Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 28
28 fólk - viðtal 27. apríl 2018 „Á þessum tíma voru aðeins 100 bestu hlauparar heimsins með slíkan tíma en ég vissi það ekki þá. Það var enginn sem sagði mér það.“ Kom íþróttaferill aldrei til greina? „Það komu eitt sinn menn frá háskóla í Flórída og vildu bjóða mér frítt nám ef ég myndi hlaupa fyrir þá. Örn Eiðsson, formaður ÍSÍ, kom með þeim. En ég vildi heldur vera hérna hjá lundanum og gella. Ég var ekkert að pæla í einhverju stjörnulífi í íþróttum.“ Á þessum árum vildi Árni verða náttúrufræðingur því sjórinn og fuglalífið heillaði hann svo mikið. Hann fór hins vegar í Kennaraskól­ ann og lauk prófi þar árið 1966. Eftir námið dvaldi hann í Surtsey, sem þá var nýrisin úr sjó, og starf­ aði þar í tvö ár sem vaktmaður yfir eynni og við rannsóknarvinnu. „Eyjan varð til árið 1964 og það var ótrúleg upplifun að vera þarna. Gosið var alltaf í gangi og það kraumaði í eynni. Ég var mik­ ið einn þarna en stundum voru margir vísindamenn. Þetta var góður skóli en það varð þó ekkert úr náttúrufræðinni hjá mér.“ Árni fann sig heldur ekki í kennarastörfunum og kenndi að­ eins í eitt ár fyrir útskrift og eitt ár eftir. Árið 1967 fann hann loks sína fjöl í blaðamennskunni og dag­ skrárgerð. Gosið og Gísli á Uppsölum Árni bankaði upp á hjá Matthíasi Johannessen, ritstjóra Morgun­ blaðsins, og fékk þar vinnu sem blaðamaður og því starfi átti hann eftir að sinna í 24 ár, eða til ársins 1991, og um tíma var hann fréttastjóri blaðsins. Á sama tíma var hann einnig dagskrárgerðar­ maður hjá Ríkisútvarpinu, bæði í sjónvarpi og útvarpi, og stjórnaði meðal annars fyrsta helgarþættin­ um, Í vikulokin. „Þetta var það skemmtileg­ asta sem ég hef gert um ævina. Ég var mest í innlendum fréttum og karakterviðtölum. En ég sá einnig um slysafréttir og önnur stór mál þar sem þurfti að fara á vettvang.“ Þú hefur væntanlega séð um gosið hér 1973? „Já. Móðir mín hringdi í mig þremur mínútum eftir að gosið hófst, klukkan tvö um nóttina, og sagði mér að það væri soldið að ske austur í Eyjum. Ég var á vakt þá og hringdi í Styrmi Gunnars­ son, sem var þá nýorðinn ritstjóri, og sagði honum að við þyrftum að stoppa blaðið. Ég yrði að fara út í Eyjar af því að það væri að byrja gos og við þyrftum að setja nýja forsíðu á blaðið. Eftir þetta samtal hringdi Styrmir í Björn Jóhanns­ son, fréttastjóra, og spurði hvort ég væri byrjaður að drekka.“ Hvernig varð þér við að sjá heimabyggðina loga? „Mér bregður aldrei en þetta var sérkennilegt. Fólkið var ekki hrætt og það tók þessu með yfir­ vegun. Fyrst héldu margir að þetta væri flugeldasýning á bæn­ um Kirkjubæ af því að það var af­ mæli þar. Ég fór beint af flugvell­ inum upp á Helgafell til að ná sem bestu útsýni og svo niður í bæ þar sem ég skrifaði stanslaust um hvað var að gerast. Síðan gaf ég út bók sem Ómar Ragnarsson kallaði stóru kokkabókina. Hún hét Eldar í Heimaey og Ómar leit svo á að ég væri að elda í Heimaey,“ segir Árni kíminn. Á blaðamannaferli Árna var hann sennilega best þekktur fyrir mannlífsviðtölin sín, til dæmis við Gústaf guðsmann á Siglufirði og Gísla á Uppsölum. Árni og síð­ ar Ómar Ragnarsson gerðu Gísla að þjóðþekktum manni í einu vet­ fangi en fram að því hafði hann verið nánast alveg óþekktur. Árni heyrði fyrst af Gísla á Bíldudal árið 1977. Hann spurði kunnuga menn hvort það væru ekki einhverjir kynlegir kvistir í sveitinni og þeir sögðust halda að það væri maður sem héti Gísli í Selárdalnum, en vissu ekki einu sinni hvort hann var á lífi. Árni bað Ómar að fljúga með sig og þar hitti hann Gísla og tók viðtalið fræga. Fjórum árum síðar fóru Árni og Ómar saman til hans en þá með sjónvarpsmyndavélar með sér. „Gísli vildi fyrst ekki koma út úr húsinu en þá var hann spurður hvort hann vildi ekki koma og hitta blaðamanninn af Morgunblaðinu sem hafði heimsótt hann um árið.“ Árni setur sig í stellingar og herm­ ir eftir Gísla: „Ha? Jú, ég man eftir honum. Hann var svo skrítinn.“ Árni segist aldrei hafa verið í innsta hring Ríkissjónvarpsins, eða klíkunni eins og hann kallar það. Hann hafi frekar verið talinn að­ skotahlutur þar. En hann stýrði þó yfir hundrað þáttum og þar á með­ al þeim fyrsta sem sýndur var í lit. „Í þættinum tók ég viðtöl við söngkonurnar Guðrúnu Símonar­ dóttur og Þuríði Pálsdóttur. Þáttur­ inn var einn og hálfur tími og það var sagt að þegar þættinum lauk hafi verið mikið álag á vatnskerfið í borginni því að það hefði enginn tímt að fara á klósettið og missa af þeim, kellingunum.