Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 54
54 lífsstíll - ferðalög 27. apríl 2018 10 ómissandi upplifanir í Zurich Á dögunum brá undirritaður sér í helgarferð til Zurich, fjölmennustu borgar Sviss. Með skipanir frá ritstjóra þess efnis að það væri skylda að skrifa grein í blaðið um ferða- lagið þá reyndi ég að hafa augun opin fyrir skemmtilegri upplif- un sem óhætt væri að mæla með. Það verður að viðurkennast að að- altilhlökkunarefni mitt og spúsu minnar var að sofa út, fjarri fjör- miklum börnum í nokkra daga. Að öðru leyti voru væntingar okkar til Zurichborgar hóflegar enda höfð- um við helst heyrt að hún væri vissulega falleg en að sama skapi róleg, snyrtileg og rándýr. Niður- staðan varð þó sú að borgin kom skemmtilega á óvart og ég get al- veg hugsað mér að heimsækja hana aftur við tækifæri. Hér fylgja því tíu skemmtilegustu upplifan- irnar í Zurich. 1 Að ráfa um gamla bæinn (Altstadt)Gamli bærinn í Zurich er afar snyrtilegur og fallegur. Þröngar sjarmerandi götur innan um glæsileg gömul hús þar sem skemmtilegar búðir og veitinga- staðir eru á hverju horni. Eins og oft vill verða þá eru ýmsar „ferða- mannagildrur“ (lélegir veitinga- staðir og svissneskar „lunda- búðir“) nokkuð víða en það skemmir ekki heildarupplifunina. Það er lykilatriði að ganga upp að Lindenhof-garði til þess að njóta fallegs útsýnis yfir miðbæinn. 2 Pylsa á ZeughauskellerVeitingastaðurinn Zeughauskeller er tæplega aldar- gamall en húsnæðið á sér þó mun lengri sögu. Húsið sjálft var reist á 15. öld og gegndi hlutverki vopna- geymslu í nokkrar aldir. Segir sagan að þar hafi frægur lásbogi Vil- hjálms Tell meðal annars verið geymdur um hríð. Í dag er um að ræða risastóran og vinsælan veitingastað sem sér- hæfir sig í matarmiklum pylsum og kartöflusalati. Þá er algjört lykil atriði að einn við borðið panti sér glas af eldbjórnum Eidgenoss, það er sjón að sjá. 3 Að kíkja á ChagallÞað er nauðsynlegt að vera menningarlegur í helgarferðum og kjörinn vett- vangur til þess er hin fallega Frau- münsterkirkja, sem var byggð árið 1250. Þetta er í alla staði glæsi- legt mannvirki en á síðari tím- um er það einna helst þekkt fyrir fallega listsköpun Marc Chagall. Listamaðurinn var fenginn til þess að hanna fimm steinda glugga, sem hver um sig er níu fermetrar að stærð, árið 1967. Óhætt er að segja að Chagall hafi tekist vel til því gluggarnir eru heimsfrægir og laða að mikinn fjölda ferða- manna. 4 Ekki gleyma að vökva sigÚti um alla Zurich eru fallegir vatnshanar sem prýða borgina. Alls eru um 1.200 slíkir vatnshanar á víð og dreif um borgina og oftar en ekki er um glæsileg listaverk að ræða. Það er um að gera að ganga um Zurich með vatnsflösku í hönd og fylla á hana í hönunum þegar þörf er á. Vatnið í þeim er ískalt og ferskt og ekki verra en það sem er í boði í Gvendar- brunnunum. 5 Im ViaduktUm er að ræða verslunar- kjarna í svokölluðu fimmta hverfi borg- arinnar, Kreis 5. Hverfið var í byrjun aldarinnar óhrjá- legt iðnaðarhverfi en hefur á skömm- um tíma umbreyst í svalasta hverfi borgarinnar. Það sem er mest ein- kennandi við Im Viadukt eru flottar litlar búðir og veitingastaðir sem eru byggðir á milli stólpa lestarbrúar frá 19. öld. Verkefnið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og þar er í líf og fjör. Ef hægt er að kom- ast hjá því er þó best að heimsækja svæðið ekki á sunnudögum því þá eru flestar verslanirnar lokaðar. 6 Regn-hlífar Gerolds Örstutt frá Im Via dukt er lítil hliðar- gata sem hýsir veitinga- staðinn Gerold Chuchi. Þar er víst ágætis matur en það sem er mest töff við staðinn er listaverk fyrir utan hann sem samanstend- ur af 50 regnhlífum í öllum regn- bogans litum. Heltraustur vett- vangur fyrir Instagram-mynd. 7 Slakað á hjá frú GeroldÖrskammt frá regn- hlífaverkinu er einn skemmti- legasti staður Zurich, Frau Gerolds Garten. Á lóðinni hefur verið komið fyrir fjöl- mörgum gámum, tréhús- gögnum og ýmiss kon- ar gróðri auk þess sem margs kon- ar veggjalistaverk gefa umhverfinu lit. Í gámunum má finna bar og þar geta gestir keypt veitingar sem þeir síðan njóta á trébekkjunum á svæðinu. Þetta er afar heillandi svæði og eiginlega nauðsynlegur áfangastaður í Zurich. 8 Á níundu dýrustu verslunargötu heims Bahnhofstrasse er „ Laugavegur“ Zurich og hefur oft verið titluð dýrasta verslunargata heims. Það var staðfest í könnun frá árinu 2011 en nokkrum árum síðar, nán- ar tiltekið árið 2016, hafði gatan sigið niður í níunda strætið. Hvað sem öðru líður þá er um skemmti- lega og líflega götu að ræða þar sem hægt er að spóka sig í kringum félagana Luis Vuitton og Giorgio Armani. Eins og áður hefur kom- ið fram er ekki eins skemmtilegt að þramma þessa ágætu verslun- argötu á sunnudögum því þá eru allar búðir lokaðar. 9 Á topp ÜetlibergÞegar verslanir eru lok-aðar á sunnudögum í Zurich þá er óvitlaust að ganga eða hjóla á topp Üetlibergs, sem er í um 900 metra hæð, þar sem hægt er að njóta frábærs útsýnis yfir borgina. Vissulega er líka hægt að taka lestina en það er bara fyrir væskla. 10 FondúMaður þarf ekki að ganga lengi um Zurich til þess að reka augun í veitingastaði sem bjóða upp á ostafondú, sem er einn þekktasti svissneski rétturinn. Svisslendingar borða fondú fyrst og fremst yfir vetrartímann og því vorum við kannski ekki al- veg á rétta árstímanum til þess að bragða á dýrðinni. Það kom þó aldrei annað til greina en að prófa og fyrir valinu varð Fri bourger Fonduestübli en svissneskur kunningi hafði lýst því yfir að þar væri besta fondúið í boði. Þar var ekki verið að flækja hlutina. Potti skellt á borðið með ljúffengri ostablöndu, tveir gaffl- ar og síðan karfa með brauði og kartöflum. „Svona er klassískt fondú borið fram,“ sönglaði hress þjónustustúlkan en benti á að hægt væri að panta ananas og súr- ar gúrkur líka, ef maður væri flipp- aður. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Chagall Zurich er borg sem kemur á óvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.