Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 57
27. apríl 2018 fréttir - eyjan 57
Við þurfum að
kenna meiri sögu
Jón Pétur Zimsen, virtur
skólamaður og skólastjóri
Réttarholtsskóla, lætur af
störfum í vor. Í viðtali við
Morgunblaðið sagði hann
að þekkingu hafi verið ýtt
til hliðar bæði í mennta
stefnu Reykjavíkurborgar og
námsskrá grunnskólanna.
„Ríki og borg bera ábyrgð á
menntakerfinu og mér finnst
ábyrgðarhluti að það sé tryggt
að ákveðnir þættir í öllum
námsgreinum séu kenndir og
að allir útskrifist með ákveðna
grunnþekkingu. Foreldrar
eiga að geta gengið að því vísu
að börn þeirra öðlist þennan
grunn. Í staðinn er alltaf verið
að hamra á hugtökum eins og
sköpun, gagnrýnni hugsun og
frumkvæði sem eru í sjálfum
sér mikilvæg hugtök en þau
lifa ekki í tómarúmi. Til að
vera með gagnrýna hugsun
þarf að skilja hvað er verið að
fjalla um og til þess þarf þekk
ingu. Þú skapar ekki nema
að geta hugsað um verðandi
sköpun og sú hugsun byggist
á þekkingu,“ sagði Jón Pétur.
Egill tengir þessi athyglis
verðu ummæli skólastjórans
við sögukennslu. „Hún hef
ur skroppið saman í skól
um. Hefur meira og minna
verið felld inn í kennslu í fé
lagsfræðum. En saga er sér
stök fræðigrein – og hún er
nauðsynleg til að skilja heim
inn og fást við hann. Á tíma
manna eins og Pútíns og
Trumps, falskra frétta og upp
lýsingaóreiðu, er gott nám í
mannkynssögu ákveðin bólu
setning,“ skrifar Egill.
Kosningafarsi
Egill gerir ótrúlegan fjölda
framboða í komandi borgar
stjórnarkosningum að umtals
efni sínu. „Maður er eigin
lega að missa töluna á hversu
margir ætla að vera í framboði.
Vegna fjölgunar borgarfull
trúa þurfa að vera 46 manns
á hverjum lista, þannig að ef
framboðin eru 20 þá höfum
við 920 frambjóðendur. Það
eru næstum jafnmargir og taka
þátt í Reykjavíkurmaraþoninu,“
segir Egill og bætir við að hann
hefði áhuga á að fylgjast með
slíkri keppni frambjóðenda.
Ljóst er að Egill kvíðir þó
komandi kosningasjónvarpi.
„Það verður gaman í sjón
varpinu þegar reynt verður
að leiða alla þessa frambjóð
endur og öll þessi sjónarmið
saman. Ef framboðin eru 15
getur hver talað í 4 mínútur –
og þá er þáttur
inn orðinn
klukku
tími.“
Silfur Egils
í vikunni
hafa sett Næturúlfana og Zaldosta
nov á lista yfir þá Rússa sem ýmsar
refsiaðgerðir ná yfir.
Líklegt verður að telja ferð
Næturúlfanna til Balkanskaga
hafi ekki verið til stuðla að friði og
auknum skilningi og sátt hinna
ýmsu þjóða og þjóðarbrota. Í
skýrslu bandarísku hugveitunn
ar Foreign Policy Research Ini
tiative segir að rússnesk samtök
á borð við Næturúlfana, sem hafi
gegnt stóru hlutverki í innlimun
Krímskaga, hjálpi til við að setja
á laggirnar hersveitir serbneskra
þjóðernissinna. Þegar heim
sóknin er skoðuð í ljósi undan
genginna atburða þar sem Rúss
ar hafa komið við sögu, til dæmis
taugagasárásarinnar á Sergei
Skripal og dóttur hans í Salisbury
á Englandi þá er engin furða að
mörgum bregði í brún.
Púðurtunnan í útjaðri Evrópu
Úkraína hefur oft verið átaka
svæði stórvelda og það sama má
segja um Balkanskaga sem hef
ur í sögulegu samhengi verið í
skotlínu stórvelda í gegnum tíð
ina. Á tímum kalda stríðsins,
sem má kannski nefna hið fyrra,
var ástandið nokkuð stöðugt á
Balkanskaganum en frá því í lok
níunda áratugarins og í byrjun
þess tíunda versnaði ástandið og
endaði með átökum sem kostuðu
130.000 manns lífið og milljónir
neyddust til að flýja heimili sín.
En þrátt fyrir að friður hafi að
mestu ríkt í ríkjum Júgóslavíu fyrr
verandi frá 1999 þá er grunnt á því
góða á milli þjóðanna og þjóðar
brotanna og lítið þarf út af að
bera til að allt fari í bál og brand.
Federicia Mogherini, sem fer með
utan ríkismál framkvæmdastjórn
ar ESB, sagði á síðasta ári að
Balkanskaginn gæti auðveldlega
orðið enn eitt taflborðið þar sem
stórveldin tefla
ESB- og NATO-aðild
Af ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu
eru Slóvenía og Króatía aðildarríki
ESB og NATO. Svartfjallaland fékk
aðild að NATO á síðasta ári þrátt
fyrir öflug mótmæli Rússa. Hin rík
in sex eru öll kandídatar að ESB
aðild eða eiga í pólitískum viðræð
um við ESB um aðild.
En það eru sterk öfl sem eru
ósátt við þetta og vilja stöðva
þessa þróun. Þessi öfl er aðallega
að finna í Serbíu og þau geta treyst
á stuðning rússneskra stjórnvalda.
