Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 13
27. apríl 2018 fréttir 13 n Sara Lind kærir lögregluna fyrir frelsissviptingu n Segir viðmót lögreglu breytast þegar vitað er hverra manna hún er að ég ætlaði bara að ná í vega- bréfið mitt þá sagði hann ég ætti „bara að vera inni í bílnum.“ Síð- an spurði hann hvort ég væri ekki með veski eða kort, og jú, ég var með debetkort en vissi ekki bet- ur en að debetkort væri ekki talið vera löggilt skilríki, þar sem lög- reglan hafði áður sagt mér það. Síðan, þegar ég sagði honum að hann hefði engan rétt á að banna mér að stíga út úr bílnum þá svar- aði hann: „Jú, víst, þetta er minn vinnustaður og hér ræð ég!“ Þegar ég ætlaði að teygja mig aftur í til að ná veskið mitt þá sagði hann mér að vera kyrr. Þarna var hann ekkert búinn að tilkynna mér hvers vegna ég var stoppuð. Þegar ég sagði að hann ætti engan rétt á að halda mér í bílnum svaraði hann að hann ætti rétt á að halda mér þar í ákveðinn tíma.“ Hún segir lögreglumanninn engu að síður hafa tekið við debet- kortinu hennar og farið yfir í lög- reglubílinn. Hún hafi verið orðin mjög óróleg á þessum tímapunkti og byrjað að titra og skjálfa. Annar lögreglumaður hafi þá komið út úr bílnum. „Ég spurði hann þá af hverju þessi lögreglumaður þyrfti að vera svona dónalegur við mig og hvers vegna það væri ekki bara hægt að tala við mig af virðingu, enda ætti ég þessa framkomu engan veginn skilda. Hann svar- aði þá að ég gæti bara hringt á lögreglustöðina og tilkynnt þetta.“ Hún segir lögreglumanninn því næst hafa bent henni á að koma þar sem hann stóð við fram- hlið bílsins. „Síðan benti hann á bílinn og spurði: „Sjáðu hérna, hvað sérðu hér?“ Þegar ég gat ekki svarað sagði hann síðan að bíllinn væri óskoðaður. Ég sagði honum þá að bíllinn væri búinn að vera í viðgerðum og hefði ekki farið í gegnum fyrstu skoðun.“ Hún segir hinn lögreglumann- inn síðan hafa komið út úr lög- reglubifreiðinni og tilkynnt að hún væri með gild ökuréttindi. Henni hafi síðan verið sagt að samkvæmt lögum væri lög- reglunni leyfilegt að klippa af bíl hennar á staðnum. „Þeir sögðust síðan ætla að sleppa mér með viðvörun „af því að þeir væru í svo ógeðslega góðu skapi.“ Sara kveðst hafa tekið nið- ur nafn lögreglumannsins sem meinaði henni að stíga út út bíln- um, með það í huga að tilkynna framkomu hans. „Ég sagði síðan við hann að ég vonaði að hann kæmi ekki svona fram við alla þá sem hann stoppar í umferðinni.“ Þekkti vel rétt sinn „Þetta er klárlega frelsissvipting í mínum augum. Hann hefur ekki rétt til að halda mér í bílnum. Ég var ekki eftirlýst, ég var ekki ógn- andi í framkomu og það átti ekki að fara að handtaka mig. Þar fyr- ir utan átti að tilkynna mér strax af hverju það væri verið að stoppa mig.“ Hún samsinnir því að í mörg- um tilfellum sé fólk ekki nægi- lega upplýst um hver réttur þess sé þegar það er stoppað af lög- reglunni. „Ég veit að ég átti til dæmis rétt á að opna bara rifu á glugganum, og ég átti svo sannarlega rétt á að stíga út úr bílnum. Ég veit að þetta er ekki það alvarlegt dæmi en þetta er samt alvarlegt í mínum huga, og engan veginn í lagi. Þetta er í fjórða skiptið þar sem mér líð- ur illa eftir að hafa átt samskipti við lögregluna,“ segir Sara því næst og bætir við: „Ég tengi þetta að sjálfsögðu við pabba. Um leið og einhver dæmir mig eða kemur illa fram við mig þegar ég á það ekki skilið, þá kemur það strax upp í hausinn á mér að þetta sé út af pabba. Þannig hefur það alltaf ver- ið. Ég var einu sinni stoppuð af lögreglunni á bílaplani þar sem ég hafði verið að skutla öðrum og sagt að ég væri kominn á „svartan lista“ hjá lögreglunni af því að ég stoppaði á bílapl- ani sem er fyrir utan mótorhjóla- klúbb. Í annað skipti var ég stopp- uð af því að ég gaf ekki stefnuljós í Seljahverfi og þegar ég spurði hvort ég væri stoppuð af því að ég væri á svörtum lista þá vissu lögreglumennirnir ekkert hvaða svarta lista ég var að tala um og spurðu hver ég héldi eiginlega að ég væri.