Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 14
14 27. apríl 2018fréttir V erslunareigendur hafa barist fyrir því að fá áfengi í búðir. Það hefur ekki tek- ist og áfengi er enn aðeins aðgengilegt í Vínbúðunum og á veitinga- og skemmtistöðum. Eða hvað? Í Kópavogi, í iðnaðarhverfi við Dalveg í nokkurra metra fjar- lægð frá lögreglustöðinni er sölu- turninn Smári. Þetta er í raun lítil hrörleg sjoppa. Á gólfinu eru rauð slitin teppi. Þar er eins og gengur og gerist hægt að kaupa sælgæti, snakk, gos, sómasamlokur og svo áfengi sem er í goskæli. Sjoppan er með vínveitingaleyfi frá sýslu- manni. Það eru engar veitingar aðrar í boði en samlokurnar, ekk- ert grill eða hamborgarar en það er pylsupottur. Og í pottinum bíð- ur ein pylsa sem Þorsteinn Sch. Thorsteinsson afgreiðslumaður veit ekki af og kæmi ekki á óvart að hún hafi legið í pottinum í nokkra daga þar sem hún hefur safnað vatni. Ég er mættur í þessa sjoppu því mér hefur verið sagt að hér sé áfengi stillt upp eins og í verslun- um erlendis. Það er allt saman rétt. Ég er einnig með undir höndum myndbandsupptöku sem tvær 17 ára stúlkur tóku upp þar sem þær keyptu bæði tóbak og svo bjór. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson af- greiðslumaður spurði ekki um skilríki. Þegar ég mæti í sjoppuna er ég með penna með falinni mynda- vél. Ritstjórninni hafði nýverið áskotnast þessi græja. Ákvað ég því að prufukeyra hana þegar ég færi að kanna hvort það væri virki- lega svo að sjoppa í iðnaðarhverfi sem selur samlokur væri með vín- veitingaleyfi. Það átti allt eftir að reynast rétt. Í sjoppunni er einnig spilasalur þar sem er að finna spilakassa frá Íslandsspilum. Inni í salnum eru tæplega tíu manns, meðal annars er þar maður með fatlaðan einstakling sem suðar um að komast út. Ég lít á hann og maðurinn læðist stuttu síðar út um dyrnar. Samkvæmt síðustu ársskýrslu skilaði söluturninn 5 milljóna króna hagnaði og verður að teljast nokkuð gott fyrir sjoppu í iðnaðarhverfi í Kópavogi að eiga allar þessar milljónir í afgang. Það má auðvitað rekja til þess að hver spilakassi er að skila um 700 þús- undum á ári til sjoppueigandans samkvæmt útreikningum sem birtust í sjónvarpsþættinum Kveik á RÚV. Þorsteinn virðist ekki taka eftir mér þegar ég kem inn. Hann er niðursokkinn í að lesa Morgun- blaðið. „Þetta er nú meiri áróðurinn,“ segir Þorsteinn og rís hægt á fætur og heldur áfram að skammast yfir lesefni Morgunblaðsins. „Þetta er algjör áróður. Áróðursblað,“ bætir hann við. „Ertu með eitthvað að éta?“ spyr ég og Þorsteinn bendir á kæliskáp. Þar er að finna nokkrar samlokur. Hér er ekki grill. Þor- steinn spyr svo hvort ég sé frétta- maður. Ég fæ á tilfinninguna að hann muni uppgötva að upptöku- vél sé í pennanum sem er stað- settur í brjóstvasanum. Ég reyni að breyta um umræðuefni og spyr hvort ekki sé hægt að fá ham- borgara. Það virkar og Þorsteinn fer aftur að ræða um Davíð og NATO. Síðan færir hann sig út fyr- ir landsteina og heldur langa ræðu um vopnasölu og hverjir það séu sem stýra heiminum á bak við tjöldin. Hann er fimm mínútur frá því að tala um eðlufólkið þegar hann segir hlæjandi: „Þú ert með svona penna!“ Ég hvái. „Þetta er njósnapenni. Skrúfaðu hann í sundur,“ segir Þorsteinn og ég byrja að búa til söguþráð hugan- um og held langa ræðu um þann sem hafi komið pennanum á mig til að reyna fylgjast með ferðum mínum. „Núna er hann að taka hann upp,“ segir Þorsteinn og bein- ir nú pennanum að mér. Hann er kampakátur en mér líður eins og fífli. Þá hringir einn blaðamanna DV í mig og við spjöllum stutta stund. Að samtali loknu held ég áfram og segi í símtólið: „Hvern- ig dettur þér í hug að lauma þess- um penna á mig til að fylgjast með ferðum mínum.