Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Page 58
58 fólk 27. apríl 2018 Heyrst hefur... Árshátíð starfsmanna Bláa lóns- ins var haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll síðastliðinn laugar- dag. Emmsjé Gauti, Salka Sól, Jói P og Króli, Ragga Gísla, Frið- rik Dór, Pálmi Sigurhjartar, Albatros, karlakór og dansarar sáu um að skemmta gestum og var ekkert til sparað til að árshátíð- in væri sem glæsilegust. Hagnaður Bláa lónsins var 2,6 millj- arðar árið 2016 og líkur á að hann hafi auk- ist í fyrra. Það var því ærin ástæða fyrir starfsmenn að fagna og skála fyrir góðum árangri. Sýningin Rocky Horror sem sýnd er í Borgarleikhúsinu hefur svo sannar- lega slegið í gegn. Þar fer Páll Óskar í hlutverki Frank-N-Furter fremstur í flokki leikara og dansara í sýn- ingu sem einkennist af söng, gleði og litum. Í lok sýningarinnar býðst áhorf- endum að stíga upp á svið og dansa með í lokalaginu. Á meðal þeirra sem stigu upp á svið síðastliðinn sunnudag var parið Ágúst Bent rappari og Dóra Jó- hannsdóttir, leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins í fyrra. Íris Björk Tanya Jónsdóttir sleikti sólina á Tenerife með ný- fermdum tvíbura- dætrum sínum á meðan iðnað- armenn unnu að því að koma nýju heimili þeirra í Garðabæ í stand. Íris Björk hefur getið sér gott orð fyrir skartgripi sína, bæði heima og erlendis, sem hún selur undir nafninu Vera Design. „Sváfum eins og englar í nýju hálfkláruðu íbúðinni okkar fyrstu nóttina,“ sagði Íris Björk um fyrstu nóttina á nýja heimilinu. Eyfi býðst til að sjá um mark- aðsmál í Leifsstöð. Tónlistarmanninn Eyjólf Kristjánsson rak í rogastans eins og fleiri ferðalanga þegar hann átti leið um Leifsstöð nýlega á leið í frí þegar hann kom að öllum stöðum lok- uðum. Bauðst hann til þess í stöðufærslu á Face- book að taka að sér markaðsmálin. Það væri ekki amalegt að setj- ast niður með mat og einn drykk undir gítarspili og söng frá Eyfa í Leifsstöð, kannski það gerist ef yfirmenn girða sig ekki í brók með opnunartímann. „Hver stjórnar eiginlega markaðsmálum í Flugstöð Leifs? Kl. er 18.40, fullt af fólki hér, barinn er lokaður, Nord matsölustaður er lokaður, þeir auglýsa: Breakfast-Lunch-Dinner!!! Hvenær er dinner hjá þeim??? Skal taka að mér markaðsmál fyrir veitingastaðina, sá sem sér um þau mál hlýtur að verða rekinn brátt“ Kristborg Bóel Steindórs- dóttir, blaðamaður hjá Austur- glugganum og sjálfstæð móðir fjögurra barna, fagnaði stórum áfanga á fimmtudag þegar hún fékk nýjasta barn sitt í hendur, bókina 261 dagur. Bókarheitið 261 lýsir því tímabili sem leið frá því að kær- asti hennar og barnsfaðir gekk út úr lífi hennar og heimur- inn hrundi. Hún ákvað að deila sögu sinni enda taldi hún skorta skilning á því hversu erfið sam- bandsslit geta orðið. „Langri og strangri meðgöngu og fæðingu lokið. Móður og barni heilsast vel. Þyngd: 371 grömm. Lengd: 21 cm. Blaðsíður: 416. 261 dagur – kemur í verslanir 4. maí.“ Það er af sem áður var að fólk fari aðeins út að borða á föstudegi eða laugardegi. Fjöldi matsölustaða á höfuð- borgarsvæðinu er mikill og hægt að finna alla flóruna, eft- ir því hvaða matur manni finnst bestur. Á Von mathúsi og bar við Strandgötu í Hafnarfirði mátti sjá söngkonuna Selmu Björnsdóttur, sem innan skamms stígur á svið í ABBA í Hörpu, hjónin Sollu Eiríksdóttur og Elías Guðmundsson, sem reka Gló með glæsibrag, og Ísleif Þórhallsson, framkvæmdastjóra Senu Live. Við treystum á að hann hafi verið að semja við einhverjar stórsveitir um að heimsækja Ísland á næstunni. Ingibjörg vill 189 milljónir fyrir glæsilegt einbýli í 101 Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýli í Kringlunni, hefur sett fasteign sína í sölu hjá Fasteignamarkaðinum. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum við Fjölnisveg í miðbæ Reykjavíkur. Fasteignin er samtals um 330 fermetrar, parket og marmaraflísar eru á gólfum, á neðri hæðunum tveimur eru samliggjandi stofur. Svefnher- bergin eru í risi hússins. Í bílskúrnum, sem er tvöfaldur, er möguleiki á að útbúa stúdíóíbúð. Það er ekki oft sem jafn glæsilegar eignir í 101 koma í sölu. Borðuðu á leyndasta veitingastað landsins Sumac á Laugaveginum hefur slegið í gegn og fullt er þar öll kvöld, en litríkir og ljúffengir réttir undir áhrif- um frá Líbanon og Marokkó eru töfraðir þar fram úr eldhúsinu, sem er opið svo gestir geta fylgst með elda- mennskunni. Í vikunni mátti sjá þá félaga Vil- hjálm H. Vilhjálmsson hæstaréttarlög- mann, Þorsteinn M. Jónsson (Steina í kók) og Jakob Frímann Magnús- son Stuðmann með meiru snæða þar á geymdasta (ennþá) veitingastað landsins, veitingastaðnum ÓX, sem er nýr veitingastaður inn af Sumac. Á Sumac mátti hins vegar sjá teiknarann og rithöfundinn Bergúnu Írisi Sævarsdóttur meðal gesta. Frægir á Von Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Þorsteinn M. Jónsson Jakob Frímann Magnússon Bergún Íris Sævarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.