“ Vestfirsk kona hengdi klóna á gítarinn Tónlist var ávallt stór þáttur á heimili Árna í barnæsku og alltaf sungið þegar fólk kom saman. Hann byrjaði hins vegar ekki að sinna listinni fyrir alvöru fyrr en á miðjum táningsaldri þegar Odd­ geir Kristjánsson kenndi honum á gítar. Í kringum árið 1967 fór hann að skemmta opinberlega í fyrstu skiptin, á þjóðlagakvöldum í Tóna­ bæ. Um þetta leyti samdi hann fyrstu lögin sín og 1971 kom fyrsta platan út, Milli lands og Eyja. Síð­ an hefur plötunum fjölgað í 20 og tónleikunum í nærri 4.000. Árni hugsar sig vel um þegar hann er spurður um fyrirmyndir í tónlist en segir svo: „Presley! En ég átti engan séns í hann þannig að ég fór mína eigin leið.“ Hann hefur flutt öll helstu sjó­ mannalögin og þjóðlagaperlurnar en einnig samið ótal lög sjálfur. Þá sérhæfði hann sig í að semja lög við ljóð íslenskra skálda, til dæm­ is heila plötu sem hann vann náið með Halldóri Laxness árið 1975. „Halldór sagði við mig að það besta sem hann hefði skrifað væru ljóðin.“ Árni setur sig í leikræn­ ar stellingar á ný og hermir eftir nóbelskáldinu: „En krítíkerar, þeir telja eitthvað annað, ég skil það ekki.“ Gítarinn frægi með fuglsklónni er fyrir löngu orðinn óaðskiljanleg- ur hluti af ímynd Árna sem tónlist- armanns. En hvernig rataði hún þangað? „Það var ekki mín hugmynd. Ég var að spila á kvöldvöku um páska í Hlíðarfjalli á Akureyri árið 1968. Um miðnætti kom til mín eldri kona frá Vestfjörðum og hengdi klóna á gítarinn hjá mér. Síðan hefur hún verið þarna. Hún er nú svolítið komin til ára sinna enda hafa margir verið að grípa í hana og fikta á öllum þessum skemmt­ unum. Þá lét ég smíða silfurhosur á klærnar, og kostaði 20 þúsund kall hosan.“ Annað sem Árni er þjóðþekkt­ ur fyrir er brekkusöngurinn sem hann hefur stýrt á lokadegi Þjóð­ hátíðar, flest ár síðan 1977. Hann segir einn mesta hápunkt á ferl­ inum hafa verið þegar mættu hátt í 20 þúsund manns til að hlýða á. „Ein gítardrusla og fátækleg rödd fyrir framan þennan skara.“ Bros fatlaðs barns minnisstætt Árni er með þrjú tónlistarsöfn, glæný úr pressunni, undir hönd­ um. Í fyrsta lagi er það þreföld DVD­útgáfa sem nefnist Sólar­ svítan. Þar má finna safn af lögum sem Árni saumaði saman í svítu fyrir sinfóníu og flutti Sinfóníu­ hljómsveit Úkraínu verkið. Þar má einnig finna hina áðurnefndu Grísku sólarsvítu sem flutt er af sömu sveit og bouzouki­leikaran­ um Panagiotis Sterigou en það ku vera í fyrsta skiptið sem hljóðfærið er notað með sinfóníu. Þriðji disk­ urinn er kóraútsetning á lögum Árna, flutt af Karlakórnum Þröst­ um frá Hafnarfirði. „Ég fékk hugmyndina þegar ég heyrði svítu byggða á lögum Odd­ geirs. Mér fannst þetta svo fallegt og datt í hug að gera þetta með mín eigin lög. Einn af mínum göll­ um er að ég veð í það sem mér dettur í hug. Ég hvorki kann né get geymt hluti. Síðan verð ég að reyna að bjarga mér á sundi.“ Við gluggann er tvöföld tón­ leikaplata, Við gluggann, tekin upp á sjötugsafmæli Árna sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Þar lék undir með honum úr­ val íslenskra tónlistarmanna, Magnús Kjartans son, Birgir Níel­ sen, Ingólfur Magnússon, Björn Thoroddsen og Úlfar Sigmarsson. „Þetta er topplið. Ég hef alltaf bjargað mér með því að vinna með þeim bestu. Þá flýt ég með, eins og korktappi. Þetta voru sígild og fal­ leg lög sem mér finnst gaman að syngja. Bara bjútí og ævintýr.“ Síðast en ekki síst er það tvö­ falda barnaplatan Bara gaman sem inniheldur meira en hundrað af helstu barnasöngvum síðustu áratuga og með honum sungu stúlkur úr Stúlknakór Reykjavík­ ur. Þetta er fyrsta barnaplatan sem Árni gefur út en það er ástæða fyr­ ir útgáfunni: „Þetta eru lög sem leikskólarnir eru meira og minna hættir að spila. Í stað þess taka þeir slitr­ ur úr erlendum lögum og semja einhverja drasltexta við. Þetta eru lög sem hægt er að syngja í „Stjórnmálin í dag ráðast að miklu leyti af dægurflugum og uppþotum. Hlutir eins og naglalakk geta hleypt öllu í bál og brand. „Það er ekkert til sem er eins sárt og sorgarsárs- auki, ekkert“ mynd hanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.