl. 13 til 17. Sími 466-
2800 og heimasíða minnismerki.is.
ný vara, fjörusteinarnir „a rOCk
FrOm iCeLanD“, fær góðar viðtökur
Ábyrgðarmaður: Steinn kári ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is