Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Page 33
Ferðalok 27. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Bergsteinar er nýtt fyrirtæki sem sérhæf-ir sig í sölu á legsteinum og tengdum munum. Eigendur eru Lárus Einarsson og Matthildur Þórðardóttir. Þau hafa langa reynslu úr faginu en þau ráku áður fyrr leg- steinagerðina Englasteina sem þau síðan seldu árið 2008. Hjá Bergsteinum eru seldir eingöngu sérhannaðir granítsteinar sem koma frá ýmsum löndum. „Við erum eingöngu með granítsteina. Sumir eru með grófum, tilhöggnum köntum, en aðrir með slípuðum, póleruðum og sléttum köntum. Sumir eru með blómaskrauti sem er höggvið er í steininn. Það er ljósara en hinn eiginlegi litur granítsins þar sem það finnst í náttúrunni. Liturinn á steininum kemur hins vegar fram þegar hann er slípaður og póleraður,“ segir Matthildur. „Svörtu steinarnir eru allir í sama svarta litnum en litbrigði hinna steinanna eru mjög margvísleg því þetta er náttúrugrjót, hver og einn steinn er frábrugðinn öðrum. Fólk fær nákvæmlega þann stein sem það velur í sýn- ingarsal hjá okkur, ekki svipaðan eða sambæri- legan steinn, því engir tveir steinar eru eins.“ Legsteinarnir eru til í nokkrum stærðum og auk þess er sérstök lögbundin stærð fyrir steina fyrir duftleiði. Auk steinanna selja Berg- steinar ljósker, vasa, postulínsmyndir í ramma og blómaramma. „Áletrunin er síðan innifalin í verði á öllum legsteinum hjá okkur. Við útbúum tillögur að leturgerð og uppsetningu á áletruninni og ber- um undir viðskiptavininn, áður en byrjað er að vinna legsteininn“ segir Matthildur. Verð á legsteinum kemur fram á heimasíð- unni www.bergsteinar.is. Bergsteinar eru til húsa að Auðbrekku 4 Kópavogi. Opið er mánudaga til föstudaga frá 10 til 17 en einnig er hægt hringja 537-1029 á opnunartíma og fá að koma á öðrum tímum. „Sumir þurfa góðan tíma og vilja vera í einrúmi á meðan skoðað er,“ segir Matthildur og bætir við að þetta starf sé mjög gefandi. Auk höfuðborgarsvæðisins keyra Bergstein- ar út legsteina til nágrannabyggða þess, eins og til dæmis á Suðurnesin, austur fyrir fjall og á Akranes. Þarf þá að greiða sérstaklega fyrir aksturinn en uppsetning á legsteininum er inni- falin í verði. Viðskiptavinir lengra úti á landi fá steinana senda til sín án flutningsgjalds. Sími á afgreiðslutíma verslunarinnar er 537- 1029 og netfang er bergsteinar@bergsteinar. is. Gott er að skoða úrvalið á vefsíðunni www. bergsteinar.is. BErGStEinAr: Hver og einn legsteinn er einstakur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.