Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 70

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Frystið í 10 mín. og skerið í 12 bita. Heitt hnetumix 4 tsk. góð olía 4 tsk. púðursykur eða annar dökkur sykur ½ tsk. spicy kryddblanda sem þú átt ½ tsk. kanill 1⁄4 tsk. svartur pipar 1⁄4 tsk. rauður pipar 4 tsk. vatn 1 poki léttristaðar kasjúhnetur, t.d. frá H-berg ½ tsk. sjávarsalt Hitið ofninn í 180°C. Setjið bök- unarpappír á plötu. Hitið olíu í potti á meðalhita. Setjið sykur, krydd og vatn. Hrær- ið stöðugt í þar til sykurinn leysist upp og byrjar að sjóða. Bætið hnetum út í og látið malla í 2 mín. þar til hneturnar hafa blandast vel. Dreifið blöndunni vel á bök- unarplötuna með tveim göfflum og sáldrið örlitlu meira af salti yfir. Bakið í ca. 7 mín. Kælið áður en borið er fram. Jólakonfekt sem er nokkuð hollt 1 gráfíkjupoki, endinn snyrtur og skornar í bita 1 ½ dl Grand marnier líkjör eða annað gott 225 g blandaðar hnetur 200 g 24% marsipan Gráfíkjur eru látnar liggja í sirka 24 tíma í góðu víni. Allt sett í blandara og þú nærð fjórum góðum lengjum sem þú set- ur inn í plastfilmu og inn í kæli. Hjúpað með 70% suðusúkkulaði og þetta mun svo sannarlega slá í gegn. thora@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólakonfekt sem svíkur engan Þetta girnilega konfekt er nokkuð hollt að sögn Guðbjargar. Ómótstæðilegt Hver getur staðist heitt hnetumix á aðventunni? Markmiðið er að gera hversdags- kokkunum lífið auðveldara en marg- ur sýpur hveljur yfir flóknum upp- skriftum sem innihalda jafnvel tugi innihaldsefna. Hér er flækjustigið í lágmarki enda strangheiðarlegur þorskur á ferð. Það er Hrafnkell Sigríðarson, yfirmatreiðslumaður á Mat Bar, sem á heiðurinn af honum en samsetn- ingin er sérlega snjöll enda vitum við vel að kokkar hafa flestir hverjir hærri eðlisgreind þegar kemur að mat. Það er einmitt það sem við treyst- um á og ljóst er að bakaði þorskurinn hans Hrafnkels er sannkallað sæl- gæti. Hrafnkell skorar á Sigurð Kristin Laufdal Haraldsson, yfirkokk á Grillinu, og lesendur fylgjast vænt- anlega spenntir með hvað hann mun bjóða upp á í næstu viku. Bakaður þorskur með tómat-BBQ, sýrðum eplum, rauðkáli, eldpipar- og eplasmjöri Uppskrift fyrir 2 400 g þorskhnakki salt Þorskurinn hreinsaður og saltaður vel í 20 mínútur. Síðan skolaður og þerraður. Rauðkál 1⁄5 af rauðkálshaus gott sjávarsalt Rauðkálið skorið í þunnar ræmur og velt upp úr slatta af salti. Látið standa í 15-20 mínútur og síðan skol- að vel. Tómat-BBQ ½ eldpipar 1 hvítlauksgeiri 1 laukur 1 dós niðursoðnir tómatar 20 ml balsamikedik Eldpipar, hvítlaukur og laukur skorið smátt. Svitað létt í potti og tómötunum og balsamikediki bætt við og soðið niður um helming. Allt sett í matvinnsluvél og unnið saman í mauk. Sýrð epli 1 grænt epli 50 ml eplaedik 75 ml vatn 20 g sykur Eplaedik, vatn og sykur hitað að suðu og síðan kælt. Eplið skrælt og helmingur tekinn frá, hinn helming- urinn kjarnhreinsaður og skorinn í munnbita. Bitarnir lagðir í ediklausn- ina og látið standa í allavega klukku- stund. Eldpipar- og eplasmjör helmingurinn af eplinu, sem var skilinn eftir 100 g smjör ½ eldpipar Eplið skorið í smábita og bakað við 160°C í 10-15 mín. eða þar til mauk- eldað, síðan unnið í matvinnsluvél í mauk. Smjörið brætt og unnið í mat- vinnsluvél ásamt eldpiparnum og sigtað vel. Síðan öllu blandað vel sam- an. Rétturinn settur saman: Þorsknum er velt upp úr tómat-BBQ- sósunni og bakaður við 190°C í 4-6 mínútur (fer eftir þykkt stykkja). Rauðkáli og sýrðum eplum er bland- að saman í skál og smakkað til með smá af edikinu frá eplunum og sett á disk. Þorsknum bætt ofan á rauðkáls- salatið. Epla- og eldpiparsmjörið er hitað upp og hellt yfir. thora@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistarakokkur Hrafnkell Sigríðarson, yfirkokkur á Mat Bar. Fimm eða færri: Einfaldur spariþorskur Spariþorskur Sérdeilis glæsilegur réttur sem er líka frekar auðveldur. Uppskriftaröðin Fimm eða færri hefur slegið í gegn á Matarvef mbl en þar keppast færustu kokkar landsins við að búa til ómótstæðilega rétti með fimm hráefnum eða færri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.