Í Balkanstríðinu á tíunda ára
tugnum barðist hersveit rúss
neskra sjálfboðaliða, sem tengjast
öfgahægrimönnum, með bosnísk
um Serbum. Djúp söguleg tengsl
eru á milli Moskvu og slavneskra
Serba og þeirra sem aðhyllast rétt
trúnaðarkirkjuna. Hugsanlega
hafa Rússar meiri áhuga en ella á
Balkanskaga út af þessum tengsl
um en einnig koma efnahagsleg
og pólitísk tengsl við sögu.
Rússar voru mjög reiðir þegar
NATO gerði loftárásir á Serbíu
1999 og litu á þær sem ákveðin
straumhvörf í þeirri gjá sem er á
milli austurs og vesturs og hefur
stækkað á undanförnum árum.
Í skýrslu sem Mark Galeotti
vann fyrir hugveituna European
Council on Foreign Relations seg
ir hann að rússnesk stjórnvöld líti
á stækkun NATO sem ósigur, jafn
vel þótt stækkunin ógni Rússlandi
ekki beint. Með stækkuninni fær
ist jafnvægið frá Moskvu.
Ákveðin skilaboð
New York Times hefur eftir
Aleksandar Trifunovic, ritstjóra
Balka, sem er vinsæll fréttamið
ill í Banja Luka, að Rússar séu
mjög góðir í að skapa spennu og
draga athygli að sér. Mótorhjóla
mennirnir hafi verið ákveðið
„spaug“ en hafi samt sem áður
sent þau skilaboð að Rússar standi
að baki lýðveldinu Srpska og leið
toga þess, Milorad Dodik, en
Bandaríkin hafa stimplað hann
sem ógn við Bosníu og sett hann á
refsiaðgerðalista.
Rússar sýndu það í október
2016 að þeir eru reiðubúnir til að
ganga langt til að tryggja stöðu
sína á Balkanskaga. Þá voru þing
kosningar í Svartfjallalandi en úr
slit þeirra gátu ráðið miklu um
hvort landið gengi í NATO.
Skömmu fyrir kjördag, þann
16. október, voru 20 heimamenn
handteknir en þeir voru grunaðir
um aðild að samsæri um að steypa
forseta landsins, Milo Djukanovic,
af stóli og hugsanlega myrða
hann. Í kjölfarið voru tveir Rússar,
sem eru taldir vera leyniþjónustu
menn, eftirlýstir af yfirvöldum í
Svartfjallalandi. Þetta bendir til að
rússnesk stjórnvöld séu reiðubúin
til að blanda sér í málin í þessari
púðurtunnu sem Balkanskagi
óneitanlega er.
Rússnesk yfirvöld þvertaka fyrir
að hafa átt aðild að málum.
Þjálfaðir af Rússum
Næturúlfarnir hafa sett „dóttur
klúbba“ á laggirnar í nokkrum ríkj
um á Balkanskaga en auk þeirra
eru fleiri rússneskir hópar, eða
hópar sem Rússar styðja, virkir á
svæðinu. Í janúar var haldin stór
skrúðganga í Banja Luka sem er
yfirlýst lýðveldi en hefur ekki hlot
ið alþjóðlega viðurkenningu og er
því í raun hluti af Bosníu. Skrúð
gangan var farin til að minnast
þess dags 1992 sem „lýðveldið“
lýsti yfir sjálfstæði en sú yfirlýs
ing hratt af stað blóðugri borgara
styrjöld í Bosníu.
Hermenn, lögreglumenn og aðr
ir einkennisklæddir hópar tóku þátt
í göngunni en mesta athygli vakti
stór sveit frá Serbneskum heiðri
sem eru samtök herskárra Serba.
Samtökin segja að 40.000 manns
séu í þeim í Serbíu, Bosníu og
Svartfjallalandi. Þau þykja minna
illþyrmilega á öfgaþjóð ernissinna
sem létu til sín taka í borgarastríð
inu á tíunda áratugnum.
Bosnískir fjölmiðlar segja að
þjálfun sveitanna hafi verið fjár
mögnuð af Rússum en því vísa
Rússar á bug.
Það er þó öruggt að ráðamenn
í Kreml eiga í nánum tengslum
við forseta „lýðveldisins“, Milo
rad Dodik. Þrátt fyrir einangrun
„lýðveldisins“ hefur hann hitt
Pútín sex sinnum. Samtök rúss
neskra uppgjafahermanna hafa á
undanförnum árum myndað og
byggt upp tengsl við aðila í þeim
hluta Bosníu þar sem Serbar eru í
meirihluta.
Mark Galeotti segir að greini
legt tengsl séu á milli þessara að
ila og „fótgönguliða“ skipulagðra
glæpasamtaka á Balkanskaga.
Galeotti telur að aukin áhugi
Rússa á vesturhluta Balkanskaga
þjóni aðallega þremur markmið
um:
Þeir vilji ná fótfestu á mikil
vægu svæði sem er á hernaðarlega
mikilvægu svæði á milli ESB og
Tyrklands sem verður sífellt and
snúnara Vesturlöndum.
Þeir vilji gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að koma í veg fyr
ir að fleiri ríki á Balkanskaga gangi
í NATO.
Þeir vilji tryggja áhrif sín ef
fleiri ríki á Balkanskaga gangi í
ESB á næstu árum. n
Næturúlfar Pútíns
heimsóttu púðurtunnuna
n Hvað ætla Rússar sér á Balkanskaga? n Næturúlfar tengdust innlimun Krímskaga
Liðsmenn Serbnesks heiðurs.
Aleksander Zaldostanov og
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.