Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 58
58 fólk 27. apríl 2018 Heyrst hefur... Árshátíð starfsmanna Bláa lóns- ins var haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll síðastliðinn laugar- dag. Emmsjé Gauti, Salka Sól, Jói P og Króli, Ragga Gísla, Frið- rik Dór, Pálmi Sigurhjartar, Albatros, karlakór og dansarar sáu um að skemmta gestum og var ekkert til sparað til að árshátíð- in væri sem glæsilegust. Hagnaður Bláa lónsins var 2,6 millj- arðar árið 2016 og líkur á að hann hafi auk- ist í fyrra. Það var því ærin ástæða fyrir starfsmenn að fagna og skála fyrir góðum árangri. Sýningin Rocky Horror sem sýnd er í Borgarleikhúsinu hefur svo sannar- lega slegið í gegn. Þar fer Páll Óskar í hlutverki Frank-N-Furter fremstur í flokki leikara og dansara í sýn- ingu sem einkennist af söng, gleði og litum. Í lok sýningarinnar býðst áhorf- endum að stíga upp á svið og dansa með í lokalaginu. Á meðal þeirra sem stigu upp á svið síðastliðinn sunnudag var parið Ágúst Bent rappari og Dóra Jó- hannsdóttir, leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins í fyrra. Íris Björk Tanya Jónsdóttir sleikti sólina á Tenerife með ný- fermdum tvíbura- dætrum sínum á meðan iðnað- armenn unnu að því að koma nýju heimili þeirra í Garðabæ í stand. Íris Björk hefur getið sér gott orð fyrir skartgripi sína, bæði heima og erlendis, sem hún selur undir nafninu Vera Design. „Sváfum eins og englar í nýju hálfkláruðu íbúðinni okkar fyrstu nóttina,“ sagði Íris Björk um fyrstu nóttina á nýja heimilinu. Eyfi býðst til að sjá um mark- aðsmál í Leifsstöð. Tónlistarmanninn Eyjólf Kristjánsson rak í rogastans eins og fleiri ferðalanga þegar hann átti leið um Leifsstöð nýlega á leið í frí þegar hann kom að öllum stöðum lok- uðum. Bauðst hann til þess í stöðufærslu á Face- book að taka að sér markaðsmálin. Það væri ekki amalegt að setj- ast niður með mat og einn drykk undir gítarspili og söng frá Eyfa í Leifsstöð, kannski það gerist ef yfirmenn girða sig ekki í brók með opnunartímann. „Hver stjórnar eiginlega markaðsmálum í Flugstöð Leifs? Kl. er 18.40, fullt af fólki hér, barinn er lokaður, Nord matsölustaður er lokaður, þeir auglýsa: Breakfast-Lunch-Dinner!!! Hvenær er dinner hjá þeim??? Skal taka að mér markaðsmál fyrir veitingastaðina, sá sem sér um þau mál hlýtur að verða rekinn brátt“ Kristborg Bóel Steindórs- dóttir, blaðamaður hjá Austur- glugganum og sjálfstæð móðir fjögurra barna, fagnaði stórum áfanga á fimmtudag þegar hún fékk nýjasta barn sitt í hendur, bókina 261 dagur. Bókarheitið 261 lýsir því tímabili sem leið frá því að kær- asti hennar og barnsfaðir gekk út úr lífi hennar og heimur- inn hrundi. Hún ákvað að deila sögu sinni enda taldi hún skorta skilning á því hversu erfið sam- bandsslit geta orðið. „Langri og strangri meðgöngu og fæðingu lokið. Móður og barni heilsast vel. Þyngd: 371 grömm. Lengd: 21 cm. Blaðsíður: 416. 261 dagur – kemur í verslanir 4. maí.“ Það er af sem áður var að fólk fari aðeins út að borða á föstudegi eða laugardegi. Fjöldi matsölustaða á höfuð- borgarsvæðinu er mikill og hægt að finna alla flóruna, eft- ir því hvaða matur manni finnst bestur. Á Von mathúsi og bar við Strandgötu í Hafnarfirði mátti sjá söngkonuna Selmu Björnsdóttur, sem innan skamms stígur á svið í ABBA í Hörpu, hjónin Sollu Eiríksdóttur og Elías Guðmundsson, sem reka Gló með glæsibrag, og Ísleif Þórhallsson, framkvæmdastjóra Senu Live. Við treystum á að hann hafi verið að semja við einhverjar stórsveitir um að heimsækja Ísland á næstunni. Ingibjörg vill 189 milljónir fyrir glæsilegt einbýli í 101 Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýli í Kringlunni, hefur sett fasteign sína í sölu hjá Fasteignamarkaðinum. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum við Fjölnisveg í miðbæ Reykjavíkur. Fasteignin er samtals um 330 fermetrar, parket og marmaraflísar eru á gólfum, á neðri hæðunum tveimur eru samliggjandi stofur. Svefnher- bergin eru í risi hússins. Í bílskúrnum, sem er tvöfaldur, er möguleiki á að útbúa stúdíóíbúð. Það er ekki oft sem jafn glæsilegar eignir í 101 koma í sölu. Borðuðu á leyndasta veitingastað landsins Sumac á Laugaveginum hefur slegið í gegn og fullt er þar öll kvöld, en litríkir og ljúffengir réttir undir áhrif- um frá Líbanon og Marokkó eru töfraðir þar fram úr eldhúsinu, sem er opið svo gestir geta fylgst með elda- mennskunni. Í vikunni mátti sjá þá félaga Vil- hjálm H. Vilhjálmsson hæstaréttarlög- mann, Þorsteinn M. Jónsson (Steina í kók) og Jakob Frímann Magnús- son Stuðmann með meiru snæða þar á geymdasta (ennþá) veitingastað landsins, veitingastaðnum ÓX, sem er nýr veitingastaður inn af Sumac. Á Sumac mátti hins vegar sjá teiknarann og rithöfundinn Bergúnu Írisi Sævarsdóttur meðal gesta. Frægir á Von Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Þorsteinn M. Jónsson Jakob Frímann Magnússon Bergún Íris Sævarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.