Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 47
sakamál 4727. apríl 2018 Eastwood Enn á fErðinni og smalaði öllum gíslunum, nú fimmtán talsins, úr sendiferða- bílnum og yfir í húsbílinn. Síðan ók hann sem leið lá út í óbyggðirnar skammt frá Woodside og var það náttstaður hersingarinnar þessa nótt. Vörubíllinn og sendiferðabíll- inn fundust báðir síðar og fékk lögreglan þar með einhvern út- gangspunkt til að skipuleggja leit sína. Lausnargjaldskrafa í mörgum liðum Það gerði lögreglan svikalaust og um svipað leyti tókst Robin Smith, bílstjóra sendiferðabílsins, að flýja úr klóm Eastwoods. Af harðfylgi tókst honum að brjótast gegnum skógarþykknið og í húsi nokkru sem var á leið hans komst hann í síma og náði sambandi við lög- reglu. Eftir að Smith hafði upplýst lögregluna um raunir sínar setti hún upp vegatálma á öllum veg- um á svæðinu. Þegar þarna var kom- ið sögu hafði borist krafa frá Eastwood. Krafan var í nokkrum liðum: Skilyrðislaus sakarupp- gjöf Eastwood til handa, fjöldi skotvopna, 10.000 byssuskot, að 17 föngum yrði sleppt úr Pentridge-fangelsi, sjö milljón- ir Bandaríkjadala, 100 kíló af suður amerísku kókaíni og 100 kíló af heróíni. Krafan endaði á viðvörun um að gíslar yrðu teknir af lífi ef ekki yrði orðið við kröfunum. Eastwood særist Þegar bjarma fór af degi sást til ferða Eastwoods og við tók eltingarleikur. Eastwood greip til byssunnar og lögreglan svaraði í sömu mynt. Eastwood hallaði sér út um bílgluggann og sparaði ekki skotfærin, en lögreglumenn reyndu að hæfa dekk bifreiðar Eastwoods. Að lokum tókst lögreglunni ætlunarverk sitt og hæfði annað aftur dekkið. Eastwood neyddist til að stöðva bílinn, en hann var þó ekki á því að gefast upp, heldur tók á rás að runnaþykkni í vegkantin- um og lét kúlunum rigna yfir verði laganna á hlaupunum. Áður en langt um leið varð Eastwood þó að játa sig sigraðan, fékk enda skot í annan fótlegginn og frekari hlaup því úr sögunni. Spjallaði glaður við börnin Börn og fullorðnir sem höfðu verið prísund Eastwoods höfðu ýmislegt að segja í kjölfar björgunarinnar. Níu ára drengur, Brett Fisher, sagði að mannræninginn hefði verið undarlega útlítandi þegar hann gekk inn í skólastofuna: „Hann var með svartan og hvítan trefil sem huldi mestallt andlitið og byssan virtist ekki vera alvöru.“ Brett bætti við að þegar Eastwood hótaði að skjóta kennarann þá hefði alvara málsins orðið ljós. Brett sagði enn fremur að Eastwood hefði spjallað við þau börnin og virst hafa gaman af, en annað hefði verið uppi á ten- ingnum þegar fullorðnu gíslarnir spjölluðu saman, þá hefði hann orðið reiður mjög. Eastwood hefði hlekkjað kennarann og hina karlmennina við tré og sagt að þeir fengju það óþvegið ef þeir hefðu sig ekki hæga. Ákæra í 25 liðum Ein kvennanna þriggja, Joy Edward, sagði að Eastwood hefði sagst mjög glaður yfir að þær urðu á vegi hans; þær hefðu haft teppi og púða sem gerðu aðstæður barnanna þægi- legri þegar útbúinn var næturstað- ur úti undir berum himni. Frú Edward sagði að öllum hópnum hefði verið smalað inn í Volkswagen-húsbílinn um leið og Eastwood uppgötvaði að einum karl- mannanna hafði tekist að losa sig og leggja á flótta. Það hefði verið um klukkan korter í sjö þennan morgun. Ákæran á Edwin John Eastwood var í 25 liðum, þar á meðal vegna mannráns og lausnargjaldskröfu og fyrir morðtilraun. Eftir að hann gafst upp var hann spurður hví hann hefði tekið jafn marga gísla og raun bar vitni og Eastwood svaraði: Ertu ekki búinn að sjá lausnargjaldskröf- una? Þegar þú hefur séð hana þá veistu svarið. Hún er einstök.“ Fyrir allt sem tengdist Woor- een-skólanum fékk Eastwood 21 árs dóm sem bættist við ellefu árin sem hann átti eftir að afplána fyrir Faraday-málið (sjá síðasta helgar- blað), samtals 32 ár. n „Svo enginn færi í graf- götur um að ekki væri um neinn fíflaskap að ræða sló Eastwood eina ellefu ára stúlku í andlitið Mannræningi með vafinn fót Eastwood fékk skot í fótlegginn er hann reyndi að flýja. Geelong-fangelsið Eastwood og samfangi hans grófu sig út fyrir veggi fangelsisins. Kennarinn og börnin Robert Hunter með nemendum sínum. Mynd Victoria PoLicE 60 ára að aldri var Marion nokkur stungin til bana í Austur-Sussex í Englandi, 4. nóvember 2005. Gerandinn var dóttir Marion, Nicola Edgington, og taldi hún gott komið eftir níu stungur. Nicola var dæmd fyrir manndráp, en dæmd til vistar og meðferðar á geðsjúkrahúsi, enda ekki talin heil á geði. Hún fékk frelsi, háð skilyrðum, í september 2009. Að morgni 11. október 2011 stakk hún ókunn- uga konu til bana, en hafði fyrr sama morgun gert árangurslausa tilraun til að bana ungum manni. Þess má geta að þá hafði Nicola ítrekað leitað til yfirvalda vegna eigin ótta um að hún yrði mannsbani fyrr eða síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.