Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 46
46 27. apríl 2018 1958–1974 lét bandaríski raðmorðinginn og nauðgarinn Robert Zarinsky til sín taka í Monmouth-sýslu í New-Jersey í Bandaríkjunum. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt Rosemary Calandriello árið 1969 og fékk fyrir vikið lífstíðardóm. Talið var yfir allan vafa hafið að fórnarlömb hans væru fleiri, hátt í tuginn, og var hann ákærður árið 2008 fyrir morð á þrettán ára stúlku. Zarinsky lést í fangelsi sama ár.Sakamál Í lok sakamáls síðasta tölublaðs lá ljóst fyrir að mannræninginn Edwin John Eastwood var, árið 1974, dæmdur til 17 ára fang- elsisvistar vegna mannráns hans og félaga hans, Roberts Clyde Bol- and. Síðla árs 1972 höfðu þeir fé- lagarnir rænt sex ungum stúlkum og kennara þeirra, Mary Gibbs, og krafist milljón dala lausnargjalds. Þeir riðu reyndar ekki feitum hesti frá þeim gjörningi. Umræddur Eastwood átti eftir að láta meira að sér kveða. Þann 16. desember, 1976, flúði hann við annan mann, Michael Pontic, 29 ára. Þeir höfðu af mikilli þraut- seigju grafið göng og þannig kom- ist út fyrir veggi Geelong-fangelsis- ins, þar sem þeir afplánuðu sína dóma. Hlekkjaði börnin saman Við hús þar skammt frá komust Eastwood og Pontic yfir jeppa og fatnað og síðan hurfu þeir út í veður og vind. Segir ekki frekar af Michael Pontic enda ekki mið- punktur þessarar frásagnar. Um skeið virtist sem Eastwood væri horfinn af yfirborði jarðar, en 15. febrúar, 1977, lét hann á sér kræla. Greinilegt var að hann var við sama heygarðshornið. Vopn- aður .38 kalíbera skammbyssu smalaði hann saman níu börnum af leikvelli við Wooreen-barna- skólann í Victoria-fylki og inn í kennslustofu. Lagði áherslu á alvöruna Þar inni sat kennarinn Robert Hunter við vinnu sína í mestu makindum. Eastwood batt og keflaði Hunter og hlekkjaði öll börnin saman með keðju. Að því loknu dró hann allan hópinn út og neyddi inn í sendi- ferðabíl sem hann hafði skilið eftir við leikvöllinn. Svo enginn færi í grafgötur um að ekki væri um neinn fíflaskap að ræða sló Eastwood eina ellefu ára stúlku í andlitið. Eins og árið 1972 skildi Eastwood eftir miða en á honum stóð reyndar ekkert annað en að bekkurinn hefði farið í um klukku- stundar gönguferð. Gíslunum fjölgar Foreldrar barnanna komu að mannauðri kennslustofu þegar sækja átti börnin síðdegis þenn- an dag. Eftir að hafa beðið í ein- hverjar klukkustundir brást þeim þó þolinmæðin og haft var sam- band við lögreglu. Leit var skipu- lögð án tafar. Meðan á þessu gekk hafði held- ur betur ýmislegt gerst á veg- ferð Eastwoods. Hann hafði lent í árekstri við timburflutningabíl skammt frá Boolarra. Ekki urðu slys á mönnum en aftur í sendi- ferðabílnum fjölgaði um tvo því hann tók bílstjórann og félaga hans í gíslingu. Enn fjölgar gíslum Eastwood bætti um betur síðar. Þá varð á vegi hans Volkswagen-hús- bíll sem í voru þrjár aldraðar kon- ur. Einhverra hluta vegna ákvað Eastwood að gera þær að föng- um sínum og notaði tækifærið EaStwood Enn á fErðinni „Þeir höfðu af mikilli þrautseigju grafið göng og þannig komist út fyrir veggi Geelong-fangelsins Í höndum lögreglunnar Eastwood, fyrir miðju, hafði ekki mikið upp úr krafsinu. n Fangelsisveggir gátu ekki haldið Eastwood n Lét til skarar skríða í barnaskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.