Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Side 26
26 fólk - viðtal 27. apríl 2018 Þ að er enginn sem hefur lofað því að lífið verði skemmtilegt, en það eru allt of margir sem rembast við að gera það leiðinlegt.“ Með nýmúruð lungu Þegar blaðamaður og Jóhanna Andrésdóttir, ljósmyndari DV, koma inn í afgreiðsluhús Land- eyjahafnar einn mildan miðviku- dagsmorgun blasir við þeim skilti, Herjólfur er bilaður og fer ekki af stað fyrr en seint um kvöld. Það fer heldur engin flugvél frá Bakka. Fyrir guðs náð er dráttarbáturinn Lóðsinn að störfum í höfninni og á leið út í Eyjar. Skipperinn Svenni leyfir okkur að fljóta með en hann er einmitt góðvinur Árna og hef- ur siglt með honum um heims- ins höf. Í Lóðsinum eru Belgar að blása sandi úr höfninni en sand- fok hefur verið þrálátt vandamál í Landeyjahöfn síðan hún var tekin í notkun og stundum þarf Herjólf- ur enn að sigla til Þorlákshafnar. Öldurnar ýta við bátnum á meðan skipverjar láta gamminn geisa. Það er smávegis súld. Eft- ir því sem árunum hefur fjölgað á sjó er húmorinn svartur eins og djúpið og ekki allt prenthæft sem sagt er í stýrishúsinu. En andinn er góður og DV kann áhöfn Lóðsins bestu þakkir fyrir viðvikið. Það er íðilfögur sjón að sigla inn að höfninni í Heimaey. Hús- freyjan og fyrrverandi flugfreyjan Halldóra Filippusdóttir sækir okkur og ekur upp að Höfðabóli í útjaðri kaupstaðarins. Þetta er til- „Þetta er það alversta sem ég hef lent í og hef ég lent í mörgu“ Veturinn hefur verið erfiður hjá Árna Johnsen, þessum þekktasta syni Vestmannaeyja. Á aðeins hálfu ári hefur Árni misst tvo syni á sviplegan hátt. Á sama tíma og hann hefur tekist á við sársauka sem vart verð- ur lýst í orðum hefur hann glímt við alvarleg veikindi. En Árni brosir í gegnum tárin með sinni einstöku glettni og heldur áfram sinni óhefðbundnu göngu í lífinu. Nú í vor gefur hann út þrjú tónlistarsöfn, öll með ólíku sniði. Blaðamaður DV skrapp út í Eyjar til að ræða æskuna, starfsferilinn, tónlistina og sonamissinn við Árna. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.