Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 60

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Afdráttarlaust verði gert refsivert að ofhlaða fiskiskip og eftirlit með því verði tryggt.“ Þessa tillögu í öryggisátt gerði Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) til innanríkisráðuneytisins, nú samgöngu- og sveitastjórnar- ráðuneytis, í kjölfar skýrslu um þann atburð þegar dragnótar- bátnum Jóni Hákoni BA hvolfdi vegna ofhleðslu á Vestfjarðamiðum í júlí 2015 og einn maður fórst. Skýrslan kom út fyrr á þessu ári. Ráðuneytið svaraði með bréfi dagsettu 5. september sl. Þar kem- ur fram að ráðuneytið óskaði eftir því að verkefnisstjórn um öryggi sjófarenda veitti umsögn sína um tillögurnar. Ráðuneytið lýsir sig sammála þeim sjónarmiðum sem fram koma í umsögn verkefnis- stjórnar. Löggjöf verður endurskoðuð „Að því er varðar tillögu nr. 1 (ofhleðsla/refsing, innsk.) hyggst ráðuneytið setja af stað endur- skoðun á löggjöf um skip með það fyrir augum að leggja fyrir Alþingi frumvarp á 149. löggjafarþingi, sem ráðgert er að hefjist í sept- ember 2018.“ Í umsögn verkefnisstjórnar um öryggi sjófarenda kemur fram að hún styður tillögu RNSA um að það verði gert refsivert að ofhlaða skip. Jafnframt bendir verkefnis- stjórnin á að samhliða þurfi að ráð- ast í eftirfarandi aðgerðir og úr- bætur:  Að bæta haffærnisskoðanir skipa og eftirlit m.a. með skýrari leið- beiningum í skoðunarhandbókum skoðunarmanna þannig að óhaf- fær skip séu ekki á sjó.  Að ítreka að Samgöngustofa framkvæmi skyndiskoðanir á skipum.  Að kveða þurfi skýrar á í lögum um hleðslu báta.  Að tryggt sé að allir bátar hafi sýnileg hleðslumerki.  Að spjöld séu í stýrishúsi með upplýsingum um hámarkshleðslu viðkomandi báts.  Að bæta og gera aðgengilegra fræðsluefni um stöðugleika báta.  Að bæta veiðimenningu sem hvetur til ofhleðslu með áróðri og fræðslu.  Að kannaðir verði möguleikar á að koma upp einhvers konar punktakerfi eða hið minnsta áminningum vegna ofhleðslu sem byggi m.a. á löndunartölum Fiskistofu, tilkynningum Land- helgisgæslunnar um brot á hleðslu þannig að ítrekuð brot leiði til refsinga. Undir bréfið skrifar Ásbjörn Ótt- arsson, formaður verkefnisstjórnar um öryggi sjófarenda. Báturinn var ofhlaðinn Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem hér um ræðir, var birt í mars síðastliðnum og fjallar um sjóslys sem varð á Vest- fjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. Þá hvolfdi dragnótarbátnum Jóni Hákoni BA 60 þar sem hann var að veiðum. Fjórir menn voru um borð og drukknaði einn þeirra en hinum var bjargað um borð í nærstaddan bát, Mardísi ÍS. Á þessum tíma var veður norðan 6-7 m/s og ölduhæð 1-1,5 metrar. Jón Hákon var 27 brúttólesta stálbátur, smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði. Niðurstaða rannsóknar nefnd- arinnar var svo kunngjörð í 80 síðna skýrslu. Niðurstaðan var, samantekin: Nefndin telur orsök slyssins vera þá að skipið var ofhlaðið og með viðvarandi stjórnborðshalla. Þetta leiddi til þess að í veltingi átti sjór greiða leið inn á þilfar skipsins bæði yfir lunningu og um lensport. Vegna óþéttleika á lestarlúgukarmi bættist stöðugt sjór í lestina. Varð þetta til þess að skipið missti stöð- ugleika og því hvolfdi þegar öldu- toppur rann óhindrað yfir lunningu þess. Ofhleðsla tekin föstum tökum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Af hafsbotni Jón Hákon var hífður upp í júní 2016 og færður til Ísafjarðar. Beitt var spilum varðskipsins Þórs. Ofhleðsla fiskiskipa er enn og aftur komin í umræðuna eftir nýja skýrslu Rannsóknar- nefndar samgöngu- slysa. Hún fjallar um Hjördísi HU sem var nærri sokkin á Breiða- firði í byrjun ársins. Í skýrslunni um Jón Hákon BA gerir Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa það einnig að til- lögu sinni að siglingalögum verði breytt þannig að eig- endum og vátryggingafélögum fiskiskipa verði gert skylt að taka upp flök skipa sem sökkva í sæ nema sýnt sé fram á að slíkt sé ógerlegt. Um þessa tillögu segir sam- gönguráðuneytið að það hyggi á undirbúning á fullgildingu og innleiðingu Nairóbí-samþykkt- arinnar um fjarlægingu skips- flaka á sjó. Ráðuneytið telur að hægt verði að bregðast við til- lögunni samhliða þeirri vinnu. Í umsögn verkefnisstjórnar um öryggi sjófarenda kemur fram að stöðluð krafa um að taka upp skipsflök geti verið erfið og dýr. Að útfæra slíkt ákvæði í lögum geti verið flókið ferli og slíkar skyldur þurfi að innleiða í nánu samstarfi við hagsmunaaðila og að vel ígrunduðu máli. Forsendur þurfi að vera skýr- ar og hvert tilvik þurfi að skoða sjálfstætt með tilliti til rann- sóknar samgönguslysa. Þá verði horft til þess að flakið valdi hættu fyrir umhverfi og/eða sjófarendur og að verulegur vafi sé um orsakir slyssins. Þetta þurfi að skoða af þar til bærum aðilum, þ.e. Landhelgis- gæslu, Umhverfisstofnun og Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa. Framkvæmd gæti verið flókið ferli AÐ HÍFA UPP FLÖK Norskir hval- veiðibátar komu í ár með 432 hrefnur að landi og er það tals- verður sam- dráttur frá síð- asta ári er hrefnurnar voru 591. Í norska blaðinu Fiskaren kemur fram að komið var að landi með 622 tonn af kjöti í ár, en 776 tonn í fyrra. Léleg- ur afli var meðfram strönd Noregs, en skárri við Svalbarða og Bjarnar- ey. Fimmtán bátar í Noregi höfðu leyfi til veiðanna, en aðeins 11 hófu veiðar og lönduðu hjá tveimur fyrir- tækjum. Hrefnukvóti ársins var 999 dýr svo nokkuð vantaði upp á að hann næðist. Í dag hefst í Noregi ársfundur samtaka þeirra sem veiða minni hvali og verður greint frá kvóta næsta árs á fundinum. Aflahæsti báturinn, Kato, veiddi í ár 152 hrefnur og er það meðal þess mesta sem norskur bátur hefur veitt í nokkra áratugi. Kjötið var unnið og fryst um borð og uppfyllti þannig kröfur um mögulegan út- flutning til Japan, að því er fram kemur í Fiskaren. aij@mbl.is Metbátur- inn veiddi 152 hrefnur Á hrefnuveiðum við Ísland. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3877 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Wave stólar Fáanlegir í mörgum litum Verð: 12.900 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.