“ Sara segist hafa verið í miklu uppnámi eftir þetta atvik og það hafi sett áætlanir hennar úr skorðum en hún var á leið til útlanda tveimur dögum seinna. „Ég fékk bara kvíðakast eftir þetta og gat ekki gert neitt af því sem ég ætlaði að gera.“ Hún kveðst jafnframt hafa tilkynnt atvikið til lögreglunn- ar enda vilji hún sjá til þess að framkoma af þessu tagi verði ekki liðin innan embættisins. „Ég veit að þetta er örugglega ekki að fara að hafa neitt upp á sig, en ég er samt ánægð að ég fór.“ Hún segist ekki geta annað en dregið þá ályktun að lögreglan beiti hana órétti sökum þess að glæpir föður hennar hafa undan- farin ár farið hátt í fjölmiðlum og í umræðum í samfélaginu. Hún geri sér þó grein fyrir að ekki sé hægt að fullyrða um slíkt. Engu að síður finnist henni hegðun lögreglunnar litast af fordómum. „Ég veit að pabbi minn er bú- inn að gera marga slæma hluti, sem annað fólk hefur þurft að líða fyrir. En ég hef hins vegar ekki gert neitt nema gott fyrir þá sem hafa umgengist mig. Þeir sem þekkja mig vita að ég get ekki logið eða platað. Ég á þetta ekki skilið.“ Hún segist vera komin með afar þykkan skráp eftir að hafa árum saman þurft að líða fyrir það að vera dóttir föður síns. „Lengi vel þá setti ég upp grímu og lét líta út fyrir að ég tæki ekki inn á mig þegar fólk talaði illa um mig eða pabba. En á endanum brotnaði ég niður og fór gjörsam- lega á botninn. Það varð til þess að ég fór að standa upp fyrir sjálfa mig. Í dag hika ég ekki við að láta í mér heyra ef einhver brýtur á mér eða kemur illa fram við mig.“ Lítur ekki á föður sinn sem glæpamann Samband Söru Lindar og föður hennar er að hennar sögn einstak- lega náið og er hún stolt af föður sínum sem hef- ur verið edrú í fjölda ára. Í viðtalinu við DV 2016 sagðist Sara oft vera spurð hvernig það væri að eiga pabba sem væri dæmdur ofbeldisglæpa- maður. „Ég sé hann sem pabba, ekki sem glæpa- mann. Ég þekki ekki ann- að en að pabbi minn sé svona og ég tek honum eins og hann er. Samband okkar er afskaplega gott og ég tala við hann eins og ég tala við bestu vinkonur mínar. Nýlega hringdi pabbi í mig til þess eins að segja: „Ég hef engan tíma en mig langaði bara að segja að ég elska þig og góða nótt.“ Hann sagði við mig um daginn að ef hann ætti eina ósk þá væri það að eiga hús og að það væri íbúð í húsinu sem ég byggi í, og að fjölskyldan kæmi alltaf saman í mat á sunnudög- um. Þar myndu allir vera velkomnir. Þetta var svo ein- lægt og hann var svo mikið að meina þetta. Ég gæti ekki óskað mér betri pabba og myndi ekki vilja breyta honum á neinn hátt því að hann er góður pabbi þó svo að hann eigi sína sögu og sé fangi. Ég ræð ekki hvaða ákvarð- anir hann tekur í lífinu eða af- leiðingum þeirra.“ n „tengi þetta að sjálfsögðu við pabba“ „Þeir sögð- ust síðan ætla að sleppa mér með viðvör- un „af því að þeir væru í svo ógeðs- lega góðu skapi“ Feðgin á góðri stund Sara Lind gæti ekki óskað sér betri föður. Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.