“ Ég sný mér að Þorsteini. Spyr um pylsu. Þor- steinn svarar neitandi, en opnar pylsupottinn og segir gapandi hissa: „Jú, ég á eina!“ Ég panta pylsuna til að Þorsteinn hætti að ræða um njósnapennann. Pylsan er volg, mjúk og bragðast eins og súrt vatn. Ég hendi þúsund krón- um í spilakassa Íslandsspila, tapa þeim á tveimur mínútum, hendi pylsunni í ruslið og forða mér út. Eigandinn svarar Lýsingin hér að ofan hljómar ef til vill léttvæg, en málið er grafalvar- legt og jafnframt furðulegt. Í Kópavogi er söluturn sem er með vínveitingaleyfi til klukkan 23 á kvöldin. Þar er afgreiðslumaður sem selur börnum bæði tóbak og áfengi. Í sjoppunni eru svo spila- kassar frá Íslandsspilum sem eru í eigu Rauða krossins, Lands- bjargar og SÁÁ. Eigandi Smára er Gunnar Scheving Thorsteinson. Þegar honum er greint frá því að starfsmaður hafi selt unglingum áfengi og tóbak telur hann að um misskilning hafi verið að ræða. Það náðist á upptöku og þær voru ekki spurðar um skilríki. „Ég kann ekki svör við þessu,“ segir Gunnar. Þið eruð með vínveitingaleyfi en eruð þið með einhverjar veitingar? spyr ég. „Nei nei nei, ekki neinar,“ svar- ar Gunnar. Hvernig fáið þið vínveitingaleyfi ef þið eruð ekki með veitingar?“ „Við erum með spilakassa hérna. Við verðum að hafa vín- veitingaleyfi til þess að geta haft spilakassana,“ segir Gunnar. „Það eru sérstakir spilakassar sem verður að hafa vínveitingaleyfi fyrir, aðrir ekki.“ Ég hélt að það þyrfti að vera með sérkassa til að vera með vín- veitingaleyfi, segi ég og spyr hvort komi á undan, spilakassarnir eða vínveitingaleyfið. „Spilakassarnir komu fyrst. Svo þurfti ég að bæta við „sérstökum“ spilakössum og þá þurfti ég að hafa vínveitingaleyfi,“ svar- ar Þorsteinn og slítur samtalinu. DV reyndi að ná tali af afgreiðslu- manninum en hann skellti á blaðamann. DV hefur einnig ósk- að eftir svörum frá Íslandsspil- um. Þeir sem hafa séð mynd- band DV furða sig á að söluturn sé með áfengi í boði þótt alvarleg- ast sé að þarna sé unglingum selt áfengi. Hvernig Smárinn fékk vín- veitingaleyfi er spurning sem DV mun svara á næstu dögum en eig- andi staðarins tengir það við spila- kassasalinn. Hann hafi þurft að fá vínveitingaleyfið til að geta feng- ið kassa frá Íslandsspilum, en þar má leggja hærri upphæðir undir. Er það nokkuð undarlegt að það verði að vera hægt að bjóða upp á áfengi til að geta spilað í þessum kössum. Þá er það afar undarleg ákvörðun hjá yfirvöldum að láta sjoppu með Sómasamlokur og pylsupott fá vínveitingaleyfi. Hver það var sem lagði inn gott orð fyrir söluturninn Smára á eftir að koma í ljós. En verslunareigendur ættu nú að gleðjast. Ef Hagkaup vill fá leyfi til að selja áfengi í verslunum sínum ætti að duga að setja upp pylsupott, samlokurnar eru auð- vitað til í búðunum. n Sjoppa með pylsupott með vínveitingaleyfi í Kópavogi: n DV með falda myndavél n Undarleg ákvörðun yfirvalda n Græðir milljónir á Íslandsspilum „Við verðum að hafa vín- veitingaleyfi til þess að geta haft spilakassana. Börn keyptu áfengi og tóBak Veitingarn- ar sem eru í boði. Þorsteinn nær í bjórinn í kælinn. Þorsteinn Sch Thorsteinsson afgreiðslu- maður sem seldi unglingum áfengi og tóbak.Kristjón Kormákur Guðjónssonkristjon@dv.is Bjórinn kominn á borðið og 17 ára stúlka réttir afgreiðslu- manninum pening.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.