Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 76
MIÐBORGIN76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Fáðuþérektarjómaís fráEmmessísá jólunum Hákon Örvarsson, eigandi Ess- ensia á Hverfisgötu, hefur upplifað frá fyrstu hendi þær miklu breyt- ingar sem hafa orðið á íslenskri veitingahúsamenningu. Hann minnist þess þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í faginu og vann í eldhúsinu á Holtinu frá 1994-2000. „Þá voru veitingastað- irnir mun færri, og bæði umgjörð og verð þannig að Íslendingar voru ekki að fara út að borða nema af sérstöku tilefni. Í dag hefur þetta gjörbreyst, landsmenn fara miklu oftar út að borða og hafa úr miklu úrvali fjölbreyttra veitingastaða að velja. Mér sýnist að bara á þessu ári hafi tuttugu nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðborginni.“ Hákon lærði matreiðslu á Akur- eyri og hefur komið víða við síðan þá. Hann starfaði t.d. um skeið í Lúxemborg og í Bandaríkjunum og opnaði á sínum tíma veitinga- staðinn Vox í samstarfi við Ice- landair hótelkeðjuna. Auk þess að eiga Essensia og standa þar vakt- ina í eldhúsinu sér Hákon líka um veitingastaðinn á 101 hóteli, og er með veiðihúsarekstur við Norðurá. Hann segir að sú hugmynd að opna nútímalegan veitingastað undir ítölskum áhrifum hafi m.a. komið til vegna þess að hann heill- aðist af einfaldleika ítalskrar mat- argerðar. „Það er reyndar ekki alltaf létt að gera einfalda rétti vel, en mig langaði að skapa veit- ingastað eftir eigin höfði og bjóða upp á rétti sem passa vel við mig.“ Reksturinn hefur gengið vel og spila þar eflaust saman góður matur, hentug staðsetning, fal- legar innréttingar og einstaklega gott útsýni. Veitingastaðurinn er þar sem verslun Max Mara, og síðar verslun Sævars Karls, voru áður til húsa og fékk Hákon virta ítalska innanhússarkitekta til að hanna útlit staðarins. „Fólk nefnir það við okkur að því líði eins og það sé komið til útlanda þegar það heimsækir Essensia. Út um gluggana, sem ná frá gólfi og upp í loft, má svo sjá Arnarhól og Hörpuna í allri sinni dýrð.“ Panettone ómissandi í desembermánuði Á matseðlinum má finna ferskt pasta, risotto og eldbakaðar pitsur að hætti Napólíbúa. Aðspurður hvað verði á boðstólum í desem- ber segist Hákon ekki ætla að breyta matseldinni mikið. „Við viljum vera staður þar sem fólk getur fengið frí frá síldinni og reykta matnum. Að því sögðu þá verða nokkrir réttir sem minna á jólin, eins og góður saltfiskur eld- aður á ítalska vísu, graskers- risotto með trönuberjum og pa- nettone-jólakakan sem Ítalir halda svo mikið upp á. Panettone- kökurnar flytjum við inn frá ítölskum framleiðanda og gerum að okkar með því að bleyta í Limoncello-líkjör og mand- arínusafa og bera fram með hvítri súkkulaðimús.“ Hákon ætlar líka að hafa opið á jólunum og bjóða upp á fjögurra rétta hátíðarseðil, á aðfangadags- kvöld, jóladag og gamlárskvöld. „Ég hafði lokað á jólunum í fyrra en ákvað að hafa opið í ár enda eftirspurnin greinileg,“ segir hann en nú þegar er staðurinn orðinn nokkuð vel bókaður þessa þrjá eldrauðu frídaga. „Þessi kvöld verður ekki hægt að panta a la carte en hátíðarmatseðillinn blandar saman ítölskum tónum og íslenskum jólamat, og fær gott ís- lenskt hráefni eins og laxinn okkar og lambið að vera í aðalhlutverki.“ Að sögn Hákonar hafa eingöngu erlendir ferðamenn bókað borð á aðfangadag, jóladag og gamlárs- kvöld en hann segir upplagt fyrir Íslendinga að prófa það líka að fara út að borða á þessum dögum. „Það gæti verið stórsniðug hefð, og góð leið til að minnka stússið í kringum hátíðirnar að leyfa ein- hverjum öðrum að sjá um mat- reiðsluna.“ ai@mbl.is Hafa úr fjölda góðra staða að velja Óhætt er að segja að mikil gróska sé í veitingaflórunni í miðbænum. Einn af þeim stöðum sem þykja standa upp úr er Essensia sem býður upp á stórgott útsýni yfir Hörpuna og Arnarhól og ljúffenga ítalska matseld. Hákon er almennt séð ánægður með þær breytingar sem hafa átt sér stað í miðborginni. Hann nefnir sem dæmi að þegar unnið var að opnun Essensia hafi gengið hægt að fá öll tilskilin leyfi en í dag virðist ekki leng- ur sama fyrirstaðan í kerfinu og orðið auðsótt fyrir frumkvöðla að opna bæði veitingastaði, kaffihús og bari. Hákon hefur þó áhyggjur af að hrað- inn á breytingunum sé orðinn fullmikill. „Til dæmis sé ég núna út um gluggann á veitingastaðnum sex eða sjö hæða stórhýsi á reit sem var notaður undir bílastæði þegar við opnuðum á síðasta ári. Ofboðslega margt er á teikniborðinu en það verður að gæta þess að bæta ekki of miklu við of fljótt.“ Fyrir veitingastaði eins og Essensia þýðir vöxturinn í veitinga- og ferðaþjónustugeiranum líka að erfiðara verður að manna lausar stöður. „Innviðir greinarinnar vaxa ekki í takt við fjölgun veitingastaða og þarf að fá vinnuafl frá útlöndum til að matreiða og þjóna til borðs. Í þessum mikla vexti, og þessum mikla þrýstingi á veitingastaðina, verður að passa vandlega upp á það að gæðin fari ekki að gjalda fyrir það að erfiðlega gangi að manna staðina.“ Þarf að forðast vaxtarverkina Vandað Ítalskir innanhússarkitektar eiga heiðurinn af útlitinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lífsgæði Hákon man þá tíð þegar borgarbúar fóru helst ekki út að borða nema við hátíðleg tækifæri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.